Bæjarráð
366. fundur
2. desember 2013 kl. 08:30 - 10:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014
Fyrir liggja samningar um vinnslu afla úr byggðakvóta.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra umboð til að staðfesta fyrirliggjandi samninga um vinnslu afla, vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2013/2014 sem og aðra þá samninga sem berast síðar til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra umboð til að staðfesta fyrirliggjandi samninga um vinnslu afla, vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2013/2014 sem og aðra þá samninga sem berast síðar til staðfestingar.
2.
Kaup á Fjarðarbraut 53 Stöðvarfirði
Bæjarráð hafði áður samþykkt sölu á Fjarðarbraut 53 á fundi 30.júlí 2013. Þau kaup gengu ekki eftir, en á grundvelli fyrri samþykktar bæjarráðs hefur bæjarstjóri samþykkt nýtt tilboð í Fjarðarbraut 53 Stöðvarfirði á 900.000 kr. með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.
3.
Kaupvangur - beiðni um styrk vegna endurgerðar hússins
Ósk um niðurfellingu á fasteignagjöldum vegna endurgerðar Kaupvangs við Hafnargötu 15 á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð fagnar framtaki og metnaði við að byggja húsið upp. Á þessum tíma liggja ekki fyrir reglur um styrkveitingar vegna endurgerðar gamalla húsa.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að skoða gerð reglna og endurskoða fyrirliggjandi reglur um styrki vegna endurgerðar húsa og verður erindið tekið upp að nýju þegar niðurstaða liggur fyrir.
Bæjarráð fagnar framtaki og metnaði við að byggja húsið upp. Á þessum tíma liggja ekki fyrir reglur um styrkveitingar vegna endurgerðar gamalla húsa.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að skoða gerð reglna og endurskoða fyrirliggjandi reglur um styrki vegna endurgerðar húsa og verður erindið tekið upp að nýju þegar niðurstaða liggur fyrir.
4.
Mótmæli gegn niðurskurði heilsugæslu á Fáskrúðsfirði
Fram lagt bréf Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga frá 25.nóvember þar sem mótmælt er niðurskurði í heilsugæslu á Fáskrúðsfirði á síðustu misserum.
Bæjarráð tekur heilshugar undir áhyggjur sem koma fram í bréfi um niðurskurð á heilsugæslu.
Bæjarráð tekur heilshugar undir áhyggjur sem koma fram í bréfi um niðurskurð á heilsugæslu.
5.
Fjölskyldumeðferð SÁÁ - Helgarnámskeið í Fjarðabyggð
Fram lagt erindi frá SÁÁ um helgarnámskeið í Fjarðabyggð undir yfirskriftinni "Fjölskyldumeðferð" þar sem haldnir eru fyrirlestrar um áfengissýki og vímuefnafíkn.
Vísað til félagsmálanefndar.
Vísað til félagsmálanefndar.
6.
740 Naustahvammur 60 - umsókn um lóð
Einar Birgir Kristjánsson, f.h. Tandrabergs ehf. sækir um lóðina Naustahvamm 60 á Norðfirði til að byggja iðnaðarhúsnæði fyrir hafnsækna starfsemi. Fyrirhugað er að þar fari fram framleiðsla á vörubrettum. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti fyrir sitt leyti að úthluta Tandraberg ehf. lóðinni og vísaði umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
7.
Fyrirspurn um hugsanlega leigu eða kaup á hluta af eyðibýlinu Hvalnesi
Lagt fram til kynningar en samkvæmt aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007 til 2027 er gert ráð fyrir svæði undir hesthús og frístundahúsdýrahald utan við þéttbýlið á Stöðvarfirði.
8.
Bókun frá bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstað um ferjusiglingar - Smyril line
Bókun bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar frá 20.nóvember vegna ferjusiglinga Norrænu lögðu fram til kynningar.
9.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2014 - fasteignagjöld
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Lögð fram til umræðu tillaga fjármálastjóra að reglum um afslátt af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2014.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Lögð fram til umræðu tillaga fjármálastjóra að reglum um afslátt af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2014.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
10.
Til athugunar varðandi álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2014
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Fram lögð tilkynning um væntanlega breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og hámarksútsvari á árinu 2014. Einnig lagður fram tölvupóstur framkvæmdastjóra sambandsins er varðar sama efni.
Bæjarráð samþykkir að endanlegt útsvarshlutfall verði 14,52% með fyrirvara um að frumvarp um hækkun hámarksútsvars sem er í umfjöllun Alþingis verði að lögum. Um er að ræða tilfærslu skatthlutfalls milli ríkis og sveitarfélaga en ekki beina hækkun á skatthlutfalli. Vísað til bæjarstjórnar til endanlegrar staðfestingar.
Fram lögð tilkynning um væntanlega breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og hámarksútsvari á árinu 2014. Einnig lagður fram tölvupóstur framkvæmdastjóra sambandsins er varðar sama efni.
Bæjarráð samþykkir að endanlegt útsvarshlutfall verði 14,52% með fyrirvara um að frumvarp um hækkun hámarksútsvars sem er í umfjöllun Alþingis verði að lögum. Um er að ræða tilfærslu skatthlutfalls milli ríkis og sveitarfélaga en ekki beina hækkun á skatthlutfalli. Vísað til bæjarstjórnar til endanlegrar staðfestingar.
11.
Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga(EFS)til endurskoðenda sveitarfélaga
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Fram lagt til kynningar bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga frá 25.nóvember þar sem vakin er athygli á bréfi nefndarinnar til þeirra er önnuðust endurskoðun ársreikninga sveitarfélaga 2012.
Fram lagt til kynningar bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga frá 25.nóvember þar sem vakin er athygli á bréfi nefndarinnar til þeirra er önnuðust endurskoðun ársreikninga sveitarfélaga 2012.
12.
Fjármál sveitarfélaga, Fjárhagsleg viðmið og upplýsingar um fjármál sveitarfélaga
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Lagt fram bréf fjármálastjóra til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, þar sem gerð er grein fyrir hvernig bæjarstjórn háttar stjórnun og eftirliti með fjármálum Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir drög að bréfi fjármálastjóra.
Lagt fram bréf fjármálastjóra til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, þar sem gerð er grein fyrir hvernig bæjarstjórn háttar stjórnun og eftirliti með fjármálum Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir drög að bréfi fjármálastjóra.
13.
Mögulegt ólögmæti lána LS frá 2006
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Fram lagður úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur um frávísunarkröfu Lánasjóðs sveitarfélaga en dómurinn vísar frá hluta af varakröfum.
Bæjarráð samþykkir tillögu lögmanns um að sveitarfélagið sætti sig við niðurstöðu héraðsdómsins.
Fram lagður úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur um frávísunarkröfu Lánasjóðs sveitarfélaga en dómurinn vísar frá hluta af varakröfum.
Bæjarráð samþykkir tillögu lögmanns um að sveitarfélagið sætti sig við niðurstöðu héraðsdómsins.
14.
Aðlögunaráætlun 2013-2023 og Fjárhagsáætlun 2014-2017
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Fram lögð drög að bréfi fjármálastjóra til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, um frávik í fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar frá samþykktri aðgerðaráætlun áranna 2013 - 2023.
Bæjarráð samþykkir drög að bréfi.
Fram lögð drög að bréfi fjármálastjóra til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, um frávik í fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar frá samþykktri aðgerðaráætlun áranna 2013 - 2023.
Bæjarráð samþykkir drög að bréfi.
15.
Reikningagerð veitufyrirtækja
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Fram lagt minnisblað fjármálastjóra um breytingar á fyrirkomulagi reikningagerðar fyrir Hitaveitu Eskifjarðar og Rafveitu Reyðarfjarðar. Lagt er til að sveitarfélagið taki að sér útgáfu reikninga beint vegna veitufyrirtækjanna tveggja.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra.
Fram lagt minnisblað fjármálastjóra um breytingar á fyrirkomulagi reikningagerðar fyrir Hitaveitu Eskifjarðar og Rafveitu Reyðarfjarðar. Lagt er til að sveitarfélagið taki að sér útgáfu reikninga beint vegna veitufyrirtækjanna tveggja.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra.
16.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2013
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22.nóvember lögð fram til kynningar
17.
Fundagerðir 2013 - Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum
Fundargerð aðalfundar sveitarfélaga á köldum svæðum frá 4.október 2013 lögð fram til kynningar.
18.
152.mál til umsagnar - um breytingu á sveitarstjórnarlögum
Beiðni Alþingis um umsögn vegna frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum.
Lagt fram til kynningar og vísað til fjármálastjóra.
Lagt fram til kynningar og vísað til fjármálastjóra.
19.
159.mál til umsagnar - um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði (heildarlög)
Beiðni Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.
Lagt fram til kynningar og vísað til félagsmálanefndar.
Lagt fram til kynningar og vísað til félagsmálanefndar.
20.
160.mál til umsagnar - um lífsýnasöfn (söfn heilbrigðisupplýsinga og leitargrunnar)
Beiðni Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um lífsýnasöfnun.
Lagt fram til kynningar og vísað til félagsmálanefndar.
Lagt fram til kynningar og vísað til félagsmálanefndar.
21.
167.mál til umsagnar - um náttúruvernd (brottfall laganna)
Beiðni Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga vegna náttúruverndar nr. 60/2013.
Lagt fram til kynningar og vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
Lagt fram til kynningar og vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
22.
186.mál til umsagnartil - um barnaverndarlög (rekstur heimila fyrir börn)
Beiðni Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum.
Lagt fram til kynningar og vísað til barnaverndarnefndar.
Lagt fram til kynningar og vísað til barnaverndarnefndar.
23.
Breytingar á nefndarskipan sjálfstæðisflokks á kjörtímabilinu 2010-2014
Sjálfstæðisflokkurinn tilnefnir Þórunni Hyrnu Víkingsdóttur sem varmann í fræðslu- og frístundanefnd í stað Estherar Bergsdóttur.
24.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2013
Fundargerð barnaverndarnefnar nr. 39 frá 19. nóvember lögð fram til kynningar.
25.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 81
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 81 frá 25.nóvember lögð fram til kynningar.