Fara í efni

Bæjarráð

340. fundur
22. maí 2013 kl. 16:00 - 19:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Innkaupareglur Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2008-01-25-92
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Innkaupareglur til umræðu og kynningar en þær hafa fengið umfjöllun í nefndum sveitarfélagsins.
Vísað til frekari umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs.
2.
Endurskoðun samþykkta vegna nýrra sveitarstjórnarlaga
Málsnúmer 1101139
Framlögð drög að endurskoðuðum starfsskyldum stjórnenda Fjarðabyggðar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3.
Jafnréttisáætlun í Fjarðabyggð 2013
Málsnúmer 1109095
Jafnréttisáætlun Fjarðabyggðar var samþykkt í félagsmálanefnd þann 14. maí sl. og vísað til bæjarráðs til umræðu og afgreiðslu.
Vísað til frekari umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs. Bæjarráð felur bæjarritara að lagfæra orðalag.
4.
Símavist - Tilboð
Málsnúmer 1301260
Framlagt minnisblað vegna fyrirhugaðs samnings við Símann um endurnýjun á borðsímabúnaði og símatengingum.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Símann.
5.
Neseignin lóðarleiga 2013
Málsnúmer 1305052
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlögð tillaga um kaup á eignarhluta í Neseigninni af erfingjum Guðlaugar Ingvarsdóttur en þau bjóða eignarhlut sinn í Neseigninni til kaups.
Bæjarráð samþykkir að eignarhlutar erfingja Guðlaugar Ingvarsdóttur verði keyptir. Tekið af liðnum óráðstafað 21-69-, upphæð 1.188.020 kr.
6.
Samningur við Austurgluggann
Málsnúmer 1109156
Málið tekið til umfjöllunar.
Aflað verður frekari gagna og afgreiðslu frestað til næsta fundar bæjarráðs.
7.
Félagsheimilið Skrúður 50.ára
Málsnúmer 1305093
Framlagt bréf velunnara félagsheimilisins Skrúðs þar sem óskað er eftir samstarfi við bæjarstjórnina um félagsheimilið og heimild til að stofna hollvinasamtök.
Bæjarráð fagnar framtaki um stofnun hollvinasamtaka um félagsheimilið Skrúð og vonast eftir góðu samstarfi um málefni þess.
8.
Vorbæklingur 2013
Málsnúmer 1302141
Framlagt bréf Sigfúsar Vilhjálmssonar sem fjallar um vorbækling sveitarfélagsins.
Bæjarráð tekur fram að umhverfisátak Fjarðabyggðar gildir fyrir alla byggðakjarna Fjarðabyggðar þó þess sé misjafnlega mikið getið í vorbæklingi.
9.
Breytingar á nefndarskipan sjálfstæðisflokks á kjörtímabilinu 2010-2014
Málsnúmer 1204061
Sjálfstæðisflokkurinn tilnefnir Sævar Guðjónsson sem varamann í atvinnu- og menningarnefnd í stað Þórðar Vilbergs Guðmundssonar.
10.
Ársfundur Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar 2013 og ársreikningur 2012
Málsnúmer 1305056
Lagður fram ársreikningur Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar fyrir árið 2012 til kynningar.
11.
Sameining lífeyrissjóða sveitarfélaga
Málsnúmer 1204044
Lagt fram samkomulag Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar og Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga um sameiningu lífeyrissjóðanna.
Bæjarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.
12.
Á ferð um landið - Landsbyggðin lifi
Málsnúmer 1305051
Framlagður til kynningar tölvupóstur frá Landsbyggðin lifi sem fjallar um kynningarferðir samtakanna um landið.
13.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2013
Málsnúmer 1301074
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 43 frá 14. maí sl. lögð fram til kynningar.