Bæjarráð
339. fundur
13. maí 2013 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Endurskoðun samþykkta vegna nýrra sveitarstjórnarlaga
Framlögð drög að nýrri samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn 16. maí 2013.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn 16. maí 2013.
2.
Endurskoðun samþykkta fastanefnda
Framlögð drög að endurskoðun samþykkta fastanefnda Fjarðabyggðar.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn 16. maí 2013.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn 16. maí 2013.
3.
Skoðun aðalskipulagsmála vegna hafnar og iðnaðarsvæða
Fyrir liggur tillaga frá Alta í tengslum við skoðun á aðalskipulagsmálum vegna hafnar- og iðnaðarsvæða sem tekin var fyrir í bæjarráði 6. maí og var tillögunni vísað til umsagnar í hafnarstjórn.
Hafnarstjórn samþykkti tillöguna og greiðslu kostnaðar við skoðunina m.v. fyrirliggjandi gögn frá Alta og vísaði málinu til úrvinnslu bæjararáðs. Hafnarstjórn beindi jafnframt til bæjarráðs að skoðað verði hugsanlegir möguleikar að framtíðarlandi fyrir umskipunarhöfn.
Vísað til kynningar í atvinnu- og menningarnefnd og til vinnslu eigna-, skipulags-og umhverfisnefndar, bæjarstjóra og framkvæmdastjóra hafnar.
Hafnarstjórn samþykkti tillöguna og greiðslu kostnaðar við skoðunina m.v. fyrirliggjandi gögn frá Alta og vísaði málinu til úrvinnslu bæjararáðs. Hafnarstjórn beindi jafnframt til bæjarráðs að skoðað verði hugsanlegir möguleikar að framtíðarlandi fyrir umskipunarhöfn.
Vísað til kynningar í atvinnu- og menningarnefnd og til vinnslu eigna-, skipulags-og umhverfisnefndar, bæjarstjóra og framkvæmdastjóra hafnar.
4.
Ofanflóðavarnir á Eskifirði - beiðni um umsögn
Lagt fram til umfjöllunar erindi frá Skipulagsstofnun dagsett 22. apríl 2013 þar sem óskað er eftir umsögn Fjarðabyggðar á því hvort og á hvaða forsendum fyrirhugaðar ofanflóðavarnir á Eskifirði skulu háðar mati á umhverfisáhrifum. Mannvit hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu f.h. Fjarðabyggðar um ofangreinda framkvæmd skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b.
Tekið fyrir á 63. fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar þar sem nefndin samþykkti tillögu skipulagsfulltrúa um að fyrirhugaðar framkvæmdir séu ekki háðar mati á umhverfisáhrifum og vísaði henni til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarráði og bæjarstjórn.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Tekið fyrir á 63. fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar þar sem nefndin samþykkti tillögu skipulagsfulltrúa um að fyrirhugaðar framkvæmdir séu ekki háðar mati á umhverfisáhrifum og vísaði henni til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarráði og bæjarstjórn.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
5.
Samningur við Austurgluggann
Vísað frá atvinnu- og menningarnefnd. Varðar samning við Austurgluggann um frídreifingu. Lagt fram minnisblað markaðs- og upplýsingafulltrúa frá 6.maí og bókun og tillaga Estherar Aspar Gunnarsdóttur frá fundi atvinnu- og menningarnefndar 8.maí.
Elvar Jónsson leggur fram tillögu um að skipaður verði starfshópur sem skili tillögum að viðmiðunarreglum fyrir sumarfrí bæjarstjórnar, er varðar pólitíska umfjöllun á öllu efni kostuðu af sveitarfélaginu.
Málið rætt og afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Elvar Jónsson leggur fram tillögu um að skipaður verði starfshópur sem skili tillögum að viðmiðunarreglum fyrir sumarfrí bæjarstjórnar, er varðar pólitíska umfjöllun á öllu efni kostuðu af sveitarfélaginu.
Málið rætt og afgreiðslu frestað til næsta fundar.
6.
Ársfundur Menningarráðs Austurlands
Ársfundur Menningarráðs Austurlands verður haldinn 14.maí kl. 13:00 - 16:00 í húsnæði Austurbrúar að Vonarlandi - Tjarnarbraut 39e. Atvinnu- og menningarnefnd gerði að tillögu sinni að Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Páll Björgvin Guðmundsson, Óðinn Magnason, Pétur Sörensson og Gunnlaugur Sverrisson verði fulltrúar á ársfundinum. Vegna kosninga í stjórn menningarráðsins til næstu tveggja ára er tillaga um Jens Garðar Helgason og Davíð Baldursson sem aðalmenn og til vara Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Egill Jónsson.
Bæjarráð samþykkir tilnefningu atvinnu- og menningarnefndar.
Bæjarráð samþykkir tilnefningu atvinnu- og menningarnefndar.
7.
Úthlutun íþróttastyrkja 2013
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til íþróttafélaga að fjárhæð 1.750.000 kr., sbr. minnisblað, vegna framkvæmda við mannvirki félaganna og til að jafna skerðingu á framlögum við úthlutun fyrr á árinu.
Tekið af liðnum óráðstafað 21-69.
Tekið af liðnum óráðstafað 21-69.
8.
Sumarlokun bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar 2013
Framlögð tillaga um lokun bæjarskrifstofu í tvær vikur fyrir og eftir verslunarmannahelgi. Bæjarráð samþykkir að bæjarskrifstofa Fjarðabyggðar verði lokuð frá og með föstudeginum 26. júlí tl og með föstudaginn 9. ágúst 2013 eða í 10 virka daga. Skiptiborð bæjarins verður opið.
9.
Þjónustusamningur vegna húsnæðis Félags eldri borgara á Stöðvarfirði
Framlagður þjónustusamningur við Félag eldri borgara á Stöðvarfirði um leigu á Skólabraut 11 á Stöðvarfirði fyrir starfsemi félagsins. Bæjarráð staðfestir samninginn.
10.
Hvatning um að setja sér fjölskyldustefnu og framkvæmd hennar.
Lagt fram minnisblað fræðslustjóra og félagsmálastjóra um gerð fjölskyldustefnu fyrir Fjarðabyggð.
11.
Stækkun heilsugæslustöðvarinnar á Reyðarfirði
Framlagt til kynningar bréf Heilbrigðisstofnunar Austurlands frá 2.maí um stækkun heilsugæslustöðvar á Reyðarfirði. Vísað til kynningar í félagsmálanefnd.
12.
Útgáfa á Norðfjarðarsögu
Lögð fram fyrirspurn frá Norðfirðingafélaginu um framhald á útgáfu Norðfjarðarsögu. Vísað til atvinnu- og menningarnefndar í tengslum við starfsáætlun 2014.
13.
Ársreikningur Náttúrustofu Austurlands 2012
Framlagður til kynningar ársreikningur Náttúrustofu Austurlands fyrir árið 2013.
14.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2013
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Náttúrustofu Austurlands nr. 2 frá 3. maí sl. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
15.
Nýir íbúar og brottfluttir í Fjarðabyggð 2013
Framlagt til kynningar yfirlit yfir breytingar á íbúaþróun í Fjarðabyggð fyrstu mánuði ársins. Vísað til kynningar í atvinnu- og menningarnefnd.
16.
Tillaga að breytingu á starfsleyfi - Fiskeldis Austfjörðum ehf. í Fáskrúðsfirði
Framlagt til kynningar bréf Skipulagsstofnunar um fyrirhugaða breytingu á fiskeldi í Fáskrúðsfirði frá Fiskeldi Austfjarða um framleiðslu á 3.000 tonnum af regnbogasilungi í stað þorsks. Vísað til afgreiðslu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar en frestur til athugasemda er til 29.júní.
17.
Aðalfundur 2013
Framlagt aðalfundarboð Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. vegna fundar 28. maí nk.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri, fjármálastjóri til vara, fari með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri, fjármálastjóri til vara, fari með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
18.
Rekstur málaflokka 2013
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Framlagt yfirlit yfir rekstur málaflokka Fjarðabyggðar janúar - mars 2013.
19.
Umsókn um lán úr Ofanflóðasjóði
Bæjarráð samþykkir skilmálabreytingu, á skuldabréfi við Ofanflóðasjóð að fjárhæð kr. 110.000.000, þess efnis að fyrsti gjalddagi verði 1.maí 2014 í stað 1.maí 2015. Staðfestingu vísað til bæjarstjórnar.
20.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 63
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 6. maí sl. lögð fram til kynningar.
21.
Hafnarstjórn - 115
Fundargerð hafnarstjórnar frá 7. maí sl. lögð fram til kynningar.
22.
Atvinnu- og menningarnefnd - 45
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 8. maí sl. lögð fram til kynningar.
23.
Fræðslu- og frístundanefnd - 40
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar frá 8. maí sl. lögð fram til kynningar.