Bæjarráð
354. fundur
9. september 2013 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Málefni leikskóla Fjarðabyggðar
Þennan dagskrárlið fundar sat fræðslustjóri. Málefni leikskóla í Fjarðabyggð tekin til umræðu.
Bæjarráð samþykkir að efsta deild leikskólans Dalborgar verði færð í Grunnskólann á Eskifirði með sama hætti og gert verður á Reyðarfirði um áramót. Fræðslustjóra falið að útfæra tilfærsluna í samráði við skólastjóra grunnskóla og leikskóla á Eskifirði.
Auknum kostnaði vegna ársins 2014 vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2014.
Bæjarráð samþykkir að efsta deild leikskólans Dalborgar verði færð í Grunnskólann á Eskifirði með sama hætti og gert verður á Reyðarfirði um áramót. Fræðslustjóra falið að útfæra tilfærsluna í samráði við skólastjóra grunnskóla og leikskóla á Eskifirði.
Auknum kostnaði vegna ársins 2014 vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2014.
2.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2014 - Bæjarráð
Framlagður rammi fyrir sameiginlegan kostnað til úrvinnslu. Vísast til afgreiðslu bæjarstjóra, fjármálastjóra og bæjarritara.
3.
Aðalfundarboð - Sjóminjasafn Austurlands - fimmtudaginn 12. september 2013
Framlagt fundarboð aðalfundar Sjóminjasafns Austurlands sem haldinn verður fimmtudaginn 12. september.
Bæjarráð felur Jens Garðar Helagsyni að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
Bæjarráð felur Jens Garðar Helagsyni að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
4.
Nýir íbúar og brottfluttir í Fjarðabyggð 2013
Framlagðar tölur yfir íbúa í Fjarðabyggð fyrstu níu mánuði ársins en um er að ræða fjölgun.
Vísað til kynningar í atvinnu- og menningarnefnd.
Vísað til kynningar í atvinnu- og menningarnefnd.
5.
Stjórnarfundir StarfA 2013
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Starfa frá 23. ágúst sl.
6.
Tall Ships Race
Framlagt bréf frá Esbjerg þar sem fulltrúum Fjarðabyggðar er boðið að taka þátt í vinabæjarsamkomu í tengslum við "Tall ships race"
Bæjarráð samþykkir að þekkjast boðið og felur bæjarritara að staðfesta þátttöku.
Bæjarráð samþykkir að þekkjast boðið og felur bæjarritara að staðfesta þátttöku.