Bæjarráð
365. fundur
18. nóvember 2013 kl. 16:30 - 20:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði
Þorsteinn Bergsson og Þröstur Ólafsson frá Minjavernd, Pétur Sörensson forstöðumaður Safnastofnunar og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir formaður atvinnu- og menningarnefndar sátu þennan lið fundarins. Farið var yfir stöðu uppbyggingar safns um Fransmenn á Íslandi. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
2.
Drög að fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafns Austfirðinga árið 2014
Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga verður haldinn 21.nóvember kl. 14:00 í Gistihúsinu á Egilsstöðum. Sigrún Júlía Geirsdóttir verður fulltrúi Fjarðabyggðar á aðalfundinum. Framlögð drög að fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafns Austfirðinga árið 2014 gera ráð fyrir hækkun á framlagi Fjarðabyggðar um 350.000 kr. eða um 8,2 % Atvinnu- og menningarnefnd vísaði hækkun á framlagi til Héraðsskjalasafns til afgreiðslu í bæjarráði þar sem umbeðin hækkun er töluvert umfram almenna hækkun á fjárhagsrömmum ársins. Bæjarráð samþykkir að hækka framlag til safnsins og vísar málinu til fjárhagsáætlunar 2014.
3.
Safnahús á Egilsstöðum
Erindi Fljótsdalshéraðs frá 12.nóvember er varðar mögulega yfirtöku Fljótsdalshéraðs á eignarhaldi Safnahússins á Egilsstöðum. Minnisblað fjármálastjóra og forstöðumanns safnastofnunar og forstöðumanns stjórnsýslu frá 15.nóvember. Bæjarráð tekur jákvætt í erindi Fljótsdalshéraðs um að eignarhald Safnahúss verði á hendi Fljótsdalshéraðs í framtíðinni, en telur mikilvægt að gert verði skýrt samkomulag þar sem fram komi með hvaða hætti Fljótsdalshérað ráðist í endurbætur á húsinu og jafnframt að þær endurbætur verði með samþykki allra hlutaðeigandi aðila í húsinu. Bæjarráð felur forstöðumanni stjórnsýslu og fjármálastjóra að vinna áfram að málinu í samvinnu við bæjaryfirvöld á Fljótsdalshéraði og leggja endanlega útfærslu á samkomulagi fyrir bæjarráð.
4.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2014
Lögð fram tillaga fjármálastjóra um breytingar á fjárhagsáætlun 2014 fyrir seinni umræðu í bæjarstjórn.
Bókun: Undirrituð samþykkir ekki tillögur um skerðingar í félagsþjónustu og fræðslu- og frístundamálum í fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2014. Einnig tekur undirrituð undir bókun fræðslu- og frístundanefndar frá 13.nóvember þar sem nefndin telur útilokað að hagræða meira í fræðslu- og frístundastofnunum og þolmörkum sé nú þegar náð.
Eydís Ásbjörnsdóttir.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra frá 14.nóvember 2013 sem hér segir:
Bæjarráð samþykkir samhljóða lið 1.
Bæjarráð samþykkir samhljóða lið 2, að undanskyldum liðum a. og b. sem samþykktir eru með tveimur atkvæðum.
Bæjarráð samþykkir samhljóða lið 3.
Bæjarráð samþykkir samhljóða lið 4.a.
Bókun: Undirrituð samþykkir ekki tillögur um skerðingar í félagsþjónustu og fræðslu- og frístundamálum í fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2014. Einnig tekur undirrituð undir bókun fræðslu- og frístundanefndar frá 13.nóvember þar sem nefndin telur útilokað að hagræða meira í fræðslu- og frístundastofnunum og þolmörkum sé nú þegar náð.
Eydís Ásbjörnsdóttir.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra frá 14.nóvember 2013 sem hér segir:
Bæjarráð samþykkir samhljóða lið 1.
Bæjarráð samþykkir samhljóða lið 2, að undanskyldum liðum a. og b. sem samþykktir eru með tveimur atkvæðum.
Bæjarráð samþykkir samhljóða lið 3.
Bæjarráð samþykkir samhljóða lið 4.a.
5.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2013 - Félagsmálanefnd
Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra frá 6.nóvember um viðauka vegna fjárhagsáætlunar 2013 sem félagsmálanefnd vísaði til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarráði. Fjármálastjóra falið að vinna viðauka og leggja fyrir fund bæjarstjórnar nk. fimmtudag.
6.
Endurskoðun á umferðarsamþykkt
Framlagðar breytingatillögur á samþykkt um umferð í Fjarðabyggð sem gerðar voru á 79. fundi eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarráð fer fram á við eigna- skipulags- og umhverfisnefnd að nefndin yfirfari samþykktina að nýju og fái yfirlögregluþjón hjá Sýslumannsembættinu á Eskifirði til að koma á fund nefndarinnar. Óskað er eftir að embætti sýslumanns veiti umsögn og skili nefndinni minnisblaði.
Bæjarráð fer fram á við eigna- skipulags- og umhverfisnefnd að nefndin yfirfari samþykktina að nýju og fái yfirlögregluþjón hjá Sýslumannsembættinu á Eskifirði til að koma á fund nefndarinnar. Óskað er eftir að embætti sýslumanns veiti umsögn og skili nefndinni minnisblaði.
7.
Gjaldskrár í fræðslu-og frístundastofnunum
Fyrir liggur minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa þar sem kynntar eru tvær breytingar á gjaldskrám íþróttamiðstöðva. Annars vegar er bætt við 10 miða korti í líkamsrækt og sund og hins vegar að eldri borgarar í Fjarðabyggð fái aðgangskort í sundlaugar Fjarðabyggðar að gjöf og samhliða verði fellt úr gjaldskrá, að 67 ára og eldri fái frítt í sund. Fræðslu- og frístundanefnd hefur samþykkt breytingarnar. Bæjarráð samþykkir ofangreindar breytingar.
Þá samþykkir bæjarráð að breyta ákvörðunum um gjaldskrárhækkanir frá fundi 19.október þannig að gjaldskrá skóladagheimila hækki um 3 % í stað 8% og gjaldskrá tónlistarskóla hækki um 10% í stað 14%
Þá samþykkir bæjarráð að breyta ákvörðunum um gjaldskrárhækkanir frá fundi 19.október þannig að gjaldskrá skóladagheimila hækki um 3 % í stað 8% og gjaldskrá tónlistarskóla hækki um 10% í stað 14%
8.
Hugmyndir um samstarf/sameiningu leik- og grunnskóla á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði
Bæjarráð samþykkir að samstarf grunn- og leikskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar verði aukið og leitað verði leiða til einföldunar á stjórn skólanna.
9.
Framtíð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands
Óskað er eftir afstöðu, fyrir 23. nóvember nk., um hvort Fjarðabyggð hafi hug á að vera áfram aðili að Atvinnuþróunarsjóði Austurlands. Bæjarráð vísar til bókunar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar frá 13.desember 2012 þar sem bæjarstjórn telur að auka þurfi sveigjanleika í samþykktum Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands þannig að hann geti tekist á við ný verkefni á svæðinu. Í 7.grein draga, að nýjum samþykktum, er stjórn atvinnuþróunarsjóðs heimilt að taka úr sjóðnum árlega sem nemur allt að heildarframlagi ársins, í tiltekin verkefni eða starfsemi, m.a. á sviði þróunar og markaðsmála á sviði SSA. Bæjarráð Fjarðabyggðar er tilbúið að vera aðili að sjóðnum ef árlegt heildarframlag til sjóðsins á árinu 2014, auk þeirra peninga sem fyrir eru í sjóðnum, fari til uppbyggingar og eflingar á starfsemi flugvallarins á Egilsstöðum, m.a. með það að markmiði að koma á reglulegu millilandaflugi.
10.
Krafa vegna hönnunarvinnu hjúkrunarheimilisins í Fjarðabyggð
Bréf ríkislögmanns frá 7.nóvember og minnisblað fjármálastjóra frá 13.nóvember er varðar greiðslu á lögfræðikostnaði vegna dóms hæstaréttar er varðar hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Eskifirði. Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra til lúkningar málsins.
11.
Hafnarmál á Norðfirði - Lenging stálþils togarabryggju
Drög að verksamningi um "Norðfjarðarhöfn - lenging stálþils" sem samþykktur var á 124. fundi hafnarstjórnar þann 5. nóvember og vísað til staðfestingar í bæjarráði. Bæjarráð staðfestir verksamninginn.
12.
Framlenging samnings um ljósritun á höfundaréttarvörðu efni
Framlagt minnisblað forstöðumanns stjórnsýslu vegna beiðni um framlengingu á samningi við Fjölís. Bæjarráð samþykkir að samningur við Fjölís um ljósritun á höfundaréttarvörðu efni verði framlengdur til 31.desember 2014.
13.
14.mál til umsagnar - hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum
Beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum. Bæjarráð ítrekar þá skoðun sína að ef sveitarfélög eigi að fá hlutdeild í veiðileyfagjöldum þá eigi þau sveitarfélög þar sem gjaldheimtan á sér stað, að fá rétt hlutfall af gjaldinu til baka. Sjávarútvegsfyrirtækin í Fjarðabyggð borga 2,2 milljarða á ári í veiðileyfgjöld og þannig renni 220 milljónir til Fjarðabyggðar ef 10% renna til sveitarfélaganna. Lagt fram til kynningar.
14.
Stjórnarfundir Skólaskrifstofu Austurlands 2013
Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar og aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands frá 11.nóvember 2013 og samþykkt fjárhagsáætlun 2014. Vísað til fræðslu- og frístundanefndar.
15.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2014 - útsvarsálagning
Tekin til umfjöllunar útsvarsálagningu fyrir árið 2014. Bæjarráð samþykkir að útsvarshlutfall ársins 2014 verði 14,48 % af tekjum einstaklinga í Fjarðabyggð. Með þessu er útsvarsheimild sveitarfélagsins fullnýtt 2014. Bæjarráð vísar staðfestingu á útsvarsprósentu til bæjarstjórnar.
16.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2014 - fasteignagjöld
Fyrir liggur tillaga um álagningarstofna fasteignagjalda 2014 og reglur um afslátt af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega.
Fasteignagjöld ársins 2014 verði sem hér segir:
Fasteignaskattur A verði 0,45 % af húsmati og lóðarhlutamati.
Fasteignaskattur B verði 1,32 % af húsmati og lóðarhlutamati.
Fasteignaskattur C verði 1,55 % af húsmati og lóðarhlutamati.
Lóðarleiga íbúðarhúsnæðis verði 0,53 % af lóðarhlutamati.
Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis verði 2,00% af lóðarhlutamati.
Vatnsgjald verði 0,31 % af húsmati.
Holræsagjald verði 0,32 % af húsmati.
Sorphreinsunargjald verði 21.700 kr. á heimili.
Sorpeyðingargjald verði 10.300 kr.á heimili.
Fjöldi gjalddaga verði átta - mánaðarlega frá 1. febrúar.
Eindagi fasteignagjalda verður síðasti virki dagur gjalddagamánaðar.
Jafnframt er lagt til að afsláttur á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega verði sem hér segir:
a)Hámarks afsláttur af fasteignaskatti fylgi breytingum fasteignamatsstofns og verði kr. 53.541 á árinu 2014.
b)Afsláttur fasteignaskatts er tekjutengdur og miðast við árstekjur ársins 2013 samanber álagningu skattstjóra á árinu 2014 og skulu tekjumörk vera sem hér segir:.
Einstaklingar:
Brúttótekjur allt að kr. 2.579.465 - 100 % afsláttur
Brúttótekjur yfir 3.411.282 - 0 % afsláttur
Hjón og samskattað sambýlisfólk:
Brúttótekjur allt að kr. 3.917.878 - 100 % afsláttur
Brúttótekjur yfir 4.682.550 - 0 % afsláttur
Bæjarráð samþykkir tillögu og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
Fasteignagjöld ársins 2014 verði sem hér segir:
Fasteignaskattur A verði 0,45 % af húsmati og lóðarhlutamati.
Fasteignaskattur B verði 1,32 % af húsmati og lóðarhlutamati.
Fasteignaskattur C verði 1,55 % af húsmati og lóðarhlutamati.
Lóðarleiga íbúðarhúsnæðis verði 0,53 % af lóðarhlutamati.
Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis verði 2,00% af lóðarhlutamati.
Vatnsgjald verði 0,31 % af húsmati.
Holræsagjald verði 0,32 % af húsmati.
Sorphreinsunargjald verði 21.700 kr. á heimili.
Sorpeyðingargjald verði 10.300 kr.á heimili.
Fjöldi gjalddaga verði átta - mánaðarlega frá 1. febrúar.
Eindagi fasteignagjalda verður síðasti virki dagur gjalddagamánaðar.
Jafnframt er lagt til að afsláttur á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega verði sem hér segir:
a)Hámarks afsláttur af fasteignaskatti fylgi breytingum fasteignamatsstofns og verði kr. 53.541 á árinu 2014.
b)Afsláttur fasteignaskatts er tekjutengdur og miðast við árstekjur ársins 2013 samanber álagningu skattstjóra á árinu 2014 og skulu tekjumörk vera sem hér segir:.
Einstaklingar:
Brúttótekjur allt að kr. 2.579.465 - 100 % afsláttur
Brúttótekjur yfir 3.411.282 - 0 % afsláttur
Hjón og samskattað sambýlisfólk:
Brúttótekjur allt að kr. 3.917.878 - 100 % afsláttur
Brúttótekjur yfir 4.682.550 - 0 % afsláttur
Bæjarráð samþykkir tillögu og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
17.
Breyting á skipan í nefndir Fjarðalistans kjörtímabilið 2010-2014
Guðrún Jónsdóttir tekur sæti Guðrúnar Veigu Guðmundsdóttur sem varamaður í fræðslu- og frístundanefnd fyrir Fjarðalistann.
18.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2013
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 48 frá 12. nóvember 2013 lögð fram til kynningar.
19.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 79
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 79 frá 11.nóvember 2013 lögð fram til kynningar.
20.
Atvinnu- og menningarnefnd - 51
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 51 frá 13.nóvember 2013 lögð fram til kynningar.
21.
Fræðslu- og frístundanefnd - 46
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 46 frá 13.nóvember 2013 lögð fram til kynningar.