Bæjarráð
343. fundur
10. júní 2013 kl. 09:00 - 11:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Guðmundur Þorgrímsson Varamaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Samþykkt um byggingarnefnd í Fjarðabyggð
Lagt fram minnisblað frá 7.júní. Samþykkt um byggingarnefnd lögð fram og vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
2.
Reglur um fullnaðarafgreiðslur embættismanna
Drög að reglum um fullnaðarafgreiðslur embættismanna lagðar fram og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
3.
Kaup á Egilsbraut 4 Neskaupstað - Trúnaðarmál
Málið tekið fyrir sem trúnaðarmál. Lagt fram kauptilboð í Egilsbraut 4, Neskaupstað. Um er að ræða eignarhluta Landsbankans, áður bílaverkstæði. Málið tekið til umræðu. Bæjarráð hafnar framkomnu tilboði og felur bæjarstjóra að gera nýtt tilboð í ljósi umræðna á fundinum.
4.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2013
Framlögð 806. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
5.
Aðalfundur Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands 2013, 10.júní
Framlagt fundarboð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands vegna aðalfundar sem haldinn verður 10. júní. Bæjarstjóri fór yfir drög að nýjum samþykktum fyrir atvinnuþróunarsjóð og þær tillögur sem stjórn sjóðsins hefur sett fram. Atvinnu- og menningarnefnd tók málið fyrir á fundi í síðustu viku og leggur til að bæjarstjóri fari með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
6.
Nýsköpunarverðlaun 2013 og nýsköpunarráðstefna
Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um nýsköpunarráðstefnu og tilnefningu til nýsköpunarverðlauna sem veitt verða í janúar 2014. Frestur til tilnefninga er til 1.nóvember. Vísað til bæjarritara til frekari vinnslu og til umfjöllunar í atvinnu- og menningarnefnd.
7.
Ársreikningar 2012 - Uppsalir
Ársreikningur Uppsala fyrir árið 2012 lagður fram til kynningar. Ársreikningi vísað til félagsmálastjóra og fjármálastjóra til skoðunar.
8.
Ársreikningar 2012 - Hulduhlíð
Ársreikningur Hulduhlíðar lagður fram til kynningar. Ársreikningi vísað til félagsmálastjóra og fjármálastjóra til skoðunar.
9.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2013
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 44 frá 28.maí lögð fram til kynningar.
10.
Atvinnu- og menningarnefnd - 47
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 47 frá 6.júní lögð fram til kynningar.
11.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 65
Fundargerð eigna, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 65 frá 3.júní lögð fram til kynningar.