Fara í efni

Bæjarráð

364. fundur
11. nóvember 2013 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2013 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1305034
Fjármálastjóri sat þennan lið dagskrár.
Fram lagt yfirlit yfir rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrstu 9 mánuði ársins 2013.
Yfirlit lagt fram sem trúnaðarmál.
2.
Ársreikningur 2012
Málsnúmer 1311011
Fjármálastjóri sat þennan lið dagskrár.
Ársreikningur Búseta samvinnufélags lagur fram til staðfestingar.
Bæjarráð staðfestir ársreikninginn.
3.
Hugmyndir um samstarf/sameiningu leik- og grunnskóla á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði
Málsnúmer 1305028
Þennan lið dagskrár sátu fjármálastjóri og fræðslustjóri.
Á 341. fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar, sem haldinn var 27. maí 2013, var eftirfarandi samþykkt: "Tillaga bæjarstjóra og fræðslustjóra til bæjarráðs er að auglýsa stöðu skólastjóra í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Í lok sumars 2013 fari fræðslustjóri í samráði við stjórnendur skólanna í þá vinnu að skoða og útfæra tillögur að leiðum sem stuðli að meira samstarfi og/eða sameiningu þessara stofnana í eina skólamiðstöð á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði með hagsmuni nemenda og rekstur sveitarfélagsins að leiðarljósi. Afrakstur vinnunnar verði kynntur bæjarráði ekki seinna en við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014."
Fræðslustjóri reifaði málið og umræða tekin.
Málið tekið fyrir á næsta fundi.
4.
Beiðni um haustopnun 2013
Málsnúmer 1311003
Þennan lið dagskrár sátu fræðslustjóri og fjármálastjóri.
Framlagt minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa um opnun skíðasvæðisins í Oddsskarði nóvember og desember 2013.
Bæjarráð samþykkir tillögu sem kemur fram í minnisblaðinu um að skíðasvæðið verði opnað í liðlega 3 vikur með takmarkaðri opnun fram til áramót. Um viðbótarkostnað vegna opnunar er að ræða.
Bæjarráð áréttar að fjárhagsáætlun stofnunar verði höfð til viðmiðunar þegar opnunartími er ákveðinn fyrir árið og starfsáætlun endurspegli þær fyrirætlanir þannig að ekki komi til framúrkeyrslu áætlunar. Stofnunum Fjarðabyggðar ber að hlíta fjárhagsáætlunum skv. ákvörðunum bæjarstjórnar.
5.
Beiðni um fund með bæjarstjórn Fjarðabyggðar 13.nóvember
Málsnúmer 1311005
Framlögð beiðni SÁÁ um fund með bæjarstjórn Fjarðabyggðar 13. nóvember n.k.
Bæjarfulltrúar og embættismenn taka á móti fulltrúum SÁÁ. Bæjarritara falið að finna fundartíma og boða hlutaðeigandi.
6.
Framtíð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands
Málsnúmer 1110202
Framlögð drög samþykkta fyrir Atvinnuþróunarsjóð Austurlands til umfjöllunar en óskað er eftir afstöðu viðkomandi sveitarfélags fyrir 23. nóvember 2013, um aðild að sjóðnum. Jafnframt fylgir með samþykkt stjórnar SSA frá 31. október sl. um árgjald til sjóðsins fyrir árið 2014 að fjárhæð 821. kr. íbúa.
Bæjarráð fresta afstöðu til næsta fundar.
7.
Fyrsta sprenging í Norðfjarðargöngum
Málsnúmer 1311047
Fyrsta sprenging í Norðfjarðargöngum verður fimmtudaginn 14. nóvember n.k. kl 16:00 við nýjan gangnamunna á Eskifirði.
Bæjarráð fagnar þessum áfanga í þessu mikilvæga verkefni fyrir Austurland allt.
8.
Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa
Málsnúmer 1311013
Lagt fram til kynningar bréf Mannvirkjastofnunar, dagsett 30. október 2013 þar sem vakin er athygli á skyldum byggingarfulltrúa til að koma sér upp gæðastjórnunarkerfi fyrir árið 2015 og faggildingu fyrir árið 2018.
Vísað til framkvæmdasviðs til úrvinnslu.
9.
Heimsókn forseta Íslands til Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1309044
Fram lagt þakkarbréf frá forseta Íslands þar sem þakkaðar eru mótttökur sem hann hlaut í heimsókn til Fjarðabyggðar.
Bæjarráð þakkar forsetahjónunum fyrir heimsóknina.
10.
Stöðuleyfi fyrir starfsmannaþorp á Haga
Málsnúmer 1311043
Framlagt bréf frá Alcoa Fjarðaál þar sem óskað er eftir framlenginu á stöðuleyfi fyrir starfsmannaþorpið að Haga á Reyðarfirði til 30. september 2014.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
11.
Stjórnarfundir StarfA 2013
Málsnúmer 1302097
Framlögð fundargerð stjórnar Starfa frá 1. nóvember s.l.
Vísað til kynningar í félagsmálanefnd.
12.
Fundargerðir stjórnar SSA - 2013
Málsnúmer 1301160
Framlögð fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga Austurlandi nr. 2 frá 31.október
13.
70.mál til umsagnar - um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum
Málsnúmer 1311027
Framlögð til kynningar þingsályktun um að fela innanríkisráðherra að skipa þriggja manna starfshóp sem skili tillögum um það hvernig útfæra megi jafnt búsetuform barna sem búa jafnt og til skiptis hjá báðum foreldrum sínum á tveimur heimilum.
Vísað til kynningar í félagsmálanefnd og fræðslu- og frístundanefnd.
14.
71.mál til umsagnar - um skráningu upplýsinga um umgegngisforeldra
Málsnúmer 1311029
Framlögð til kynningar þingsályktunartillaga um að haldin verði skrá og sögulegt yfirlit yfir umgengnisforeldra, fjölda þeirra, kyn, hjúskaparstöðu og fjölda barna þeirra.
Vísað til kynningar í félagsmálanefnd.
15.
Hafnarstjórn - 124
Málsnúmer 1311005F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 5. nóvember lögð fram til kynningar.
16.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 78
Málsnúmer 1310019F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 4. nóvember lögð fram til kynningar.