Fara í efni

Bæjarráð

346. fundur
8. júlí 2013 kl. 16:00 - 10:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
Málsnúmer 1103025
Fram lagður til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um kæru vegna ákvörðunar Fiskistofu, frá 15.mars 2012, um útgáfu rekstrarleyfis fyrir eldi á laxi í sjókvíum í Reyðarfirði til að framleiða allt að 6.000 tonn af laxi á ári.
2.
Endurnýjun samnings N4 um sjónvarpsefni
Málsnúmer 1306106
Umræða um framlengingu á samning um miðlun sjónvarpsefnis og styrk til N4 sjónvarpsstöðvarinnar en samningur rennur út 15. júlí n.k.
Bæjarráð óskar eftir umsögn markaðs-og upplýsingafulltrúa um endurnýjun samnings.
3.
Ársreikningur Eignarhaldsf. Hrauns 2012
Málsnúmer 1307013
Þennan dagskrárlið fundar sat fjármálastjóri.
Fram lagður til staðfestingar ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns fyrir árið 2012.
Bæjarráð staðfestir fyrir sitt leyti ársreikning Eignarhaldsfélagsins Hrauns fyrir árið 2012 og undirritar hann.
4.
Fjarskiptamál í Mjóafirði
Málsnúmer 1305135
Bréf forstjóra Símans frá 26.júní er varðar símasamband í Mjóafirði lagt fram til kynningar.
Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að tryggt sé að traust fjarskiptasamband sé við Mjóafjörð.
5.
Rekstur málaflokka 2013 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1305034
Þennan dagskrárlið fundar sat fjármálastjóri.
Trúnaðarmál. Lagt fram yfirlit yfir rekstur málaflokka Fjarðabyggðar janúar - maí 2013.
6.
Samþykkt um byggingarnefnd í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1305078
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 20. júní að vísa samþykkt um byggingarnefnd í Fjarðabyggð til síðari umræðu í bæjarráði, með umboði, í sumarleyfi bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir samþykkt um byggingarnefnd í Fjarðabyggð og felur framkvæmdasviði að auglýsa samþykktina og birta í Stjórnartíðindum.
7.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2013
Málsnúmer 1301332
Fundargerð 7.fundar stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 2.júlí lögð fram til kynningar.
8.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2013
Málsnúmer 1301338
Fundargerð stjórnarfundar nr. 807 frá 28.júní lögð fram til kynningar.
9.
Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar 2012
Málsnúmer 1307014
Þennan dagskrárlið fundar sat fjármálastjóri.
Fram lagður til staðfestingar ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar fyrir árið 2012.
Bæjarráð staðfestir fyrir sitt leyti ársreikning Hitaveitu Fjarðabyggðar fyrir árið 2012 og undirritar hann.
10.
Ársreikningur Rafveitu Reyðarfjarðar 2012
Málsnúmer 1307011
Þennan dagskrárlið fundar sat fjármálastjóri.
Fram lagður til staðfestingar ársreikningur Rafveitu Reyðarfjarðar fyrir árið 2012.
Bæjarráð staðfestir fyrir sitt leyti ársreikning Rafveitu Reyðarfjarðar fyrir árið 2012 og undirritar hann.
11.
Tillaga mannvirkjastjóra að breytingum á störfum á framkvæmdasviði
Málsnúmer 1307026
Minnisblað framkvæmdastjóra frá 4.júlí, um tillögur að breytingum á störfum á framkvæmdasviði, lagt fram til kynningar.
12.
Sauðfjárveikivarnarlína í Reyðarfirði
Málsnúmer 1011086
Þennan dagskrárlið fundar sat umhverfisstjóri.
Landbúnaðarnefnd tók fyrir minnisblað umhverfisstjóra frá 3.júlí sl. þar sem teknar eru saman niðurstöður af fundi með fulltrúum Matvælastofnunar hinn 19.júní sl. og tillögur um aðgerðir til þess að hefta ágang búfjár inn í þéttbýli, skógræktarlönd og friðuð svæði sem landbúnaðarnefnd samþykkti
Bæjarráð samþykkir tillögu landbúnaðarnefndar um að stemma stigu við ágangi sauðfjár inn á friðuð svæði í Fjarðabyggð. Framkvæmdasviði falið að framkvæma tillöguna.
13.
Smábátahöfn Fáskrúðsfirði - Umhverfisfrágangur
Málsnúmer 1211018
Vísað til staðfestingar frá hafnarstjórn.
Bæjarráð samþykkir tilboð Tandrabergs ehf um framkvæmdir við umhverfi smábátahafnar á Fáskrúðsfirði - jarðvinna og yfirborðsfrágang.
14.
Hafnarmál á Norðfirði - Stækkun fiskihafnar
Málsnúmer 1111028
Vísað til staðfestingar frá hafnarstjórn.
Bæjarráð samþykkir tilboð Björgunar ehf um framkvæmdir við dýpkun fiskihafnar á Norðfirði og fyllingu undir garðstæði.
15.
Hluti af Sunnuhvolstúni ofan Skólavegar Fáskrúðsfirði, lóð boðin Fjarðabyggð til kaups
Málsnúmer 1307012
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Bréf Guðnýjar Bjargar og Jóhönnu Ásdísar Þorvaldsdætra frá 30.júní þar sem eignarhluti þeirra í lóðinni Sunnuhvolstúni ofan Skólavegar á Fáskrúðsfirði er boðinn Fjarðabyggð til kaups.
Fjármálastjóra falið að ræða við bréfritara og leggja fyrir bæjarráð til staðfestingar samning.
16.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2013
Málsnúmer 1301075
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 35 frá 24.júní 2013 samþykkt í umboði bæjarstjórnar.
17.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 67
Málsnúmer 1306013F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 67 frá 24.júní 2013 samþykkt í umboði bæjarstjórnar.
18.
Hafnarstjórn - 119
Málsnúmer 1307001F
Fundargerð hafnarstjórnar nr.119 frá 5.júlí 2013 samþykkt í umboði bæjarstjórnar.