Fara í efni

Bæjarráð

367. fundur
9. desember 2013 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2013 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1305034
Fjármálastjóri sat þennan lið dagskrár.
Fram lagt yfirlit yfir rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrstu 10 mánuði ársins 2013.
Fjármálastjóri kynnir yfirlit. Yfirlit lagt fram sem trúnaðarmál.
2.
Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1104080
Bæjarstjóri gerði grein fyrir drögum að viðauka við samning um uppbyggingu safns í franska spítalanum á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar staðfestingu hans til bæjarstjórnar.
3.
Minnt á endurskoðun verkfallslista
Málsnúmer 1312013
Fyrir 1.febrúar ár hvert þarf að birta lista yfir þá starfsmenn sveitarfélagsins sem ekki hafa verkfallsheimild.
Núverandi listi lagður fram til umræðu en hann heldur gildi sínu þar til nýr er auglýstur.
Bæjarráð samþykkir að áður birtur listi haldi gildi sínu.
4.
197.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna
Málsnúmer 1312036
Fram lögð til kynningar tillaga til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og valin verði hentug tímasetning til þess að ráðast í aðgerðina, innan árs frá samþykkt tillögu þessarar, að lokinni tilhlýðilegri kynningu í þjóðfélaginu ásamt undirbúningi. Umsagnarfrestur er til 7.janúar 2014.
5.
186.mál til umsagnar frumvarp til laga um húsaleigubætur (námsmenn)
Málsnúmer 1312035
Fram lögð beiðni Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um húsaleigubætur fyrir námsmenn.
Frestur til umsagnar er veittur til 19.desember.
Vísað til félagsmálanefndar.
6.
102.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun
Málsnúmer 1312038
Fram lögð til kynningar tillaga til þingsályktunar um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun. Alþingi ályktar að skora á umhverfis- og auðlindaráðherra að láta kanna þjóðhagslega hagkvæmni þess að minnka plastpokanotkun hér á landi. Gerð verði könnun á því hvaða kostir eru hagkvæmir og í því tilliti verði.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
7.
Breyting á skipan í nefndir Fjarðalistans kjörtímabilið 2010-2014
Málsnúmer 1203050
Fjarðalistinn breytir nefndaskipan.
Guðfinna Kristjánsdóttir hættir sem varamaður í fræðslu- og frístundanefnd og Margrét Þorvaldsdóttir tekur sæti hennar.
8.
Starfslíðan starfsmanna Fjarðabyggðar TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1305121
Þennan lið dagskrár sat Arney Einarsdóttir frá fyrirtækinu HRM. Fór hún yfir niðurstöður vinnustaðagreiningar sem gerð var meðal starfsmanna Fjarðabyggðar í haust. Vinnustaðagreiningin er trúnaðarmál en almennar upplýsingar um niðurstöður eru kynntar á heimasíðu sveitarfélagsins.
9.
Ofanflóðavarnir í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1302105
Þennan lið dagskrá sat Hafsteinn Pálsson frá Ofanflóðasjóði, mannvirkjastjóri og formaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Umræða tekin um framkvæmdir vegna ofanflóðavarna og áætlanir vegna þeirra í Fjarðabyggð.