Fara í efni

Bæjarráð

352. fundur
26. ágúst 2013 kl. 09:00 - 10:30
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Lántaka vegna endurfjármögnunar skuldbindinga
Málsnúmer 1306067
Fjármálastjóri var í símasambandi við fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi endurfjármögnun.
2.
Húsnæði leikskólans Dalborgs á Eskifirði
Málsnúmer 1308041
Framlagt bréf frá Foreldrafélagi leikskólans Dalborgar og foreldrum eins árs barna á Eskifirði um dagvistarmál á Eskifirði. Málefnið var á dagskrá bæjarráðs á síðasta fundi og er í vinnslu. Vísað til fræðslustjóra og til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.
3.
NORA - Experience exchange project
Málsnúmer 1307034
Farið yfir þátttöku Fjarðabyggðar í Nora verkefni með Stavanger og fleiri aðilum. Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann ásamt bæjarritara sátu með Harald Finnvik vegna verkefnisins. Bæjarráð samþykkir þátttöku í verkefninu. Vísað til hafnarstjórnar til umræðu.
4.
Tilnefningar í samgöngunefnd og samstarfsnefnd
Málsnúmer 1308082
Samkvæmt samþykkt síðasta aðalfundar SSA þarf að tilnefna í tvær nefndir tvo fulltrúa; karl og konu. Um er að ræða samgöngunefnd og samstarfsnefnd sveitarfélaganna. Tilnefna þarf fyrir 5. september en kosið er í nefndina á aðalfundi SSA. Bæjarráð frestar tilnefningu í nefndir og mun skoða nánar starfsvettvang og hlutverk nefnda fram að næsta fundi.
5.
Breytingar á nefndarskipan framsóknarflokks á kjörtímabilinu 2010-2014
Málsnúmer 1210066
Skipun fulltrúa Framsóknarflokks í atvinnu- og menningarnefnd sbr. síðustu fundargerð bæjarráðs. Hákon Guðröðarson hefur sagt sig frá nefndarstörfum í atvinnu- og menningarnefnd. Anton Helgason er tilnefndur sem aðalmaður í atvinnu- og menningarnefnd og Jón Björn Hákonarson sem varamaður.
6.
Stjórnarfundir StarfA 2013
Málsnúmer 1302097
Framlagðar fundargerðir stjórnarfunda Starfa frá 15.febrúar, 22. apríl, 13. maí og 13. ágúst s.l.
Bæjarritari gerði grein fyrir stöðu Starfa en verið er að stilla upp ársreikningi og gera áætlanir fyrir starfsemina.
7.
Samgöngunefnd SSA - Fundargerðir 2013
Málsnúmer 1305097
Framlögð 3.fundargerð samgöngunefndar SSA frá 20.ágúst sl.
8.
Fundargerðir Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands 2013
Málsnúmer 1303083
Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands frá 20.ágúst lögð fram.
9.
Breyting á skipan í nefndir Fjarðalistans kjörtímabilið 2010-2014
Málsnúmer 1203050
Eydís Ásbjörnsdóttir segir sig frá nefndarsetu í fræðslu og frístundarnefnd og við sæti hennar tekur Þorvarður Sigurbjörnsson. Við sæti Þorvarðar sem varamaður í nefndinn tekur Guðrún Veiga Guðmundsdóttir.

Anna Hlíf Árnadóttir hefur sagt sig frá nefndarsetu í félagsmálanefnd sem aðalmaður og við sæti hennar tekur Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir.