Bæjarráð
355. fundur
16. september 2013 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
740 Strandgata 14 - Beiðni um breytingar á húsi
Beiðni Trölla ehf. um að breyta húsinu að Strandgötu 14 í Neskaupstað í gistirými. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
2.
Ágóðahlutagreiðsla 2013 - Brunabót
Framlagt bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands um ágóðahlutagreiðslu 2013. Hlutdeild Fjarðabyggðar í Sameignarsjóði EBÍ er 4,868% og greiðsla til Fjarðabyggðar nemur kr. 7.302.000. Lagt fram til kynningar.
3.
Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 2013
Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 2013 verður haldinn í tengslum við fjármálaráðstefnu, föstudaginn 4.október kl. 13:00 í Reykjavík. Forseti bæjarstjórnar mun sækja fundinn.
4.
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2013
Bæjarráð leggur til að öllum níu bæjarfulltrúum Fjarðabyggðar verði gefinn kostur á að sækja fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður 3. og 4.október.
5.
Sjávarútvegsfundur 2013
Ráðstefnan Sjávarútvegur og byggðaaðgerðir verður haldin 2.október kl. 14:00 í Reykjavík. Lagt fram til kynningar.
6.
Kynning á Nordregio og ráðstefnu
Nordregio, norræn stofnun um byggðamál, stendur fyrir ráðstefnu í Stokkhólmi 14. - 15.október nk. undir yfirskriftifnni "Attraktionskraft Norden". Lagt fram til kynningar.
7.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2013
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 46 frá 10. september lögð fram til kynningar.
8.
Atvinnu- og menningarnefnd - 48
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 12.september lögð fram til kynningar.
9.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 72
Fundaragerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 12. september lögð fram til kynningar.
10.
Fræðslu- og frístundanefnd - 43
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar frá 11. september lögð fram til kynningar.