Fara í efni

Bæjarráð

338. fundur
6. maí 2013 kl. 14:30 - 15:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Aðstaða við íþróttavöllinn í Neskaupstað
Málsnúmer 1304032
Var til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar nr. 134. Vísað til frekari umfjöllunar bæjarráðs.
Fjallar um aðstöðumál Íþróttafélagsins Þróttar en félagið hefur óskað eftir því að komið verði upp vatns- og salernisaðstöðu við Norðfjarðavöll.
Bæjarráð felur mannvirkjastjóra að skoða málið með lausnir í huga bæði varðandi salernisaðstöðu og drykkjarvatn.
2.
Fyrirspurn um hugsanlega leigu eða kaup á hluta af eyðibýlinu Hvalnesi
Málsnúmer 1305008
Framlagt bréf Arnar Ingólfssonar þar sem lögð er fram ósk um að leigja eða kaupa hluta af eyðibýlinu Hvalnesi í Stöðvarfirði.
Óskað er eftir umsögn eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
3.
Skoðun aðalskipulagsmála vegna hafnar og iðnaðarsvæða
Málsnúmer 1304098
Á fundi hafnarstjórnar þann 5. mars sl. var því beint til bæjarráðs að láta hefja skoðun á aðalskipulagi Fjarðabyggðar vegna hafnsækinnar starfsemi. Bæjarstjóri, mnannvirkjastjóri og framkvæmdastjóri hafna hafa fundað með Alta ehf. og fengið tillögur að vinnufyrirkomulagi við endurskoðun á aðalskipulagi vegna hafnsækinnar starfsemi.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar hafnarstjórnar.
Farið yfir skipulag sameiginlegrar markaðs- og kynningarferðar Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar til Aberdeen og Stavanger.
4.
Úthlutun íþróttastyrkja 2013
Málsnúmer 1303033
Málin rædd.
Bæjarstjóra falið að vinna að málinu og leggja tillögur fyrir næsta fund bæjarráðs.
5.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2013
Málsnúmer 1301338
Framlögð til kynningar 805. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
6.
Fundargerðir stjórnar SSA - 2013
Málsnúmer 1301160
Framlögð til kynningar 6. fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
7.
Fræðslu- og frístundanefnd - 39
Málsnúmer 1304015F
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar frá 29. apríl lögð fram til kynningar.
8.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 62
Málsnúmer 1305001F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 29. apríl lögð fram til kynningar.