Fara í efni

Bæjarráð

354. fundur
9. september 2013 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Málefni leikskóla Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1308039
Þennan dagskrárlið fundar sat fræðslustjóri. Málefni leikskóla í Fjarðabyggð tekin til umræðu.
Bæjarráð samþykkir að efsta deild leikskólans Dalborgar verði færð í Grunnskólann á Eskifirði með sama hætti og gert verður á Reyðarfirði um áramót. Fræðslustjóra falið að útfæra tilfærsluna í samráði við skólastjóra grunnskóla og leikskóla á Eskifirði.
Auknum kostnaði vegna ársins 2014 vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2014.
2.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2014 - Bæjarráð
Málsnúmer 1309036
Framlagður rammi fyrir sameiginlegan kostnað til úrvinnslu. Vísast til afgreiðslu bæjarstjóra, fjármálastjóra og bæjarritara.
3.
Aðalfundarboð - Sjóminjasafn Austurlands - fimmtudaginn 12. september 2013
Málsnúmer 1309037
Framlagt fundarboð aðalfundar Sjóminjasafns Austurlands sem haldinn verður fimmtudaginn 12. september.
Bæjarráð felur Jens Garðar Helagsyni að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
4.
Nýir íbúar og brottfluttir í Fjarðabyggð 2013
Málsnúmer 1302044
Framlagðar tölur yfir íbúa í Fjarðabyggð fyrstu níu mánuði ársins en um er að ræða fjölgun.
Vísað til kynningar í atvinnu- og menningarnefnd.
5.
Stjórnarfundir StarfA 2013
Málsnúmer 1302097
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Starfa frá 23. ágúst sl.
6.
Tall Ships Race
Málsnúmer 1309009
Framlagt bréf frá Esbjerg þar sem fulltrúum Fjarðabyggðar er boðið að taka þátt í vinabæjarsamkomu í tengslum við "Tall ships race"
Bæjarráð samþykkir að þekkjast boðið og felur bæjarritara að staðfesta þátttöku.