Bæjarráð
348. fundur
22. júlí 2013 kl. 08:30 - 10:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
740 - Deiliskipulag vinnubúða og athafnarsvæðis vegna Norðfjarðarganga í Norðfirði
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu að deiliskipulagi vinnubúða og athafnasvæði vegna Norðfjarðarganga í Norðfirði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð og felur meðal annars í sér að vinnubúðir og athafnasvæði framkvæmdaaðila er afmarkað á tveimur stöðum. Athafnasvæði verður við gangamunna og vinnubúðir í landi Kirkjubóls. Um er að ræða tímabundna notkun svæðis. Að framkvæmdatíma liðnum verða vinnubúðir og athafnasvæði fjarlægt. Tillaga verður auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að tillaga að deiliskipulagi verði auglýst.
Bæjarráð samþykkir að tillaga að deiliskipulagi verði auglýst.
2.
Ósk um viðræður vegna eignarhluta Fjarðabyggðar í Sparisjóð Norðfjarðar - TRÚNAÐARMÁL
Erindi Sparifélagsins hf. frá 5.júlí lagt fram sem trúnaðarmál. Umræður um málið. Bæjarstjóra falið að ræða við Sparifélagið og leggja málið að því loknu aftur fyrir bæjarráð.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 68
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 68 frá 19.júlí samþykkt í umboði bæjarstjórnar.