Bæjarráð
363. fundur
4. nóvember 2013 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2014
Þennan dagskrárlið fundar sat fjármálastjóri.
Framhaldið umræðu um fjárhagsáætlun 2014.
Bæjarráð felur fjármálastjóra og bæjarstjóra að vinna áfram að fjárhagsáætlun 2014 og meta hagræðingarleiðir í samráði við bæjarráð.
Framhaldið umræðu um fjárhagsáætlun 2014.
Bæjarráð felur fjármálastjóra og bæjarstjóra að vinna áfram að fjárhagsáætlun 2014 og meta hagræðingarleiðir í samráði við bæjarráð.
2.
Drög að starfsleyfi fyrir Gámaþjónustu Austurlands vegna starfseminnar að Hafnargötu 6 á Reyðarfirði.
Framlagt bréf Ásmundar Ásmundssonar vegna starfsleyfis Gámaþjónustu Austurlands að Hafnargötu 6 á Reyðarfirði. Umræða um málið. Umsókn um stækkun starfsleyfis er í vinnslu hjá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og var tekið fyrir á fundi eigna-, skipulag- og umhverfisnefndar 12. september s.l. þar sem nefndin taldi rétt að starfsleyfið yrði auglýst.
3.
Fjármál sveitarfélaga, Fjárhagsleg viðmið og upplýsingar um fjármál sveitarfélaga
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlagt til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um fjármál sveitarfélaga almennt.
Framlagt til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um fjármál sveitarfélaga almennt.
4.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2013
Framlögð fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 809 frá 25. október 2013
5.
Heimsókn innanríkisráðherra í október 2013
Framlagt bréf innanríkisráðherra þar sem hún þakkar móttökur sem hún fékk á heimsókn sinni til Austurlands.
6.
Breyting á skipan í nefndir Fjarðalistans kjörtímabilið 2010-2014
Framlagt bréf Estherar Aspar Gunnarsdóttur þar sem hún óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi og nefndarmaður í atvinnu- og menningarnefnd vegna fæðingarorlofs frá 4. nóvember 2013 til 1. apríl 2014.
Stefán Már Guðmundsson tekur sæti hennar sem aðalmaður í bæjarstjórn og Ásbjörn Þorsteinsson sem aðalmaður í atvinnu- og menningarnefnd.
Stefán Már Guðmundsson tekur sæti hennar sem aðalmaður í bæjarstjórn og Ásbjörn Þorsteinsson sem aðalmaður í atvinnu- og menningarnefnd.