Bæjarráð
362. fundur
28. október 2013 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2014
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framhaldið umræðu frá 361. fundi bæjarráðs.
Fram lögð drög fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar og stofnana 2014 ásamt starfsáætlunum í einstökum málaflokkum samkvæmt tillögu nefnda og sviðsstjóra. Framhald umræðu um áætlunina. Bæjarráð leggur til breytingar á texta í starfsáætlunum. Bæjarstjóra falið að fylgja breytingum eftir.
Fjárhagsáætlun 2014 fyrir Fjarðbabyggð og stofnanir ásamt starfsáætlunum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Framhaldið umræðu frá 361. fundi bæjarráðs.
Fram lögð drög fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar og stofnana 2014 ásamt starfsáætlunum í einstökum málaflokkum samkvæmt tillögu nefnda og sviðsstjóra. Framhald umræðu um áætlunina. Bæjarráð leggur til breytingar á texta í starfsáætlunum. Bæjarstjóra falið að fylgja breytingum eftir.
Fjárhagsáætlun 2014 fyrir Fjarðbabyggð og stofnanir ásamt starfsáætlunum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 - 2017
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Drög 3ja ára áætlunar Fjarðabyggðar og stofnana 2015 til 2017 lögð fram til kynningar fyrir bæjarráð.
Þriggja ára fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana 2015 til 2017 vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Drög 3ja ára áætlunar Fjarðabyggðar og stofnana 2015 til 2017 lögð fram til kynningar fyrir bæjarráð.
Þriggja ára fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana 2015 til 2017 vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
3.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014
Þennan lið dagskrár sat framkvæmdastjóri hafna.
Fram lögð drög að sérreglur vegna byggðakvóta 2013/2014 fyrir Fjarðabyggð. Byggt er á reglum frá árinu áður.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Fram lögð drög að sérreglur vegna byggðakvóta 2013/2014 fyrir Fjarðabyggð. Byggt er á reglum frá árinu áður.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
4.
Upplýsingaöryggismál
Trúnaðarmál. Lagðar fram öryggiskröfur og öryggisráðstafanir Fjarðabyggðar í upplýsingatæknimálum ásamt ársverkalista.
Bæjarráð samþykkir öryggiskröfurnar.
Bæjarráð samþykkir öryggiskröfurnar.
5.
Áhættumat í rekstri upplýsingatæknikerfa
Trúnaðarmál. Lagt fram áhættumat fyrir rekstur upplýsingatæknikerfa Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir áhættumatið.
Bæjarráð samþykkir áhættumatið.
6.
Neyðaráætlun vegna reksturs upplýsingatæknikerfa
Trúnaðarmál. Lögð fram neyðaráætlun ásamt verklagsreglum sem skilgreindar eru vegna reksturs á upplýsingatæknikerfum Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir neyðaráætlunina.
Bæjarráð samþykkir neyðaráætlunina.
7.
Reglur um upplýsingatæknimál
Framlagðar reglur í upplýsingatæknimálum fyrir Fjarðabyggð.
a) Regla um notendaeftirlit í upplýsingatæknikerfum
b) Regla um innleiðingu vél- og hugbúnaðar
c) Regla um aðgangsstýringar og umhald upplýsingatæknikerfa.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar til endanlegrar staðfestingar bæjarstjórnar.
a) Regla um notendaeftirlit í upplýsingatæknikerfum
b) Regla um innleiðingu vél- og hugbúnaðar
c) Regla um aðgangsstýringar og umhald upplýsingatæknikerfa.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar til endanlegrar staðfestingar bæjarstjórnar.
8.
Boð um heimsókn til Vesteralen - Museum Nord og Vesteralen Cultural Council
Atvinnu- og menningarnefnd hefur lagt til að forstöðumaður Safnastofnunar verði fulltrúi Fjarðabyggðar á menningar- og safnaráðstefnu í Vesteralen í Noregi í mars 2014.
Bæjarráð samþykkir að forstöðumaður safnastofnunar verði fulltrúi sveitarfélagsins og að svo stöddu sé ekki ástæða til að senda annan fulltrúa.
Bæjarráð samþykkir að forstöðumaður safnastofnunar verði fulltrúi sveitarfélagsins og að svo stöddu sé ekki ástæða til að senda annan fulltrúa.
9.
NORA - Experience exchange project
Framlagt boð um fund í Stavanger þann 13.nóvember nk. vegna NAPN verkefnisins þar sem verkefnið verður undirbúið og rætt. Jafnframt fylgir með til upplýsinga ráðstefnuboð 14. og 15. nóvember.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi sveitarfélagsins taki þátt í fundinum.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi sveitarfélagsins taki þátt í fundinum.
10.
Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2013
Fram lagt aðalfundarboð Skólaskrifstofu Austurlands sem verður haldinn mánudaginn 11. nóvember 2013 í Fljótsdalshreppi. Fundurinn hefst að loknum stjórnarfundi sem hefst kl. 13:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
11.
Jólasjóðurinn í Fjarðabyggð 2013
Lögð fram beiðni frá Rauða kross deildum í Fjarðabyggð og á Breiðdalsvík vegna Jólasjóðs. Um er að ræða samstarfsverkefni fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar, Þjóðkirkjunnar og Rauða krossins. Aðstoð sjóðsins felst í úttektarkorti í matvöruverslunum á svæðinu og miðast úthlutun við 1. desember ár hvert
Bæjarráð samþykkir að leggja jólasjóðnum til 300.000 kr., tekið af liðnum óráðstafað 21-69.
Bæjarráð samþykkir að leggja jólasjóðnum til 300.000 kr., tekið af liðnum óráðstafað 21-69.
12.
Skuldabréf innheimta
Fram lagt bréf merkt sem trúnaðarmál.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að fresta innheimtu um ár.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að fresta innheimtu um ár.
13.
Umferðaröryggi skólabarna og annara gangandi vegfarenda í Fjarðabyggð.
Þennan lið dagskrár sátu mannvirkjastjóri og formaður og varaformaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Framlagt bréf Auðar Þorgeirsdóttur og Daða Benediktssonar um umferðaröryggismál í Fjarðabyggð.
Farið yfir stöðu vinnu við umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar en eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mun hraða henni.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Framlagt bréf Auðar Þorgeirsdóttur og Daða Benediktssonar um umferðaröryggismál í Fjarðabyggð.
Farið yfir stöðu vinnu við umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar en eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mun hraða henni.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
14.
Frumvarp til laga um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar
Framlagt erindi frá Alþingi þar sem óskað er umsagnar um lögfestingu samnings um almannatryggingar.
Vísað til félagsmálanefndar.
Vísað til félagsmálanefndar.
15.
Frumvarp til laga um breytiningu á lögum um sjúkraskrár
Framlagt til kynningar frumvarp til laga um breytingar á lögum um sjúkraskrá.
Vísað til félagsmálanefndar.
Vísað til félagsmálanefndar.
16.
Ársfundur Starfsendurhæfing Austurlands 2013
Framlögð fundargerð ársfundar Starfsendurhæfingar Austurlands 4. október sl. ásamt ársreikningi 2012 og kynningarefni um starfsemi Starfa.
Vísað til félagsmálanefndar til kynningar.
Vísað til félagsmálanefndar til kynningar.
17.
Aðalfundur Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands 2013, 10.júní
Fram lögð fundargerð aðalfundar Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands.
Vísað til atvinnu- og menningarnefndar til kynningar.
Vísað til atvinnu- og menningarnefndar til kynningar.
18.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 77
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 18. október lögð fram til kynningar.