Fara í efni

Bæjarráð

349. fundur
30. júlí 2013 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Varamaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Beiðni um fyrirframgreiðslu til Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1307054
Formaður Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar sat þennan lið fundarins og gerði grein fyrir rekstrarstöðu og áætlunum félagsins auk beiðni um fyrirframgreiðslu. Bæjarstjóra falin afgreiðsla málsins.
2.
Bætur til Golfklúbbs Eskifjarðar vegna framkvæmda við Norðfjarðargöng
Málsnúmer 1307041
Bæjarráð staðfestir samning.
3.
Fundargerðir stjórnar SSA - 2013
Málsnúmer 1301160
Fundargerð stjórnar SSA nr. 8 frá 11. júlí lögð fram til kynningar.
4.
Gjaldskrár Rafveitu Reyðarfjarðar 2013
Málsnúmer 1209046
Vegna hækkunar Landsvirkjunar á heildsöluverði, frá og með 1.júlí 2013 um 3,3%, er mælt með að smásölugjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar verði hækkuð um 3,3% frá og með 1.ágúst 2013. Flestar aðrar rafveitur á landinu hafa þegar hækkað gjaldskrár. Bæjarráð samþykkir hækkun.
5.
Kaup á Fjarðarbraut 53 Stöðvarfirði
Málsnúmer 1307063
Tilboð í húseignina að Fjarðarbraut 53 Stöðvarfirði kr. 600.000. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi vegna sölu á húseigninni, með þeim skilyrðum að húsið verði gert upp innan eðlilegs tímafrests.
6.
Ósk um umsögn varðandi stofnun lögbýlis á Hofi 2
Málsnúmer 1307084
Framlögð beiðni um umsögn vegna fyrirætlana um stofnun lögbýlis að Hofi í Norðfjarðarsveit. Málinu vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar með beiðni um að nefndin veiti umsögn til þar til bærra aðila.

7.
Hafnarmál á Norðfirði - Stækkun fiskihafnar
Málsnúmer 1111028
Minnisblað framkvæmdastjóra hafnanna vegna verksamnings "Norðfjörður - Dýpkun fiskihafnar og fylling undir garðstæði" sem ráðgert er að undirrita 31. júlí nk. Bæjarráð staðfestir verksamning.
8.
Smábátahöfn Fáskrúðsfirði - Umhverfisfrágangur
Málsnúmer 1211018
Minnisblað framkvæmdastjóra hafnanna vegna verksamnings "Umhverfi smábátahafnar á Fáskrúðsfirði - jarðvinna og yfirborðsfrágangur". Bæjarráð staðfestir samninginn.
9.
Tilboð í Hæðargerði 6
Málsnúmer 1307039
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt gagntilboð, dagsett 24. júlí 2013, frá Ásu Hinriksdóttur og Þresti L. Hjartarsyni, í eignina Hæðargerði 6 Reyðarfirði, íbúð merkt 01 0102, fastanúmer 217-7217, að fjárhæð 11.400.000 kr. Fasteignamat eignarinnar er 12.650.000 kr. og lóðarmat þar af 1.360.000 kr. Bæjarráð hafnar gagntilboði og vísar málinu til framkvæmdasviðs.
10.
Lagning 66 kv jarðstrengs í Fáskrúðsfirði og 132 kv jarðstrengs í Reyðarfirði og Eskifirði. Beiðni um umsögn
Málsnúmer 1307079
Frestur til umsagnar, vegna lagningu jarðstrengja í Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Eskifirði, hefur verið veittur til 19.ágúst. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
11.
Neskaupstaðarlína 2, jarðstrengur frá Eskifirði til Neskaupstaðar(66/132kv). Beiðni um umsögn.
Málsnúmer 1307080
Frestur til umsagnar, vegna lagningu jarðstrengs frá Eskifirði til Neskaupstaðar, hefur verið veittur til 19.ágúst. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
12.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 69
Málsnúmer 1307009F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 69 frá 26.júlí 2013 samþykkt í umboði bæjarstjórnar.