Fara í efni

Bæjarráð

359. fundur
8. október 2013 kl. 12:30 - 15:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2014
Málsnúmer 1307059
Þennan dagskrárlið fundar sat fjármálastjóri.
Farið yfir stöðu áætlunargerðarinnar og vinnu við afgreiðslu áætlunarinnar.
2.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2014 - Bæjarráð
Málsnúmer 1309036
Þennan dagskrárlið fundar sat fjármálastjóri.
Farið yfir fjárhagsramma málaflokksins og áherslu í starfsemi.
3.
Aukafjárveiting vegna framkvæmda í Breiðablik.
Málsnúmer 1309160
Framkvæmdasvið fer fram á aukafjárveitingu, vegna framkvæmda í Breiðablik á Neskaupstað, til að koma íbúð í nothæft ástand svo hægt sé að leigja hana út.
Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu með sérstökum viðauka.
4.
Fjárhagsáætlun 2013 - viðauki 4
Málsnúmer 1310073
Minnisblað fjármálastjóra frá 8.október 2013 vegna viðhaldsframkvæmda í Breiðabliki, Mýrargötu 18, í Neskaupstað.
Bæjarráð samþykkir viðaukan fyrir sitt leyti og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
Viðaukinn fjallar um viðhald húsa í málaflokknum Félagslegar íbúðir sem hækka um 2.000.000 kr og viðskiptareikningur Félagslegra íbúða við aðalsjóð hækki um sömu upphæð. Jafnframt lækkar handbært fé samstæðu Fjarðabyggðar um sömu upphæð.
5.
Boð á 1. fund Hringborðs Norðurslóða 12.-14. október í Reykjavík
Málsnúmer 1309127
Boðað er til 1. fundar hringborðs Norðurslóða 12. til 14. október n.k. í Reykjavik.
Bæjarráð samþykkir að senda fulltrúa á fundinn.
6.
Stjórnarfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2013
Málsnúmer 1303098
Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands frá 30.september lögð fram til kynningar ásamt ársreikningi 2012.
7.
Umsókn um styrk vegna starfsemi samtakanna Landsbyggðin lifi
Málsnúmer 1310039
Beiðni um 100.000 kr. styrk vegna starfsemi samtakanna Landsbyggðin lifi.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni þar sem langt er liðið á fjárhagsárið og fjárheimildir fullnýttar.
8.
Fundur með stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 1310066
Framkvæmdastjóri og formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga boða til fundar með fulltrúum sveitarstjórna á Austurlandi 8.nóvember í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði milli kl. 14:00 og 17:00. Auk þeirra verða fulltrúar úr stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga á fundunum.
Bæjarstjóri og bæjarráð munu sitja fund með stjórninni.
9.
Hafnarstjórn - 122
Málsnúmer 1309017F
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 122 frá 30.september 2013 lögð fram til kynningar.