Fara í efni

Bæjarráð

351. fundur
19. ágúst 2013 kl. 16:00 - 19:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Varamaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2014
Málsnúmer 1307059
Fjármálastjóri sat dagskrárliðinn.
Yfirferð tekjuforsendna og drög að fjárhagsrömmum til umræðu.
2.
Málefni leikskóla Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1308039
Fræðslustjóri sat dagskrárliðinn.
Fram lagt minnisblað fræðslustjóra. Farið yfir málefni leikskóla í Fjarðabyggð. Leikskólar á Reyðarfirði og Eskifirði eru fullsetnir og ekki hefur náðst að ráða dagforeldra.
Fræðslustjóra falið að vinna að málinu áfram og auglýsa eftir dagforeldrum. Jafnframt er málinu vísað til kynningar í fræðslu- og frístundanefnd.
3.
Fyrirspurn um hugsanlega leigu eða kaup á hluta af eyðibýlinu Hvalnesi
Málsnúmer 1305008
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að bæjarráð hafni umsókninni og bendir á skipulögð svæði til frístundabúskapar. Einnig leggur nefndin til að skoðaðir verði möguleikar á að skipuleggja sambærileg svæði við Stöðvarfjörð.
Bæjarráð frestar afstöðu til málsins og óskar upplýsinga um möguleg svæði undir frístundarbúskap við Stöðvarfjörð.
4.
Lagning 66 kv jarðstrengs í Fáskrúðsfirði og 132 kv jarðstrengs í Reyðarfirði og Eskifirði. Beiðni um umsögn
Málsnúmer 1307079
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 19. júlí 2013 þar sem óskað er eftir umsögn Fjarðabyggðar á matsskyldu vegna lagningar jarðstrengja á Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa og vísar henni til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarráði.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir lagningu 66 kv jarðstrengs í Fáskrúðsfiðri og 132 kv jarðstrengs í Reyðarfirði og Eskifirði.
5.
Neskaupstaðarlína 2, jarðstrengur frá Eskifirði til Neskaupstaðar(66/132kv). Beiðni um umsögn.
Málsnúmer 1307080
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 19. júlí 2013 þar sem óskað er eftir umsögn Fjarðabyggðar á matsskyldu vegna lagningar jarðstrengs milli Eskifjarðar og Norðfjarðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa og vísar henni til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarráði.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir lagningu 66/132 kv jarðstrengs milli Eskifjarðar og Norðfjarðar
6.
Ósk um umsögn varðandi stofnun lögbýlis á Hofi 2
Málsnúmer 1307084
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa um að mælt verði með stofnun lögbýlis á jörðinni og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir stofnun lögbýlis á Hofi 2 í Norðfjarðarsveit.
7.
Reglur fyrir leiguíbúðir Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1112082
Lögð fram tillaga, dagsett 9.ágúst 2013, um breytingu á reglum fyrir leiguíbúðir Fjarðabyggðar. Tillagan gerir ráð fyrir einföldun á umsóknarferli fyrir íbúðir Fjarðabyggðar.
ESU samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir breyting á reglunum.
8.
Samgöngunefnd SSA - Fundargerðir 2013
Málsnúmer 1305097
Umræða tekin um áherslur í samgöngumálum í fjórðungnum.
9.
Breytingar á nefndarskipan framsóknarflokks á kjörtímabilinu 2010-2014
Málsnúmer 1210066
Líneik Anna Sævarsdóttir hefur sagt sig frá nefndarstörfum í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Aðalheiður Vilbergsdóttir tekur sæti hennar sem aðalmaður. Óskar Þór Guðmundsson verður varamaður í stað Aðalheiðar.
Hákon Guðröðarson hefur sagt sig frá nefndarstörfum í atvinnu- og menningarnefnd. Tilnefndur verður nýr aðalmaður á næsta bæjarráðsfundi.
10.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 70
Málsnúmer 1308004F
Fram lögð fundargerð eigna-, skipulags, og umhverfisnefndar nr. 70 frá 15. ágúst til staðfestingar.
Fundargerð staðfest.