Fara í efni

Bæjarráð

357. fundur
30. september 2013 kl. 09:00 - 12:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2014 - Atvinnu- og menningarnefnd
Málsnúmer 1309033
Þennan dagskrárlið fundar sátu formaður atvinnu- og menningarnefndar og fjármálastjóri.
Farið yfir fjárhagsáætlun fyrir atvinnu- og menningarmál og úthlutun ramma fjármagns vegna ársins 2014.
2.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2014 - eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd
Málsnúmer 1212086
Þennan dagskrárlið fundar sátu formaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar, mannvirkjastjóri og fjármálastjóri.
Farið yfir fjárhagsáætlun fyrir framkvæmdasvið og málaflokka þá sem undir það heyra, úthlutun ramma fjármagns vegna ársins 2014.
3.
44. mál til umsagnar frá atvinnuveganefnd Alþingis
Málsnúmer 1309140
Óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum, 44. mál. Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 8. október nk.
Bæjarráð tekur jákvætt í efni þingsályktunar enda hefur Fjarðabyggð lýst þeirri afstöðu sinni m.a. á vettvangi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga að eðlilegt sé að hluti veiðigjalds renni til sveitarfélaga þar sem þau eiga uppruna sinn.
4.
740 Blómsturvellir 41 - Hlaða
Málsnúmer 1205104
Lagður fram tölvupóstur frá Guðmundi F. Pálssyni frá 8.september sl. þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið kaupi fasteign hans að Blómsturvöllum 41 Neskaupstað. Vísað til bæjarráðs frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd en nefndin leggur til að eignin verði keypt.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að ræða við bréfritara.
5.
Ársfundur Starfsendurhæfing Austurlands 2013
Málsnúmer 1309143
Fram lagt fundarboð ársfundar Starfa verður haldinn 4. október nk. kl. 14:00 að Vonarlandi Egilsstöðum.
Bæjarráð felur bæjarritara að fara með umboð sveitarfélagsins á ársfundinum.
6.
Erindi frá innanríkisráðuneyti vegna lögfestingar Barnasáttmála og fræðsluþinga um ofbeldi gegn börnum
Málsnúmer 1309154
Innanríkisráðuneytið vekur athygli á fræðsluþingum sem haldin verða undir heitinu "vitundarvakning um kynferðilsegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum.
Þing verður haldið 9. október n.k. í Grunnskóla Reyðarfjarðar kl. 12:30 - 16:30. Ávarp flytur Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra.
7.
Fyrirspurn vegna lögheimilisskráningar starfsmanna Suðurverks er vinna við Norðfjarðargöng
Málsnúmer 1309164
Þjóðskrá Íslands hefur óskað eftir formlegu erindi frá bæjaryfirvöldum vegna stofnunar á heimilisfanginu "Vinnubúðir Dalbraut Eskifirði" vegna búsetu starfsmanna verktaka við Norðfjarðargöng.
Bæjarráð óskar eftir við Þjóðskrá Íslands að starfsmenn Suðurverks og Metrostav a.s. verði skráðir með lögheimili í heimilisfanginu "Vinnubúðir Dalbraut Eskifirði". Bæjarritara falið að afgreiða erindið.
8.
Rekstur Egilsbúðar
Málsnúmer 1012090
Tekin umræða um framlengingu á samningi um rekstur Egilsbúðar við núverandi rekstraraðila. Fram lagt minnisblað forstöðumanns stjórnsýslu og eigna- og framkvæmdafulltrúa (trúnaðarmál).
Í núgildandi samningi er ákvæði um framlengingu samnings.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við leigutaka um framlengingu á leigusamningi um Egilsbúð.
9.
Samningar sveitarfélaga og Fjölís - staða mála
Málsnúmer 1309151
Fram lögð til kynningar tvö bréf Sambandsins vegna stöðu mála er varða samninga við Fjölís er varðar heimildir til ljósritunar og hliðarstæðrar eftirgerðar á efni í skólum.
Vísað til kynningar í fræðslu- og frístundanefnd.
10.
Vaxtasamningur - Tillögur að styrkbærum verkefnum 2013
Málsnúmer 1302104
Auglýst hefur verið eftir umsóknum í Vaxtarsamning Austurlands. Umsóknarfrestur vegna styrkumsókna til Vaxtarsamnings Austurlands er til 3.nóvember nk.
Vísað til atvinnu- og menningarnefndar til afgreiðslu.
11.
Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2013
Málsnúmer 1309169
Fjárlaganefnd bíður fulltrúum sveitarfélaga til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu við fjárlagafrumvarpið 2014.
Í boði eru fundartímar 28. og 29.október og fyrir hádegi 30.október og 1.nóvember.
Bæjarráð óskar eftir fjarfundi með fjárlaganefnd ef kostur er.
12.
Kaup á eignum Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf
Málsnúmer 1309174
Lagður fram endanlegur kaupsamningur og afsal við Eignarhaldsfélagið fasteign hf um kaup á eignum félagsins ásamt fylgigögnum. Um er að ræða sundlaug á Eskifirði og slökkvistöð á Mjóeyri. Í samræmi við 11. gr. leigusamnings aðila er kaupverð hins selda 924.661.655 kr. Vísað er til samþykkts viðauka við fjárhagsáætlun ársins vegna kaupanna.
Bæjarráð samþykkir kaupsamning og afsal vegna kaupa á eignunum og felur bæjarstjóra undirritun hans.
13.
Skoðun aðalskipulagsmála vegna hafnar og iðnaðarsvæða
Málsnúmer 1304098
Fram lögð til kynningar skýrsla Alta um mat á skipulagskostum vegna olíuhafnar í Reyðarfirði.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarstjórnar til umfjöllunar.
14.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2013
Málsnúmer 1301075
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 37 frá 24. september 2013 lögð fram til kynningar.
15.
Atvinnu- og menningarnefnd - 49
Málsnúmer 1309013F
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 49 frá 25.september 2013 lögð fram til kynningar.
16.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 73
Málsnúmer 1309011F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 73 frá 23.september 2013 lögð fram til kynningar.
17.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 74
Málsnúmer 1309015F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 74 frá 26. september 2013 lögð fram til kynningar.
18.
Fræðslu- og frístundanefnd - 44
Málsnúmer 1309012F
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 44 frá 25. september lögð fram til kynningar