Fara í efni

Bæjarráð

353. fundur
2. september 2013 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Varamaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2014
Málsnúmer 1307059
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Framlagðir fjárhagsrammar og forsendur vegna fjárhagsáætlunargerðar 2014 auk tekjuáætlunar. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsrömmum og felur bæjarstjóra að vísaa þeim til fastanefnda.
2.
Lögmæti erlendra lána Íslandsbanka hf.
Málsnúmer 1306052
Íslandsbanki hefur lokið endurútreikningi á erlendum lánum Fjarðabyggðar og tilkynnt um niðurstöðu endurreikningsins. Lagt fram til kynningar.
3.
Lántaka vegna endurfjármögnunar rekstrarleigusamninga við Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf.
Málsnúmer 1308122
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Framlögð gögn um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga og Íslandsbanka vegna endurfjármögnunar á leigusamningum Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. Gögn eru lögð fram sem trúnaðarmál. Bæjarráð samþykkir tillögur í minnisblaði fjármálastjóra frá 30.ágúst og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Fjármálastjóra falið að semja viðauka við fjárhagsáætlun 2013 sem lögð verður fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
4.
Breiðablik 2013
Málsnúmer 1103057
Bæjarráð staðfestir samþykkt félagsmálanefndar frá 27. ágúst sl. um að skilgreina íbúðir í Breiðablik sem þjónustuíbúðir með þjónustustig 1. Vísað til úrvinnslu félagsmálastjóra með ósk um að breytingin verði kynnt vel fyrir hlutaðeigandi aðilum.
5.
Endurnýjun samnings N4 um sjónvarpsefni
Málsnúmer 1306106
Framlagt minnisblað markaðs- og upplýsingafulltrúa um miðlun efnis sjónvarpsstöðvarinnar N4. Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til endanlegrar afgreiðslu í atvinnu- og menningarnefnd.
6.
Norðfjörður - Löndunaraðstaða smábáta
Málsnúmer 1301313
Lögð fram drög að verksamningi um byggingu löndunarbryggju fyrir smábáta á Norðfirði. Samningur er við Guðmund Guðlaugsson bryggjusmið upp á 29,5 milljónir kr. með verklokum 15. apríl 2014. Hafnarstjórn hefur samþykkt samninginn og vísað honum til staðfestingar bæjarráðs. Bæjarráð staðfestir samninginn en óskar eftir að verklokum verði flýtt sem kostur er.
7.
Fræðslu- og frístundastefna
Málsnúmer 2008-03-07-495
Fyrir liggur minnisblað frá fræðslustjóra þar sem viðraðar eru tvær hugmyndir um hvernig staðið skuli að endurskoðun á fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar. Annars vegar að setja af stað vinnu við endurskoðun í vetur og ljúka henni vorið 2014 eða framlengja stefnunni um eitt ár þ.e. fram yfir sveitarstjórnarkosningar 2014. Fræðslu- og frístundanefnd hefur lagt til að fræðslu- og frístundastefna verði framlengd um eitt ár og er bæjarráð sammála því.
8.
Málefni leikskóla Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1308039
Málið var tekið fyrir í bæjarráði 19.ágúst og vísað til fræðslu- og frístundanefndar. Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra þar sem farið er yfir fjölda nemenda í leikskólum Fjarðabyggðar haustið 2013. Í minnisblaði kemur fram að leikskólarnir á Norðfirði, Eskifirði og Reyðarfirði eru fullsetnir. Á Norðfirði eru starfandi þrír dagforeldrar og verða fjórir í lok október. Með þeim er vistunarþörf annað fram að áramótum, en þörf verður á fimmta dagforeldrinu eftir áramót. Á Eskifirði og Reyðarfirði eru ekki starfandi dagforeldrar, auglýst hefur verið eftir þjónustunni en án árangurs. Í minnisblaðinu koma fram hugmyndir að lausn á Eskifirði og Reyðarfirði. Á Reyðarfirði er litið til leikskóladeildar elsta árgangs leikskóla í húsnæði grunnskólans undir stjórn leikskólastjóra og líta skólastjórar leik- og grunnskólans á deildina sem þróunarverkefni í samstarfi tveggja skólastiga. Á Eskifirði er helst litið til vallarhúss við íþróttavöll og húsnæðis grunnskólans. Fræðslu- og frístundanefnd hefur lagt til við bæjarráð að farið verði af stað með leikskóladeild innan Grunnskóla Reyðarfjarðar þegar þörf skapast í vetur og í vallarhúsinu á Eskifirði eins fljótt og auðið er. Jafnframt verði skoðað að færa leikskóladeild yfir í Grunnskóla Eskifjarðar haustið 2014. Bæjarráð felur fræðslustjóra að leita leiða til að fyrirkomulag verði með sama hætti á báðum stöðum. Málið tekið fyrir á næsta fundi.
9.
Rekstrar- og uppbyggingarsamningar við íþróttafélög í Fjarðabyggð sem reka eigin íþróttaaðstöðu
Málsnúmer 1308090
Fyrir liggur minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa um rekstrar- og uppbyggingastyrki til íþróttafélaga sem reka eigin íþróttaaðstöðu þar sem lagt er til að gerðir verði samningar við félögin til þriggja til fimm ára. Fræðslu- og frístundanefnd hefur fjallað um málið og vísað því til frekari umræðu í bæjarráði. Bæjarráð samþykkir að gerðir verði samningar til þriggja ára í tengslum við fjárhagsáætlun 2014.
10.
Snjóflóðavarnir Tröllagili Norðfirði
Málsnúmer 0903071
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur lagt til að stofnaður verði vinnuhópur um endanlegan frágang minningarreits vegna snjóflóðanna í Neskaupstað. Bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið að koma með tillögu að fulltrúum í starfshópinn.
11.
Drög að frumvarpi að bótaákvæði skipulagslaga
Málsnúmer 1308009
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur óskað eftir athugasemdum sveitarfélagsins við frumvarpsdrög vegna skoðunar á bótaákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt ýmsum öðrum breytingum á ákvæðum laganna. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að ekki sé ástæða til að gera athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar þar sem bótaákvæðin verða skýrari og aðrar breytingar séu til þess að laga lögin í ljósi reynslu af framkvæmd þeirra eins og t.d varðandi tímafresti.
12.
Fundagerðir 2013 - Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum
Málsnúmer 1308100
Framlögð fundargerð stjórnar samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 19. ágúst.
13.
Evrópsk lýðræðisvika
Málsnúmer 1308094
Framlagt til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um Evrópska lýðræðisviku sem haldin verður í október.
14.
Breyting á skipan í nefndir Fjarðalistans kjörtímabilið 2010-2014
Málsnúmer 1203050
Sigríður Margrét Guðjónsdóttir tekur sæti sem varamaður í félagsmálanefnd í stað Ástu Eggertsdóttur.
15.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2013
Málsnúmer 1301074
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 45 frá 27. ágúst lögð fram til kynningar.
16.
Hafnarstjórn - 121
Málsnúmer 1308012F
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 121 frá 27. ágúst lögð fram til kynningar.
17.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 71
Málsnúmer 1308011F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 71 frá 26. ágúst lögð fram til kynningar.
18.
Fræðslu- og frístundanefnd - 42
Málsnúmer 1308008F
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 42 frá 28. ágúst lögð fram til kynningar.