Fara í efni

Bæjarráð

348. fundur
22. júlí 2013 kl. 08:30 - 10:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
740 - Deiliskipulag vinnubúða og athafnarsvæðis vegna Norðfjarðarganga í Norðfirði
Málsnúmer 1305011
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu að deiliskipulagi vinnubúða og athafnasvæði vegna Norðfjarðarganga í Norðfirði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð og felur meðal annars í sér að vinnubúðir og athafnasvæði framkvæmdaaðila er afmarkað á tveimur stöðum. Athafnasvæði verður við gangamunna og vinnubúðir í landi Kirkjubóls. Um er að ræða tímabundna notkun svæðis. Að framkvæmdatíma liðnum verða vinnubúðir og athafnasvæði fjarlægt. Tillaga verður auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að tillaga að deiliskipulagi verði auglýst.
2.
Ósk um viðræður vegna eignarhluta Fjarðabyggðar í Sparisjóð Norðfjarðar - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1307033
Erindi Sparifélagsins hf. frá 5.júlí lagt fram sem trúnaðarmál. Umræður um málið. Bæjarstjóra falið að ræða við Sparifélagið og leggja málið að því loknu aftur fyrir bæjarráð.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 68
Málsnúmer 1307007F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 68 frá 19.júlí samþykkt í umboði bæjarstjórnar.