Fara í efni

Bæjarráð

347. fundur
15. júlí 2013 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Kaup á Strandgötu 7, Reyðarfirði - Trúnaðarmál
Málsnúmer 1303116
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Bæjarráð staðfestir, fyrir sitt leyti, kaup á húsnæðinu að Strandgötu 7, Reyðarfirði. Vísað til hafnarstjórnar.
2.
Kaup á Egilsbraut 4 Neskaupstað - Trúnaðarmál
Málsnúmer 1306025
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Landsbankinn hefur samþykkt nýtt kauptilboð í Egilsbraut 4 Neskaupstað. Bæjarráð staðfestir kaupin. Vísað til fjármálastjóra með beiðni um að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun sem lagður verði fyrir bæjarráð.
3.
Krafa Slökkviliðs Fjarðabyggðar um vangoldin laun vegna frádráttar meintra ofgreiddra launa -
Málsnúmer 1306112
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Bréf Löggarðs vegna slökkviliðsmanna í Fjarðabyggð, lagt fram til kynningar, en í bréfinu er lögð fram krafa um greiðslu á þrekálagi afturvirkt vegna starfsmats. Jafnframt lagt fram drög að svarbréfi. Bæjarráð samþykkir að hafna kröfu.
4.
Lántaka vegna endurfjármögnunar skuldbindinga
Málsnúmer 1306067
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins og gerði grein fyrir stöðu mála vegna endurfjármögnunar skuldbindinga.
5.
Lögmæti erlendra lána Íslandsbanka hf.
Málsnúmer 1306052
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Í bréfi Íslandsbanka frá 6.júní kemur fram að bankinn telji að lán Fjarðabyggðar nr. 103747 falli ekki undir dóm Hæstaréttar nr. 524/2011 frá 7.júní 2012, teljist því löglegt og verði ekki endurreiknað á grundvelli dóma Hæstaréttar frá 16.febrúar og 18.október 2012.
6.
Kaupsamningur um hluta í Neseigninni af db. Guðlaugar Ingvarsdóttur
Málsnúmer 1307028
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Bæjarráð staðfestir samning um kaup á hluta af Neseigninni af db. Guðlaugar Ingvarsdóttur á kr. 1.188.020 fyrir 19 2/3 álnir lands.
7.
730 - Deiliskipulag, Kollur búfjársvæði
Málsnúmer 1206050
Auglýsingartími er liðinn, níu athugsemdir bárust.
Í umboði bæjarstjórnar samþykkir bæjarráð deiliskipulag Kolls búfjársvæðis, skipulagsuppdrátt og greinagerð, dags. 9. febrúar 2013 br. 13. júní 2013, með þeim breytingum sem fram koma á uppdrætti og í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júní 2013. Málsmeðferð verður í samræmi við 42. gr. skipulagslaga þegar gögn hafa verið lagfærð í samræmi við samþykkt.
8.
Leitað eftir sveitarfélögum til að taka á móti hælisleitendum
Málsnúmer 1307050
Bréf innanríkisráðuneytisins frá 10.júlí þar sem leitað er eftir samstarfi við sveitarfélög vegna móttöku á hælisleitendum. Erindi vísað til félagsmálanefndar.
9.
Boð á Íslandsdaga í Gravelines 2013
Málsnúmer 1306092
Rætt um fyrirkomulag móttöku gesta og kynnt dagskrá á Frönskum Dögum 2013. Einnig lagt fram boð Gravelines á Íslandsdaga 2013, 26. til 30. september, en fyrirhugað er að senda þrjá fulltrúa til Gravelines.
10.
Framtíð gömlu Hulduhlíðar 2013
Málsnúmer 1302140
Bréf Guðbjargar Rósar Guðjónsdóttur og Hrefnu Eyþórsdóttur frá 15.júlí er varðar aðstöðu til sjúkraþjálfunar. Bæjarráð felur bæjarritara að taka saman minnisblað yfir stöðu og nýtingu gömlu Hulduhlíðar.
11.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2013
Málsnúmer 1301075
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 36 frá 8. júlí samþykkt í umboði bæjarstjórnar.