Bæjarráð
356. fundur
23. september 2013 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2014 - Félagsmálanefnd
Félagsmálastjóri og formaður félagsmálanefndar sátu þennan lið fundarins. Félagsmálanefnd hefur fundað um helstu áherslur og undirbúning að starfsáætlun 2014. Stærstu mál á næsta ári, fyrir utan hefðbundinn rekstur málaflokksins, eru endurnýjun á ferðaþjónubíl fyrir fatlaða og eldri borgara, auk málefna Breiðabliks en um áramót færist þjónusta Breiðabliks yfir á Þjónustustig 1. Fjármálastjóra og mannvirkjastjóra falið að skoða kosti þess að kaupa nýjan ferðaþjónustubíl út frá þarfagreiningu félagsþjónustusviðs. Hækka þarf gjaldskrá á heimsendum mat úr 660 kr. í 780 kr. en gjaldskrá heimaþjónustu hækkar um 3%.
2.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2014 - Bæjarráð
Áframhaldandi umræður um fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2014.
3.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014
Umsóknarfrestur um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014 er til 30.september nk. Bæjarstjóra falið að ganga frá umsókn fyrir alla bæjarhluta Fjarðabyggðar.
4.
Sameiginleg markaðssetning skíðasvæðanna á Austurlandi
Drög að bréfi bæjarstjóranna í Fjarðabyggð, á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði vegna uppbyggingar og sameiginlegrar markaðssetningar skíðasvæðanna á Austurlandi auk minnisblaðs markaðs- og upplýsingafulltrúa. Bæjarráð samþykkir að unnið verði áfram að málinu af krafti.
5.
Þjóðahátíð Austfirðinga 2013
Þjóðahátíð verður haldin í Grunnskóla Reyðarfjarðar 17.nóvember nk. Samþykkt að styrkja hátíðina um 50.000 kr. og veita endurgjaldslaus afnot af húsnæði.
6.
Boð á 1. fund Hringborðs Norðurslóða 12.-14. október í Reykjavík
Forseti Íslands, sem er einn af heiðursstofnaðilum Hringborðs Norðurslóða, hefur hvatt sveitarfélögin til þess að taka þátt í 1. fundi Hringborðsins, sem haldinn verður í Hörpu 12.-14. október nk.
Bæjarráð samþykkir að senda fulltrúa á fundinn. Ákvörðun um fulltrúa tekin á næsta fundi.
Bæjarráð samþykkir að senda fulltrúa á fundinn. Ákvörðun um fulltrúa tekin á næsta fundi.
7.
Fundarboð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands
Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands verður haldinn í Vinaminni Borgarfirði eystri, miðvikudaginn 9.október kl. 14:00. Lagt er til að formaður eigna- skipulags- og umhverfisnefndar fari með umboð Fjarðabyggðar á fundinum og varaformaður nefndarinnar sæki einnig fundinn. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar.
8.
Fundargerðir stjórnar SSA - 2013
Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 12. og 14.september 2013.
9.
Aðalfundur SSA 2013
Fundargerð aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2013 lögð fram til kynningar.
10.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2013
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13.september lögð fram til kynningar.
11.
Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2013
Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn á Hilton Nordica 2.október kl. 16:00. Bæjarstjóri mun sitja fundinn fyrir hönd bæjarins.
12.
37. mál til umsagnar frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis
Þingsályktun um leikskóla að afloknu fæðingarorlofi - beiðni um umsögn. Lagt fram til kynningar og vísað til fræðslu- og frístundanefndar.
13.
Lántaka vegna endurfjármögnunar rekstrarleigusamninga við Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf.
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Gögn eru lögð fram sem trúnaðarmál. Um er að ræða 200.000.000 kr. lántöku hjá Íslandsbanka vegna endurfjármögnunar á leigusamningum Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. Fjármálastjóri fór yfir skilmála lánsins. Bæjarráð samþykkir lántöku en vísar málinu til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn.
14.
Viðaukar við lánasamninga Íslandsbanka frá 2011
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Vísað til samþykktar í bæjarstjórn.
15.
Hafnsækin starfsemi
Framlagt minnisblað bæjarstjóra merkt trúnaðarmál. Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja undirbúning og leiða viðræður, við landeigendur í Reyðarfirði sem málið varðar, vegna kaupa á landi undir hafnsækna starfsemi.
16.
Fyrirspurn um þróun fjárhagsramma málaflokka
Framlagt svar fjármálastjóra vegna fyrirspurnar Eydísar Ásbjörnsdóttur frá 26.ágúst sl.
17.
Kvikmyndatökur í Fjarðabyggð
Fyrir liggur tölvupóstur frá Pegasus vegna notkunar á byggingum í eigu sveitarfélagsins í tengslum við kvikmyndatökur. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur mannvirkjastjóra og bæjarstjóra að fara yfir og meta óskir Pegasusar.