Bæjarráð
342. fundur
3. júní 2013 kl. 09:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsleg endurskipulagning Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf
Þennan dagskrárlið fundar sat fjármálastjóri. Bæjarráð felur fjármálastjóra að hefja vinnu við endurfjármögnun leigusamninga Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. og skoða samhliða því aðra fjármögnunarsamninga.
2.
Mat á leigusamningum við Reiti II
Dagskrárliður er trúnaðarmál. Þennan dagskrárlið fundar sat fjármálastjóri. Bæjarstjóri og fjármálastjóri fóru yfir málið.
3.
Beiðni um niðurfellingu fasteignaskatts.
Framlagt minnisblað fræðslustjóra um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga sem falla undir reglur um niðurfellingu fasteignaskatts að 9/10 hlutum hafi félög skilað inn nauðsynlegum gögnum sbr. reglur.
Um er að ræða Ungmennafélagið Leikni, Ungmennafélagi Austra, Golfklúbb Norðafjarðar og Rekstrarfélag Dalahallarinnar alls að fjárhæð 588.386 kr. Bæjarráð samþykkir styrkveitingu.
Um er að ræða Ungmennafélagið Leikni, Ungmennafélagi Austra, Golfklúbb Norðafjarðar og Rekstrarfélag Dalahallarinnar alls að fjárhæð 588.386 kr. Bæjarráð samþykkir styrkveitingu.
4.
Jafnréttisáætlun í Fjarðabyggð 2013
Bæjarstjórn vísað á 136. fundi sínum jafnréttisstefnu til síðari umræðu í bæjarstjórn og frekari vinnslu í bæjarráði m.a. vegna orðalagsbreytinga í kafla 3.3.1. Bæjarritara falið að breyta orðalagi í grein 3.3.1. sbr. umræður á fundi.
5.
Upplýsingaöryggismál
Framlögð drög að upplýsingaöryggisstefnu fyrir Fjarðabyggð ásamt minnisblaði frá Bjarni Júlíussyni um upplýsingaöryggi sveitarfélagsins og ráðstafanir. Bæjarráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
6.
Vitinn á Dalatanga
Framlagt bréf Sigfúsar Vilhjámssonar staðarhaldara í Mjóafirði um hljóðvitann á Dalatanga og viðhald hans. Óskað er eftir styrk að fjárhæð 100.000 kr. Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til umræðu og afgreiðslu í hafnarstjórn.
7.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2013
Framlögð fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 17. maí sl. ásamt stefnumörkun stjórnar samtakanna.
8.
Breytingar á nefndarskipan framsóknarflokks á kjörtímabilinu 2010-2014
Einar Birgir Kristjánsson hefur óskað eftir lausn frá setu í atvinnu- og menningarnefnd. Hákon Guðröðarson er tilnefndur sem aðalmaður í hans stað. Anton Helgason er tilnefndur sem varamaður Hákonar í atvinnu- og menningarnefnd.
Þórhallur Árnason hefur ósakað eftir lausn frá nefndarsetu í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Björgvin Erlendsson er tilnefndur sem varamaður í hans stað.
Þórhallur Árnason hefur ósakað eftir lausn frá nefndarsetu í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Björgvin Erlendsson er tilnefndur sem varamaður í hans stað.
9.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2013
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 44. frá 28. maí sl. lögð fram til kynningar.