Fara í efni

Bæjarráð

360. fundur
14. október 2013 kl. 08:30 - 10:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2014
Málsnúmer 1307059
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Farið yfir stöðu áætlunargerðar 2014.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjórum að leita leiða við að skoða frekari hagræðingu í rekstri málaflokka sveitarfélagsins.
2.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2014 og gjaldskrá 2014
Málsnúmer 1308088
Hafnarstjórn lauk umfjöllun um fjárhagsáætlun 2014 ásamt gjaldskrá og þriggja ára áætlun á fundi 8.október. Hafnarstjórn samþykkti áætlunina og jafnframt að hækka gjaldskrá hafnarsjóðs um 3,1%.

Gjaldskrá Fjarðabyggðahafna tekin til umfjöllunar og forsendur fyrir breytingu hennar ræddar. Hafnarstjórn leggur til 3,1% hækkun gjaldskrár frá 1. janúar 2014. Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs vísað til áframhaldandi vinnslu í fjárhagsáætlunargerð 2014.
3.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2014 - Atvinnu- og menningarnefnd.
Málsnúmer 1309033
Atvinnu- og menningarnefnd hefur samþykkt úthlutun á fjárhagsramma til þeirra málaflokka sem eru á ábyrgð nefndarinnar. Nefndin hefur jafnframt samþykkt breytingar á gjaldskrám eins og þær eru settar fram í minnisblaði frá 9.október.
Nefndin samþykkti einnig drög að starfsáætlun ferða- og menningarmála, atvinnumála, upplýsingamála og Safnastofnunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2014. Atvinnu- og menningarnefnd vísaði fjárhagsáætlun 2014 til umfjöllunar í bæjarráði.
Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar vísað til áframhaldandi vinnslu í fjárhagsáætlunargerð 2014.
4.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2014 - eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd
Málsnúmer 1212086
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir fjárhagsramma fyrir 2014 og framkvæmdaáætlun fyrir 2014 - 2016 á fundi 10.október.
Bæjarráð vísar framkvæmdaáætlun til frekari vinnslu mannvirkjastjóra og fjármálastjóra.
5.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2014 - Fræðslu- og frístundanefnd
Málsnúmer 1309034
Fræðslu- og frístundanefnd óskaði eftir, á fundi 9.október, að fjárhagsrammi fræðslu- og frístundastofnana verði hækkaður vegna fjölgunar barna á leikskólaaldri, vegna endurbóta á tölvutengingum í grunnskólum og hækkunar styrkja til íþróttafélaga sem reka eigin íþróttaaðstöðu.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundamála áfram til frekari vinnslu í fjárhagsáætlunargerð 2014.
6.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2014 - Félagsmálanefnd
Málsnúmer 1309032
Félagsmálanefnd hefur samþykkt drög að starfs- og fjárhagsáætlun og vísað til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarráði.
Fjárhagsáætlun félagsmála vísað til áframhaldandi vinnslu í fjárhagsáætlunargerð 2014.
7.
Fjárfestingar í Vatnsveitu Fjarðabyggðar 2013
Málsnúmer 1310075
Framlögð greinargerð mannvirkjastjóra um framkvæmdir í vatnsveitu og kostnað umfram áætlun. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki vegna framkvæmda við vatnsveitu og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Fjármálastjóra falið að vinna viðauka.
8.
Gjaldskrár í fræðslu-og frístundastofnunum
Málsnúmer 1310094
Gjaldskrám í fræðslu-og frístundastofnunum vísað frá fræðslu- og frístundanefnd, til staðfestingar bæjarráðs, ásamt minnisblaði fræðslustjóra.
Gjaldskrár í fræðslu- og frístundamálum teknar til umfjöllunar og afgreiðslu. Um er að ræða gjaldskrár tónlistarskóla, leikskóla, grunnskóla, skólamáltíða, skóladagheimila, sundlauga, íþróttahúsa og skíðamiðstöðvar.
Lagt er til að leikskólagjöld hækki um 3%, gjöld í heilsdagsskóla hækki um 5%, tónskólagjöld hækki um 10%. Gjaldskrá skólamötuneyta grunnskóla verði óbreytt.
Gjaldskrá frístundastofnana hækki um 4,1 til 12,5% með þeim undantekningum að gjöld vegna barna til 18 ára hækki ekki. Gjaldskrá íþróttahúsa hækki ekki. Bætt verði inn gjaldskrá vegna öryrkja með 50% afslætti. Vegna Curron handhafakorta verði bætt inn 500 kr. skilagjaldi. Einstakir gjaldskrárliðir hækka mismunandi mikið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu gjaldskráa.
9.
Gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu 2014
Málsnúmer 1310072
Tillaga félagsmálanefndar vegna gjaldskrár félagslegar heimaþjónustu vegna ársins 2014.
Gjaldskrár félagsþjónustu teknar til umfjöllunar og afgreiðslu. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarráð eftirfarandi breytingar á gjaldskrá. Heimsendur mati hækki úr 660 kr. í 780 kr. Gjald fyrir félagslega heimaþjónustu hækki um 3% samanber hækkun vísitölu neysluverðs. Gjaldskrár taki gildi 1. janúar 2014.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrár og vísar þeim til fjárhagsáætlunargerðar.
10.
Gjaldskrá bókasafna og safna 2013
Málsnúmer 1210065
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til breytingar á gjaldskrá safna Fjarðabyggðar og vísar þeim til bæjarráðs.
Árgjald á bókasöfnum hækkar um 100 kr. fyrir 16 ára og eldri og 50 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja. Sektir hækka úr 23 í 50 kr. á dag og hámarkssekt á bók fara úr 580 kr. í 1.000 kr. Hámarkssekt á myndbönd og mynddiska fer úr 1.390 í 1.500 kr. Ákvæði um hámarkssektun á einstakling falla út. Ástæða fyrir hækkun umfram 3% er sú að verðskrá hefur ekki fylgt verðlagsbreytingum undanfarin ár.
Gjaldskrá safna verður óbreytt. Gjaldskrár hækki frá 1. janúar 2014.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárnar og vísar þeim til fjárhagsáætlunargerðar.
11.
Gjaldskrá byggingaleyfis og þjónustugjalda byggingafulltrúa
Málsnúmer 1310052
Frá fundi eigna- skipulags- og umhverfisnefndar 7.október.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að gjaldskrá byggingar- og þjónustugjalda hækki almennt um 3,0%, sem er afleiðing af breytingu á byggingarvísitölu frá síðustu endurskoðun gjaldskrár. Gjaldskrá mun taka gildi 1. janúar 2014.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar.
12.
Gjaldskrá félagsheimila 2014
Málsnúmer 1310049
Frá fundi eigna- skipulags- og umhverfisnefndar 7.október.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að hækka gjaldskrá fyrir félagsheimilin í Fjarðabyggð árið 2014 um 3%. Gjaldskrá mun taka gildi 1. janúar 2014. Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar.
13.
Gjaldskrá framkvæmdaleyfis og þjónustugjöld skipulagsfulltrúa 2014
Málsnúmer 1310051
Frá fundi eigna- skipulags- og umhverfisnefndar 7.október.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að samþykkt verði tillaga mannvirkjastjóra að breyta ekki gjaldskrá vegna framkvæmdaleyfa og þjónustugjalda skipulagsfulltrúa. Viðmiðunarvísitala mun verða uppfærð til október 2013 en að öðru leiti verði gjaldskráin óbreytt. Vísitöluhækkun taki hækkun frá 1. janúar 2014.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar.
14.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2014
Málsnúmer 1310053
Frá fundi eigna- skipulags- og umhverfisnefndar 7.október.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að samþykkt verði tillaga mannvirkjastjóra um breytingar á gjaldskrá Fráveitu Fjarðabyggðar.
Lagt er til að álagningarstuðull fyrir holræsagjald verði áfram 0,32 % af húsmati fasteigna.
Lagt er til að önnur gjöld í gjaldskrá hækki um 3,0 % þ.e. sem nemur breytingu á byggingarvísitölu síðustu 12 mánuðina.
Lagt er til að gjaldskrá taki gildi 1. janúar 2014.
Bæjarráð frestar afgreiðslu gjaldskrár.
15.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2014
Málsnúmer 1310047
Frá fundi eigna- skipulags- og umhverfisnefndar 7.október.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að samþykkt verði tillaga mannvirkjastjóra um að hækka gjaldskrá Sorpstöðvar Fjarðabyggðar í takt við verðbólguspá Hagstofu Íslands eða um 3%
Eftir hækkun gjaldskrár verður gjaldið þannig:
Sorpförgunargjald kr. 10.300.- á hverja sorptunnu, þ.e. fyrir almenna tunnu.
Sorphreinsunargjald kr. 21.700.- á hverja sorptunnu, þ.e. fyrir almenna tunnu.
Lagt er til að gjaldskrá taki gildi 1. janúar 2014.
Bæjarráð frestar afgreiðslu gjaldskrár.
16.
Gjaldskrá gatnagerðagjalda 2014
Málsnúmer 1310050
Frá fundi eigna- skipulags- og umhverfisnefndar 7.október.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja tillögu mannvirkjastjóra að gjaldskrá gatnagerðargjalda. Gjaldskráin hækki um 3% eða sem nemur verðbólguspá Hagstofu Íslands fyrir 2014. Gjaldskrá mun taka gildi 1. janúar 2014.

Jafnframt samþykkir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tillögu mannvirkjastjóra að gefinn verði 50 % afsláttur á gatnagerðagjöldum fyrir allar íbúða- og iðnaðarlóðir á árinu 2014. Lagt er til að eftirfarandi skilyrði séu fyrir veitingu á afslætti:

1.
lóðarumsókn sé í skipulögðu hverfi.
2.
lokið hafi verið við lagningu allra heimæða og að yfirborð götu sé malbikað.
3.
að byggingarframkvæmdir hefjist á árinu 2014.
4.
að umsækjandi sé skuldlaus við sveitarfélagið.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrána að því undanskildu að afsláttur nái ekki til atvinnu- og iðnaðarlóða. Afsláttur af íbúðarlóðum nái einungis til ársins 2014. 50% afsláttur sé háður skilyrðum nefndarinnar. Gjaldskrá vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
17.
Gjaldskrá hunda-og katthalds 2014
Málsnúmer 1310048
Frá fundi eigna- skipulags- og umhverfisnefndar 7.október.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja tillögu mannvirkjastjóra um að gjaldskrá fyrir hunda- og kattarleyfi í Fjarðabyggð verði óbreytt á milli ára, þ.e. leyfi fyrir hund verði 14.500 kr og fyrir kött verði 9.500 kr á árinu 2014.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar
18.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2014
Málsnúmer 1310054
Frá fundi eigna- skipulags- og umhverfisnefndar 7.október.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja tillögu mannvirkjastjóra um breytingar á gjaldskrá Vatnsveitu Fjarðabyggðar.
Lagt er til að álagningarstuðull fyrir vatnsskatt verði 0,31 % af húsmati fasteigna, sem er óbreyttur stuðull.
Lagt er til að notkunargjald hækki í 35 kr/m3.
Lagt er til að gjöld samkvæmt grein 4 og 5 hækki um 3,0 % þ.e. sem nemur breytingu á byggingarvísitölu síðustu 12 mánuðina.
Lagt er til að gjaldskrá taki gildi 1. janúar 2014.
Bæjarráð frestar afgreiðslu gjaldskrár.
19.
Gjaldskrá skipulagðra samgangna 2014
Málsnúmer 1310045
Frá fundi eigna- skipulags- og umhverfisnefndar 10.október.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja tillögu mannvirkjastjóra um að gjaldskrá verði óbreytt árið 2014 og vísar henni til umræðu og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar.
20.
Gjaldskrá slökkviliðs Fjarðabyggðar 2014
Málsnúmer 1310044
Frá fundi eigna- skipulags- og umhverfisnefndar 10.október.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja tillögu mannvirkjastjóra að hækka gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar um 3% sem er í takt við verðbólguspá Hagstofu Íslands.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar.
21.
Gjaldskrá tjaldsvæða 2014
Málsnúmer 1310046
Frá fundi eigna- skipulags- og umhverfisnefndar 10.október.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja tillögu um að gjaldskrá tjaldsvæða verði áfram byggð upp á sama hátt og hingað til en gjöldin verði þannig: 1.500 kr/nótt fyrir stæði, rafmagn verði 750 kr/nótt. Jafnframt telur nefndin rétta að skoða þann möguleika að fela félagasamtökum umhirðu og innheimtu tjaldsvæða.
Bæjarráð frestar afgreiðslu gjaldskrár.
22.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2013
Málsnúmer 1301332
Fundargerð 8.fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, frá 19.september 2013, lögð fram til kynningar.
23.
Aðalfundur SSA 2013
Málsnúmer 1306105
Ályktanir frá aðalfundi SSA, sem haldinn var í Fjarðabyggð í september sl., lagðar fram til kynningar.
24.
Fundargerðir Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands 2013
Málsnúmer 1303083
Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands, frá 8.október sl., lögð fram til kynningar.
25.
Jafnréttisþing 2013 og jafnréttisvika 24. október-1. nóvember
Málsnúmer 1310069
Jafnréttisþing verður haldið föstudaginn 1.nóvember nk. á Hilton Reykjavík Nordica. Þingið hefst kl.9:00.
Vísað til félagsmálanefndar.
26.
Kjördæmavika Þingmanna Norðausturkjördæmis
Málsnúmer 1310089
Kjördæmavika þingmanna Norðausturkjördæmis verður dagana 21.-24.október nk.
Mánudaginn 21.október funda þingmenn með bæjarfulltrúum og bæjarstjóra frá 16:00 - 17:00 í Fræðslumola.
27.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2013
Málsnúmer 1301075
Fundargerð barnaverndarnefnd nr. 38 frá 08.október 2013 lögð fram til kynningar.
28.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2013
Málsnúmer 1301074
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 47 frá 9. október sl. lögð fram til kynningar.
29.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 75
Málsnúmer 1310005F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 75 lögð fram til kynningar.
30.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 76
Málsnúmer 1310010F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 76 lögð fram til kynningar.
31.
Atvinnu- og menningarnefnd - 50
Málsnúmer 1310009F
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 50 lögð fram til kynningar.
32.
Hafnarstjórn - 123
Málsnúmer 1310003F
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 123 lögð fram til kynningar.
33.
Fræðslu- og frístundanefnd - 45
Málsnúmer 1310007F
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 45 lögð fram til kynningar.