Bæjarráð
350. fundur
12. ágúst 2013 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2013 - TRÚNAÐARMÁL
Fjármálastjóri sat þennan dagskrárlið fundar.
Framlagt yfirlit yfir rekstur málaflokka Fjarðabyggðar janúar - júní 2013.
Framlagt yfirlit yfir rekstur málaflokka Fjarðabyggðar janúar - júní 2013.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2014
Fjármálastjóri sat þennan dagskrárlið fundar.
Fram lagt til staðfestingar fjárhagsáætlunarferli 2014 og reglur. Farið yfir tímasetningar og tímaáætlun fyrir fjárhagsáætlunarferlið.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlunarferli og reglur ásamt tímasetningum.
Fram lagt til staðfestingar fjárhagsáætlunarferli 2014 og reglur. Farið yfir tímasetningar og tímaáætlun fyrir fjárhagsáætlunarferlið.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlunarferli og reglur ásamt tímasetningum.
3.
Drög að frumvarpi að bótaákvæði skipulagslaga
Fram lagt bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna skoðunar á bótaákvæðum skipulagslaga. Óskað er umsagnar sveitarfélaga.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til umsagnar og umfjöllunar á framkvæmdasviði.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til umsagnar og umfjöllunar á framkvæmdasviði.
4.
Framtíð gömlu Hulduhlíðar 2013
Fram lagt minnisblað bæjarritara um stöðu gömlu Hulduhlíðar.
Bæjarráð óskar eftir því að vinnu við tillögur að framtíðarnýtingu Hafnarbrautar 2 og gömlu Hulduhlíðar verði hraðað.
Bæjarráð óskar eftir því að vinnu við tillögur að framtíðarnýtingu Hafnarbrautar 2 og gömlu Hulduhlíðar verði hraðað.
5.
Gjaldskrá Skipulagðra samgangna 2013
Fram lögð drög að reglum um niðurgreiðslu ferða fyrir starfsmenn Fjarðabyggðar í og úr vinnu með skipulögðum samgöngum. Lagt er til að umfjöllun fari fram samhliða fjárhagsáætlunargerð 2014.
Vísað til framkvæmdasviðs til umsagnar og umfjöllunar í fjárhagsáætlunargerð 2014.
Vísað til framkvæmdasviðs til umsagnar og umfjöllunar í fjárhagsáætlunargerð 2014.
6.
Ósk um viðræður vegna eignarhluta Fjarðabyggðar í Sparisjóð Norðfjarðar - TRÚNAÐARMÁL
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
7.
Úthlutun byggðakvóta til sjávarbyggða
Bæjarráð gerir ekki formlegar athugasemdir við drög að reglulm. Bæjarráð vill árétta að jafnræðis gæti á milli landsfjórðunga við úthlutun heimildanna.
8.
Hafnarstjórn - 120
Fram lögð fundargerð hafnarstjórnar nr. 120 frá 8. ágúst 2013 til staðfestingar.