Bæjarráð
344. fundur
18. júní 2013 kl. 08:30 - 10:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Varamaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Aðalfundur Veiðifélags Dalsárs 20. júní 2013
Aðalfundur Veiðifélagsins Dalsár verður haldinn á Egilsstöðum fimmtudaginn 20.júní kl. 20:00. Bæjarstjóra falið að sækja fundinn og fara með umboð Fjarðabyggðar.
2.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2013
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga frá 16.maí, 24.maí og 5.júní lagðar fram til kynningar.
3.
Kaup á faseigninni Túngötu 13
Bréf Gísla Auðbergsson hrl., f.h. Geirs Hólm eiganda fasteignarinnar Túngötu 13 Eskifirði, þar sem farið er fram á að sveitarfélagið kaupi fasteignina Túngötu 13, vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir á Eskifirði. Vísað til framkvæmdasviðs og bæjarstjóra til vinnslu og að rætt verði við Ofanflóðasjóð.
4.
Námsferð til Skotlands 3.-5. september nk.
Kynning á námsferð sveitarstjórnarmanna til Skotlands í haust. Vísað til bæjarstjóra til frekari skoðunar.
5.
Lokun á Norðfjarðarvegi um Fagradal vegna óveðurs,snjóa og-eða snjóflóðahættu
Bréf Vegagerðarinnar frá 4.apríl, til Sýslumannsins á Eskifirði, þar sem lýst er yfir vilja til samstarfs við almannavarnarnefnd um gerð viðbragðsáætlunar vegna lokunar á Norðfjarðarvegi um Fagradal vegna óveðurs, snjóa og snjóflóðahættu. Bæjarráð fagnar samstarfinu.
6.
Styrktarsjóður EBÍ 2013
Bréf Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands frá 11.júní þar sem vakin er athygli á að umsóknum til félagsins, vegna sérstakra framfaraverkefnda á vegum sveitarfélaga, þarf að skila fyrir lok ágúst. Vísað til sviðsstjóra og þeir hvattir til að sækja um í sjóðinn.
7.
Reglur um samskipti trúfélaga og skóla
Drög að reglum um samskipti trúfélaga og skóla, er byggja á tillögum starfshóps skipuðum af mennta- og menningarmálaráðuneytinu, hafa verið samþykktar af fræðslu- og frístundanefnd og var vísað áfram til bæjarráðs. Í drögunum er alfarið fylgt tillögum starfshópsins. Lagt fram minnisblað fræðslustjóra frá 14.júní. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
8.
Óviðundandi þjónusta ferlimála í Fjarðabyggð
Bréf tveggja starfsmanna HSA er varðar stöðu mála í ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Fjarðabyggð, en bifreið ferðaþjónustunnar hefur verið biluð undanfarnar vikur. Minnisblað félagsmálastjóra frá 14.júní um stöðu mála. Bæjarráð tekur undir áhyggjur bréfritara og felur bæjarstjóra að fara yfir málið og gera bæjarráði grein fyrir stöðu mála á næsta fundi.
9.
Vatnsagi á lóðum á Eskifirði
Um er að ræða verulegan vatnssaga á lóð við Helgafell á Eskifirði sem ekki er vitað hvaðan kemur. Vísað til framkvæmdasviðs til skoðunar.
10.
Hálendisvegur - beiðni um stuðning
Framlagt bréf Sigurðar Gunnarssonar og Unnars Elíssonar þar sem fjallað er um gerð hálendisvegar norðan Vatnajökuls. Sigurður og Unnar sátu þennan lið fundarins og kynntu hugmyndir sínar. Farið er fram á greiðslu styrks eða hlutafjár kr. 300.000 til að fjármagna frekari rannsóknir og áframhald verkefnisins.
11.
Uppsögn á Innkaupsamningi 2011
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Bæjarráð samþykkir tillögu um að innkaupasamningi, frá árinu 2011, við Rekstrarvörur ehf. verði sagt upp með samningsbundnum 3ja mánaða uppsagnarfresti.
12.
Lántaka vegna endurfjármögnunar skuldbindinga
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins og fór yfir tillögu að endurfjármögnun.
Bæjarráð samþykkir að leita eftir við lánastofnanir að lána Fjarðabyggð og stofnunum u.þ.b. einn milljarð króna sem verði varið til endurfjármögnunar eldri skuldbindinga og kaupa á eignum Eignarhaldsfélagsins Fasteignar samkvæmt leigusamningi við það félag. Jafnframt felur bæjarráð fjármálastjóra að leggja fram umsóknir og semja við lánastofnanir um greiðslukjör og lánsform í samræmi við ofangreint. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að leita eftir við lánastofnanir að lána Fjarðabyggð og stofnunum u.þ.b. einn milljarð króna sem verði varið til endurfjármögnunar eldri skuldbindinga og kaupa á eignum Eignarhaldsfélagsins Fasteignar samkvæmt leigusamningi við það félag. Jafnframt felur bæjarráð fjármálastjóra að leggja fram umsóknir og semja við lánastofnanir um greiðslukjör og lánsform í samræmi við ofangreint. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
13.
Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða - 2013
Ákvörðun um framkvæmdir vegna styrkveitinga í Hólmnaesland og Helgustaðanámu. Tillaga er um að framkvæma í Hólmanesi en að láta framkvæmdir í Helgustaðanámu bíða til 2014. Ljóst er að ekki er hægt að nýta framlag ríkisins nema að til komi aukafjármagn en heimild er til að færa styrkinn á milli ára. Bæjarráð samþykktir að fara í framkvæmdir i Hólmanesi enda rúmast framkvæmd innan fjárhagsáætlunar 2013. Bæjarráð felur mannvirkjastjóra að óska eftir að styrkur vegna framkvæmda í Helgustaðanámu verði færður til næsta árs og vísar hlut Fjarðabyggðar til fjárhagsáætlunar 2014.
14.
Hafnarstjórn - 117
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 117 frá 11.júní lögð fram til kynningar.
15.
Fræðslu- og frístundanefnd - 41
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 41 frá 12.júní lögð fram til kynningar.
16.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 66
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 66 frá 14.júní lögð fram til kynningar.