Fara í efni

Bæjarráð

345. fundur
25. júní 2013 kl. 12:00 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Varamaður
Guðmundur Þorgrímsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Veiðigjald - 15.mál beiðni um umsögn
Málsnúmer 1306089
Umsögn Fjarðabyggðar um frumvarp til laga um veiðigjald, 15. mál lögð fram til umræðu en það var sent nefndasviði Alþingis í gær fyrir tímafrest.
Umsögnin staðfest.
2.
Afsal - Hafnarbraut 34 Neskaupstað
Málsnúmer 1211021
Framlagt til kynningar afsal af Hafnarbraut 34 í Neskaupstað sem keypt hefur verið til niðurrifs.
Samþykkt.
3.
Ósk um endurnýjun á lóðaleigu að Strandgötu 7, 730
Málsnúmer 1303116
Málið var tekið fyrir í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd 8. apríl 2013 og var því vísað til vinnslu hjá mannvirkjastjóra og bæjarstjóra. Samningarviðræður hafa staðið yfir við lóðarhafa um uppkaup á húsinu og bæjarstjóra falið að halda þeim áfram. Gangi þær ekki eftir vísar bæjarráð málinu til eigna-, skipulags og umhverfisnefndar til umfjöllunar vegna umsóknar lóðarhafa um breytta notkun á húsnæðinu.
Lagt var fram minnisblað mannvirkjastjóra merkt trúnaðarmál um fund með lóðarhafa fasteignar að Strandgötu 7 á Reyðarfirði lagt fram til kynningar.
4.
Aðalfundur SSA 2013
Málsnúmer 1306105
Aðalfundar Sambands sveitarfélaga Austurlandi verður haldinn í Fjarðabyggð dagana 13. og 14. september nk. Umræða um fyrirkomulag fundarins.
Bæjarstjóra falið að hefja undirbúning að skipulagi aðalfundarins í samstarfi við SSA.
5.
Skammtímafjármögnun
Málsnúmer 1306100
Framlagt minnisblað fjármálastjóra um heimild til skammtímafjármögnunar í Íslandsbanka til að tryggja lausafjárstöðu yfir framkvæmdamánuði.
Bæjarráð samþykkir að veita heimild til fjármálastjóra til að afla skammtímafjármögnunar til samræmis við minnisblað.
6.
Fyrirspurnir vegna málefna Raflagna Austurlands og yfirfærslu hlutafjár
Málsnúmer 1306093
Framlagt minnisblað fjármálastjóra vegna fyrirspurnar Ásmundar Ásmundssonar um yfirfærslu hlutafjár Raflagna Austurlands í annað einkahlutafélag.
Fjármálastjóra falið að svara erindi bréfritara á grundvelli minnisblaðs.
7.
Boð um heimsókn frá Vesteralen, Museum Nord og Vesteralen Cultural Council
Málsnúmer 1306104
Framlagt boð á menningar- og safnaráðstefnu í Versterålen í Noregi í mars 2014.
Bæjarráð samþykkir að senda fulltrúa á menningar- og safnaráðstefnuna. Vísað til starfs- og fjárhagsáætlunar 2014 og atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar.
8.
Stækkun heilsugæslustöðvarinnar á Reyðarfirði
Málsnúmer 1305026
Framlögð drög að viljayfirlýsingu Fjarðabyggðar og Heilbrigðisstofnunar Austurlands um stækkun heilsugæslustöðvarinnar á Reyðarfirð.
Bæjarráð fagnar framkomnum hugmyndum frá HSA um stækkun húsnæðis heilsugæslunnar á Reyðarfirði sem miðstöð heilsugæslu í Fjarðabyggð til að mæta m.a. kröfum heimilislækna um bætt vinnuumhverfi. Lögð er áhersla á að þjónustu daglækna skerðist ekki frá því sem nú er í öllum byggðakjörnum. Einnig vill bæjarráð benda á að hægt er að nýta heilsugæslustöðina á Eskifirði sem miðstöð til byrja með þar til ný og stærri heilsugæslustöð verði reist á Reyðarfirði sem kæmi til með að taka við hlutverki miðstöðvar heilsugæslu.
Bæjarstjóra falið að óska eftir breyttu orðalagi eftir óskum bæjarráðs og undirrita viljayfirlýsinguna.
9.
Hálendisvegur - beiðni um stuðning
Málsnúmer 1305106
Bæjarstjórn vísar máli til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
Bæjarráð telur að málið eigi að taka upp á vettvangi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og aðalfundi sem verður í haust.
10.
Óviðundandi þjónusta ferlimála í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1306073
Framlagt minnisblað félagsmálastjóra um stöðu ferðaþjónustumála fatlaðs fólks í Fjarðabyggð.
Bæjarráð vísar málinu til félagsmálanefndar til umræðu í tengslum við starfs- og fjárhagsáætlun 2014. Félagsmálastjóra falið að svara bréfriturum.
11.
Samgöngunefnd SSA - Fundargerðir 2013
Málsnúmer 1305097
Fundargerð samgöngunefndar SSA nr. 2 frá 10. júní 2013 lögð fram til kynningar.
12.
Ársfundur Austurbrúar 31.maí 2013
Málsnúmer 1305080
Framlögð til kynningar ársskýrsla og ársreikningur 2012 auk siðareglna og samþykkta um verklagsreglur og fundarsköp stjórnar Austurbrúar.
13.
Ársfundur Menningarráðs Austurlands
Málsnúmer 1304121
Framlögð til kynningar fundargerð ársfundar Menningarráðs Austurlands.
14.
Hafnarstjórn - 118
Málsnúmer 1306010F
Framlögð til afgreiðslu fundargerð hafnarstjórnar frá 21. júní
Bæjarráð samþykkir fundargerð hafnarstjórnar.