Bæjarráð
341. fundur
27. maí 2013 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Mat á leigusamningum við Reiti II
Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
2.
Mögulegt ólögmæti lána LS frá 2006
Fram lögð greinargerð merkt trúnaðarmál.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málshöfðunar gagnvart Lánasjóði sveitarfélaga.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málshöfðunar gagnvart Lánasjóði sveitarfélaga.
3.
Starf skólastjóra Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Þennan lið dagskrár sat fræðslustjóri.
Tillaga bæjarstjóra og fræðslustjóra til bæjarráðs er að auglýsa stöðu skólastjóra í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Í lok sumars 2013 fari fræðslustjóri í samráði við stjórnendur skólanna í þá vinnu að skoða og útfæra tillögur að leiðum sem stuðli að meira samstarfi og/eða sameiningu þessara stofnana í eina skólamiðstöð á Suðurfjörðum með hagsmuni nemenda og rekstur sveitarfélagsins að leiðarljósi. Afrakstur vinnunnar verði kynntur bæjarráði ekki seinna en við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og fræðslustjóra.
Tillaga bæjarstjóra og fræðslustjóra til bæjarráðs er að auglýsa stöðu skólastjóra í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Í lok sumars 2013 fari fræðslustjóri í samráði við stjórnendur skólanna í þá vinnu að skoða og útfæra tillögur að leiðum sem stuðli að meira samstarfi og/eða sameiningu þessara stofnana í eina skólamiðstöð á Suðurfjörðum með hagsmuni nemenda og rekstur sveitarfélagsins að leiðarljósi. Afrakstur vinnunnar verði kynntur bæjarráði ekki seinna en við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og fræðslustjóra.
4.
Íbúðir fyrir 60 ára og eldri - Hafnarbraut 2 740
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málum sem tengjast íbúðum fyrir 60 ára og eldri.
Bæjarstjóra falið að vinna að málinu áfram.
Bæjarstjóra heimilað að taka allt að 500.000 kr. af óráðstöfuðu, 21-69 vegna sérfræðivinnu.
Bæjarstjóra falið að vinna að málinu áfram.
Bæjarstjóra heimilað að taka allt að 500.000 kr. af óráðstöfuðu, 21-69 vegna sérfræðivinnu.
5.
Ársfundur Austurbrúar 31.maí 2013
Ársfundur Austurbrúar verður haldinn föstudaginn 31.maí kl. 14:00 í Herðubreið Seyðisfirði. Fulltrúar í fulltrúaráði fara með atkvæðisrétt á ársfundi, aðrir fundarmenn hafa málfrelsi og tillögurétt að undanskildum tillögurétti til stjórnarkjörs.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að Páll Björgvin Guðmundsson fari með atkvæði Fjarðabyggðar á fundinum.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að Páll Björgvin Guðmundsson fari með atkvæði Fjarðabyggðar á fundinum.
6.
Átaksverkefni til að fjölga tímabundum störfum fyrir námsmenn
Tekið fyrir á fundi ESU. Vinnumálastofnun hefur úthlutað Fjarðabyggð 5 tímabundnum störfum fyrir námsmenn.
Bæjarráð samþykkir að ungemennum yngri en 18 ára verði tryggð vinna í allt að 8 vikum á vegum sveitarfélagsins enda verði kostnaði mætt með lækkun á aðkeyptri vinnu framkvæmdasvið í gatna- og umhverfismálum.
Bæjarráð samþykkir að ungemennum yngri en 18 ára verði tryggð vinna í allt að 8 vikum á vegum sveitarfélagsins enda verði kostnaði mætt með lækkun á aðkeyptri vinnu framkvæmdasvið í gatna- og umhverfismálum.
7.
Spurningar varðandi þjónustu fatlaðra
Lagt fram minnisblað þroskaþjálfa og félagsmálastjóra vegna skilgreiningu á íbúðum að Sunnugerði á Reyðarfirði, sem íbúðir með sólarhringsþjónustu fyrir fatlað fólk. Á fundi félagsmálanefndar þann 14. maí. tók nefndin undir tillögur starfsmanna og mælist til þess að húsnæðið að Sunnugerði verði skilgreint sem búsetuþjónusta fyrir fólk með fötlun í samræmi við reglugerð nr. 1054/2010 um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu.
Bæjarráð samþykkir að húsnæði að Sunnugerði 7 á Reyðarfirði verði skilgreint sem búsetuþjónusta fyrir fólk með fötlun. Jafnframt er framkvæmdasviði falið að leita leiða til að hefja endurbætur í samráði við fjölskyldusvið.
Bæjarráð samþykkir að húsnæði að Sunnugerði 7 á Reyðarfirði verði skilgreint sem búsetuþjónusta fyrir fólk með fötlun. Jafnframt er framkvæmdasviði falið að leita leiða til að hefja endurbætur í samráði við fjölskyldusvið.
8.
Endurskoðun samþykkta vegna nýrra sveitarstjórnarlaga
Bæjarstjórn samþykkti að vísa samþykktum sveitarfélagsins til síðari umræðu í bæjarstjórn og frekari vinnslu í bæjarráði milli umræðna.
Fram lagðar uppfærðar samþykktir um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar frá fyrstu umræðu með athugasemdum sem komu frá innanríkisráðuneytinu.
Breytingarnar samþykktar og vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Fram lagðar uppfærðar samþykktir um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar frá fyrstu umræðu með athugasemdum sem komu frá innanríkisráðuneytinu.
Breytingarnar samþykktar og vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.
9.
Endurskoðun samþykkta fastanefnda
Bæjarstjórn samþykkti á 135. fundi sínum að vísa samþykktum nefnda til síðari umræðu í bæjarstjórn og frekari vinnslu í bæjarráði milli umræðna.
Bæjarráð samþykkir samþykktir nefnda með breytingum um að þær verði erindisbréf nefnda sem bæjarstjórn setur þeim. Vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir samþykktir nefnda með breytingum um að þær verði erindisbréf nefnda sem bæjarstjórn setur þeim. Vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.
10.
Innkaupareglur Fjarðabyggðar
Innkaupareglur voru til umfjöllunar á 340. fundi bæjarráðs og var vísað til frekari umfjöllunar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að breyta viðmiðum í verðfyrirspurnum í kaupum á þjónustu og vörum sbr. 10. gr. í reglunum úr 2 milj. kr. í 3 milj. kr., að lágmarki.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að breyta viðmiðum í verðfyrirspurnum í kaupum á þjónustu og vörum sbr. 10. gr. í reglunum úr 2 milj. kr. í 3 milj. kr., að lágmarki.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
11.
Jafnréttisáætlun í Fjarðabyggð 2013
Bæjarráð vísaði á 340. fundi sínum jafnréttisáætlun til frekari umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs og orðalagsbreytinga.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
12.
Menningarhátíðin Pólar
Lagðar fram upplýsingar um fyrirhugaða hátíð á Stöðvarfirði í sumar. Leggur atvinnu- og menningarnefndin til að hátíðin fái aðgang að tjaldsvæði, íþróttaaðstöðu og samkomuhús sveitarfélagsins og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að hátíðin fái afnot af tilgreindum mannvirkjum.
Bæjarráð samþykkir að hátíðin fái afnot af tilgreindum mannvirkjum.
13.
Samningur við Austurgluggann
Bæjarráð vísaði málinu á fundi 340 til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir að bæjaráði sem stjórnsýslunefnd sé falið að vinna í sumar viðmiðunarreglur er varði pólitíska umfjöllun á efni kostuðu af sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir að bæjaráði sem stjórnsýslunefnd sé falið að vinna í sumar viðmiðunarreglur er varði pólitíska umfjöllun á efni kostuðu af sveitarfélaginu.
14.
Rekstur Egilsbúðar
Tekin umræða um endurnýjun á samnngi við núverandi leigutaka Egilsbúðar.
Tillaga bæjarstjóra er að í grein 18. í samningi um rekstur félagsheimilsins Egilsbúðar verði breytt á þann veg að "samningsaðilar skuli ákvaða sameiginlega fyrir 15. September 2013 hvort endurnýja skuli samninginn um allt að 2 ár". Dagsetning í núverandi samningi er 31.maí 2013.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Tillaga bæjarstjóra er að í grein 18. í samningi um rekstur félagsheimilsins Egilsbúðar verði breytt á þann veg að "samningsaðilar skuli ákvaða sameiginlega fyrir 15. September 2013 hvort endurnýja skuli samninginn um allt að 2 ár". Dagsetning í núverandi samningi er 31.maí 2013.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
15.
Hálendisvegur - beiðni um stuðning
Framlagt bréf Sigurðar Gunnarssonar þar sem fjallað er um gerð hálendisvegar norðan Vatnajökuls.
Bæjarráð felur bæjarritara að óska eftir fundi með bréfritara.
Bæjarráð felur bæjarritara að óska eftir fundi með bréfritara.
16.
Opið bréf til sveitarstjórna um nauðungarsölur
Framlagt til kynningar bréf frá Hagsmunasamtökum heimilanna um nauðungarsölur á fasteignum einstaklinga.
17.
Samgöngunefnd SSA - Fundargerðir 2013
Fundargerð samgöngunefndar SSA nr. 1 frá 15. maí lögð fram til kynningar.
18.
Hafnarstjórn - 116
Fundargerð hafnarstjórnar frá 21. maí s.l. lögð fram til kynningar.
19.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 64
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 21. maí lögð fram til kynningar.
20.
Atvinnu- og menningarnefnd - 46
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 23. maí lögð fram til kynningar.
21.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2013
Fundargerð félagsmálanefndar frá 14. maí lögð fram til kynningar.