Fara í efni

Bæjarráð

358. fundur
1. október 2013 kl. 15:00 - 18:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2014 - Fræðslu- og frístundanefnd
Málsnúmer 1309034
Þennan dagskrárlið fundar sátu formaður fræðslu- og frístundanefndar, fræðslustjóri og fjármálastjóri. Farið yfir fjárhagsáætlun fyrir fræðslu- og frístundamál og úthlutun ramma fjármagns vegna ársins 2014.
Bæjarráð felur fræðslustjóra ásamt fræðslu- og frístundanefnd í samráði við fjármálastjóra að útfæra tillögur að áætlun viðkomandi málaflokka þannig að hún falli að útgefnum fjárhagsramma 2014 m.v. umræðuna á fundinum.
2.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2014
Málsnúmer 1308088
Þennan dagskrárlið fundar sátu varaformaður hafnarstjórnar, framkvæmdastjóri Fjarðarbyggðarhafna og fjármálastjóri. Farið yfir fjárhagsáætlun fyrir hafnarsjóð og úthlutun ramma fjármagns vegna ársins 2014.