Fara í efni

Bæjarráð

361. fundur
19. október 2013 kl. 08:30 - 12:00
í Hafnarhúsinu Eskifirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2013 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1305034
Fram lagt yfirlit yfir rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrstu 8 mánuði ársins 2013.
Fjármálastjóra falið að yfirfara rekstur málaflokka með sviðsstjórum og stjórnendum.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2014
Málsnúmer 1307059
Framhaldið umræðu frá 360. fundi bæjarráðs.
Kynnt samantekt um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2014 í einstökum málaflokkum samkvæmt tillögu nefnda og sviðsstjóra. Framhald umræðu um áætlunina.
Fjárhagsáætlun 2014 vísað til áframhaldandi vinnslu í fjárhagsáætlunargerð.
3.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2014 - eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd
Málsnúmer 1212086
Frá 360. fundi bæjarráðs.
Bæjarráð vísaði framkvæmdaáætlun, á fundi 14.október, til frekari vinnslu mannvirkjastjóra og fjármálastjóra. Fjárhagsáætlun sviðsins til afgreiðslu samhliða.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að fjárfestingaáætlun ársins verði hækkuð um 19 milljónir vegna endurnýjunar á bíl fyrir ferðaþjónustu fatlaðra og mótframlags vegna framkvæmda við Helgustaðanámu.
Fjárhagsáætlun eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar vísað til áframhaldandi vinnslu í fjárhagsáætlunargerð 2014.
4.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2014 - Félagsmálanefnd
Málsnúmer 1309032
Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra vegna viðbóta í fjárheimildum félagsmálanefndar vegna málefna fatlaðs fólks árið 2014 en kostnaður eykst á milli ára sem er mætt með framlögum vegna málaflokksins.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
5.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2014 - Fræðslu- og frístundanefnd
Málsnúmer 1309034
Frá 360. fundi bæjarráðs.
Fram haldið umræðu um fjárhagsáætlun fyrir fræðslu- og frístundamál.
Fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundamála vísað til áframhaldandi vinnslu í fjárhagsáætlunargerð 2014.
6.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2014
Málsnúmer 1310053
Frá 360. fundi bæjarráðs.
Frá fundi eigna- skipulags- og umhverfisnefndar 7.október.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að samþykkt verði tillaga mannvirkjastjóra um breytingar á gjaldskrá Fráveitu Fjarðabyggðar.
Lagt er til að álagningarstuðull fyrir holræsagjald verði áfram 0,32 % af húsmati fasteigna.
Lagt er til að önnur gjöld í gjaldskrá hækki um 3,0 % þ.e. sem nemur breytingu á byggingarvísitölu síðustu 12 mánuðina.
Lagt er til að gjaldskrá taki gildi 1. janúar 2014.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar.
7.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2014
Málsnúmer 1310047
Frá 360. fundi bæjarráðs.
Frá fundi eigna- skipulags- og umhverfisnefndar 7.október.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að samþykkt verði tillaga mannvirkjastjóra um að hækka gjaldskrá Sorpstöðvar Fjarðabyggðar í takt við verðbólguspá Hagstofu Íslands eða um 3%
Eftir hækkun gjaldskrár verður gjaldið þannig:
Sorpförgunargjald kr. 10.300.- á hverja sorptunnu, þ.e. fyrir almenna tunnu.
Sorphreinsunargjald kr. 21.700.- á hverja sorptunnu, þ.e. fyrir almenna tunnu.
Lagt er til að gjaldskrá taki gildi 1. janúar 2014.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar.
8.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2014
Málsnúmer 1310055
Frá 360. fundi bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja tillögu mannvirkjastjóra um að gjaldskrá hitaveitu á Eskifirði hækki um 3% 1.1.2014 auk þess sem fjarvarmaveitur hækki frá sama tíma um 5,34% vegna aukins kostnaðar við orkukaup.
Jafnframt samþykkir nefndin að sundlaugar Fjarðabyggðar á Eskifirði og Norðfirði njóti báðar 20% afsláttar af gjaldskrám árið 2014, sem er í takt við ákvörðun bæjarráðs frá 2011, sem var þá aðeins fyrir sundlaugina á Eskifirði. Jafnframt er gert ráð fyrir að afsláttur hækkaði um 5% ári, þar til að hann yrði 30% árið 2016. Ein gjaldskrá verði fyrir hitaveituna.
Bæjarráð samþykkir tillögur nefndarinnar með þeirri breytingu að gjaldskrá fyrir hitaveitu á Eskifirði hækkar um 1,5% í stað 3 % og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar.
9.
Gjaldskrá rafveitu Fjarðabyggðar 2014
Málsnúmer 1310056
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd leggur til á fundi 10. október að gjaldskrá Rafveitu Fjarðabyggðar verði endurskoðuð í desember 2013.
Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að endurskoða orkuhluta gjaldskrár í desember 2013 en samþykkir 3% hækkun á dreifihluti gjaldskrár frá 1.1.2014.
Gjaldskrá vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
10.
Gjaldskrá tjaldsvæða 2014
Málsnúmer 1310046
Frá 360. fundir bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillögu mannvirkjastjóra að gjaldskrá tjaldsvæða Fjarðabyggðar með þeirri breytingu að fullorðnir greiði 1.000 kr og rafmagnsgjald verði 750 kr. pr. nótt. Gjaldskrá verði eftirfarandi frá 1.1.2014 og henni vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
Fullorðnir 1.000 kr/nótt
Börn 14 ára og yngri frítt
Eldri borgarar og öryrkjar 650 kr/nótt
Rafmagn 750 kr/nótt
Gistináttaskattur á tjald / tjaldsvagn / fellihýsi / húsbíl / hjólhýsi er kr. 100 á sólarhring og er innfalinn í gjaldskrá.
Virðisaukaskattur er innifalinn í rafmagnsgjaldi.
11.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2014
Málsnúmer 1310054
Frá 360. fundi bæjarráðs.
Frá fundi eigna- skipulags- og umhverfisnefndar 7.október.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja tillögu mannvirkjastjóra um breytingar á gjaldskrá Vatnsveitu Fjarðabyggðar.
Lagt er til að álagningarstuðull fyrir vatnsskatt verði 0,31 % af húsmati fasteigna, sem er óbreyttur stuðull.
Lagt er til að notkunargjald hækki í 35 kr/m3.
Lagt er til að gjöld samkvæmt grein 4 og 5 hækki um 3,0 % þ.e. sem nemur breytingu á byggingarvísitölu síðustu 12 mánuðina.
Lagt er til að gjaldskrá taki gildi 1. janúar 2014.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar.
12.
Gjaldskrár í fræðslu-og frístundastofnunum
Málsnúmer 1310094
Frá 360. fundi bæjarráðs.
Gjaldskrám í fræðslu-og frístundastofnunum vísað frá fræðslu- og frístundanefnd, til staðfestingar bæjarráðs, ásamt minnisblaði fræðslustjóra.
Gjaldskrár í fræðslu- og frístundamálum teknar til umfjöllunar og afgreiðslu. Um er að ræða gjaldskrár tónlistarskóla, leikskóla, grunnskóla, skólamáltíða, skóladagheimila, sundlauga, íþróttahúsa og skíðamiðstöðvar.
Lagt er til að leikskólagjöld hækki um 3%, gjöld í heilsdagsskóla hækki um 5%, tónskólagjöld hækki um 10%. Gjaldskrá skólamötuneyta grunnskóla verði óbreytt.
Gjaldskrá frístundastofnana hækki um 4,1 til 12,5% með þeim undantekningum að gjöld vegna barna til 18 ára hækki ekki. Gjaldskrá íþróttahúsa hækki ekki. Bætt verði inn gjaldskrá vegna öryrkja með 50% afslætti. Vegna Curron handhafakorta verði bætt inn 500 kr. skilagjaldi. Einstakir gjaldskrárliðir hækka mismunandi mikið. Gjaldskrár hækki frá 1.1.2014
Bæjarráð samþykkir gjaldskrár með þeim breytingum að gjaldskrá skóladagheimila hækki um 8% í stað 5%. Gjaldskrá tónskóla hækki um 14% í stað 10%.
Gjaldskrám vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
13.
Ósk um aukið framlag til Sjóminjasafns Austurlands
Málsnúmer 1310102
Fram lagt bréf stjórnar Sjóminjasafns Austurlands þar sem lögð er fram tillaga um hækkun framlaga til safnsins fyrir árið 2014 og til ársins 2020. Framlag hækki um 185.000 kr. árið 2014.
Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar safnsins fyrir árið 2014 og vísar málinu jafnframt til kynningar í atvinnu- og menningarnefnd.
14.
Fjárhagsáætlun 2013 - viðauki 6
Málsnúmer 1310116
Fjármálastjóri leggur fram viðauki 6 við fjárhagsáætlun ársins 2013. Um er að ræða leiðréttingar á villum í fjárhagsáætluninni.
a) Ranglega eru tekjufært Reiknað orlof í málaflokki 02-15 Heimilishjálp að upphæð kr. 983.632 og í málaflokki 02-52 Liðveisla v/fatlaðra að upphæð kr. 1.600.000. Samtals hækkar því niðurstaða málaflokks 02 um kr. 2.583.632. Jafnframt lækkar handbært fé aðalsjóðs og samstæðu Fjarðabyggðar um sömu upphæð eða kr. 2.583.632
b) Ranglega eru tekjufærðar sölutekjur vegna íbúðar hjá Eignasjóð í stað Félagslegra íbúða að upphæð kr. 7.000.000. Samtals lækkar því niðurstaða Eignasjóðs um kr. 7.000.000 en niðurstaða Félagslegra íbúða hækkar um sömu upphæð. Þessi breyting lækkar áætlað handbært fé Eingarsjóðs um sömu upphæð en hækkar áætlað handbært fé Félagslegra íbúða um sömu upphæð. Breytingin hefur engin áhrif á stöðu samstæðu Fjarðabyggðar.
c) Ranglega er tekjufærður virðisaukaskattur af leigutekjum í Eignarhaldsfélaginu Hrauni ehf. að upphæð kr. 36.671.123. Samtals lækka því áætlaðar tekjur og rekstrarniðurstaða Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. um sömu fjárhæð. Þessi breyting lækkar handbært fé Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. og samstæðu Fjarðabyggðar um sömu upphæð eða kr. 36.671.123.
d) Ranglega er færða á fjárfestingaráætlun Eignasjóðs endurgreiðsla frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign vegna sundlaugarinnar á Eskifirði og slökkviðstöðvarinnar á Hrauni samkvæmt sérstöku samkomulagi við félagið frá árinu 2012 um lagfæringar á þessum mannvirkjum að upphæð kr. 22.500.000. Rétt er að færa þessar endurgreiðslur á rekstur Eignasjóðs til viðhaldsverkefni. Samtals lækkar því fjárfestinaráætlun Eignasjóðs fyrir þessar tvær eignir um kr. 22.500.000 og rekstur eignanna hækkar um sömu upphæð. Þessi breyting hefur engin áhrif að öðru leyti á rekstur og efnahag Eignasjóðs eða samstæðu Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
15.
Rekstur Egilsbúðar
Málsnúmer 1012090
Frá 357. fundi bæjarráðs.
Lagður fram viðauki við núverandi samning.
Bæjarráð samþykkir að framlengja samning með viðauka og felur bæjarstjóra að undirrita samning að uppfylltum skilyrðum.
16.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014
Málsnúmer 1309097
Fram lagt bréf Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2013 til 2014. Mjóifjörður 15 þorskígildistonn og Stöðvarfjörður 199 þorskígildistonn. Ráðuneytið veitir sveitarfélögum frest til 1. nóvember n.k. til að setja sérstök skilyrði til viðbótar almennu reglunum um úthlutun.
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra hafna að yfirfara reglur og leggja tillögur fyrir bæjarráð. Reglurnar taki mið af stefnu sveitarfélagsins
17.
Ósk um viðræður vegna eignarhluta Fjarðabyggðar í Sparisjóð Norðfjarðar - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1307033
Fram lögð gögn merkt trúnaðarmál.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
18.
Frumvarp til laga um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar
Málsnúmer 1310138
Fram lagt erindi Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarpið.
Vísað til félagsmálanefndar.
19.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 77
Málsnúmer 1310014F
Fram lögð fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 18. október s.l. til kynningar