Fara í efni

Bæjarráð

368. fundur
16. desember 2013 kl. 09:00 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Endurskoðun á umferðarsamþykkt
Málsnúmer 1009017
Framlagðar tillögur frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd um breytingar á umferðarsamþykkt.
Fundur er í samráðshópi foreldra, lögreglu og sveitarfélagsins í dag þar sem rætt verður um umferðaröryggi.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
2.
Ósk um aukafjárveitingu til kaupa á yfirbreiðslu fyrir sundlaugina á Eskifirði
Málsnúmer 1312015
Fram lagt minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa og eigna- og framkvæmdafulltrúa. Í minnisblaðinu kemur fram að mistök hafi verið gerð þegar keypt var ábreiða yfir sundlaugina á Eskifirði og útséð að hún verður ekki notuð þar, en gæti nýst bæði í sundlauginni á Stöðvarfirði og Norðfirði, en ábreiður í þeim sundlaugum eru báðar orðnar slitnar. Einnig er hægt að selja ábreiðuna með ákveðnum afföllum. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að ábreiðan fari á Norðfjörð og veitt verði viðbótarfjármagn til eignasjóðs til kaupa á ábreiðu fyrir sundlaugina á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í kaup á nýrri yfirbreiðslu fyrir sundlaugina á Eskifirði og umrædd ábreiða fari í sundlaug í Neskaupstað.
Fjármálastjóra falið að gera viðauka á grundvelli tillögunnar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar á fimmtudaginn kemur.
3.
Gjaldskrá rafveitu Fjarðabyggðar 2014
Málsnúmer 1310056
Á 82. fundi eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, sem haldinn var þann 9. desember sl leggur nefndin til við bæjarráð eftirfarandi:
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu um 2,4% hækkun á almennum taxta og 7,1% hækkun ótryggðri orku til að vega upp á móti hækkunum á sölutaxta Landsvirkjunar. Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2014.
Bæjarráð samþykkir tillögu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar að breytingu á gjaldskránni og hún taki gildi 1.1.2014.
4.
Breiðablik 2013
Málsnúmer 1103057
Framlagðar til staðfestingar reglur um þjónustuíbúðir fyrir aldraðra ásamt verklagsreglum um mat á þörf og forgangsröðun. Félagsmálanefnd samþykkti reglurnar á fundi sínum þann 3. desember sl. og vísaði til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti en áður en þær komi til endanlegrar staðfestingar bæjarstjórnar liggi fyrir gjaldskrá og að kynning hafi fari fram á reglum og gjaldskrá. Félagsmálanefnd falið að útfæra gjaldsrá sem fyrst.
5.
Siðareglur 2013
Málsnúmer 1311018
Framlagðar siðareglur fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar vegna starfsfólks í búsetuþjónustu. Félagsmálanefnd samþykkti á 48. fundi sínum reglurnar fyrir sitt leyti og vísaði þeim til staðfestingar bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
6.
Reglur um fjárhagsaðstoð
Málsnúmer 1009112
Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra vegna breytinga á núverandi reglum um fjárhagsaðstoð. Félagsmálanefnd samþykkti tillögur að breytingum á fundi sínum þann 10. desember sl. og vísaði til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
7.
Gjaldtaka Fasteignaskrár Íslands vegna fasteignamats
Málsnúmer 1111072
Framlagður til kynningar dómur Héraðsdóms í máli Fjarðabyggðar gegn Þjóðskrá Íslands.
Með dómi uppkveðnum föstudaginn 6.12.2013 féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á aðalkröfu Fjarðabyggðar í máli gegn íslenska ríkinu og Þjóðskrá. Voru stefndu (íslenska ríkið og Þjóðskrá) dæmd til að greiða Fjarðabyggð kr. 19.785.684 auk vaxta og dráttarvaxta til greiðsludags af þeirri fjárhæð. Þá voru stefndu dæmd til að greiða Fjarðabyggð kr. 1.200.000 í málskostnað.
8.
Norðfjarðargöng - samningar um landabætur
Málsnúmer 1207029
Drög að samningum um jarðabætur vegna lagningu vega að Norðfjarðargöngum lagðir fram til umræðu og staðfestingar. Þá er lagt fram bréf Hestamannafélagsins Blæs um greiðslu á bótum til félagsins.
Bæjarráð samþykkir samningana fyrir sitt leyti og felur bæjarritara að ljúka frágangi þeirra á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Jafnframt samþykkir bæjarráð greiðslu til Hestamannfélagsins Blæs að uppfylltum formsatriðum.
9.
Leyfi um aðstöðu í íþróttahúsi Reyðarfjarðar fyrir þorrablót 2014
Málsnúmer 1312051
Þorrablót Reyðarfjarðar óskar eftir aðstöðu 24. janúar í íþróttahúsinu á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að heimila Þorrablótinu afnot af húsinu.
10.
Samningur um Atvinnuþróunarsjóð Austurlands
Málsnúmer 1110202
Framlagður samningur um Atvinnuþróunarsjóð Austurlands.
Bæjarráð samþykkir samninginn með vísan til fyrri samþykkta Fjarðabyggðar um áherslur og markmið sjóðsins og felur bæjarritara undirritun hans.
11.
Verkefnið Nýir íbúar á góðum stað
Málsnúmer 1312057
Framlagt bréf Rauða Kross Íslands þar sem tilkynnt er að verkefnið eins og það hefur verið rekið sé komið á endastöð og verði ekki endurnýjað af hálfu stofnunarinnar. Boðin er aðkoma að því að móta nýtt verkefni sem starfsmaður þeirra á Austurlandi gæti komið að með einhverjum skilgreindum hætti, gegn framlagi frá Fjarðabyggð.
Bæjarráð þakkar samstarfið við Rauða Krossinn og Sigríði Herdísi fyrir störf hennar á þessu sviði. Málefnum nýrra íbúa vísað til skoðunar á stjórnsýslu- og þjónustusviði.
12.
Innlausn lóðarinnar Fossgata 3
Málsnúmer 1312061
Framlagt bréf Tandrabergs ehf. þar sem óskað er innlausnar á lóðinni Fossgata 3 á Eskifirði og andvirði innlausnar fari til greiðslu á gjöldum vegna Naustahvamms 60 í Neskaupstað.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur fjármálastjóra að leggja fram tillögu að innlausn á lóðinni fyrir bæjarráð.
13.
215.mál til umsagnar frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs (verndun umhverfis og heilsu, EES-reglur
Málsnúmer 1312045
Framlagt til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs,
með síðari breytingum (innleiðing tilskipunar 2008/98/EB, rafhlöður og rafgeymar, raf- og rafeindatæki, drykkjarvöruumbúðir).
Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
14.
Ályktanir sveitarstjórnarvettvangs EFTA
Málsnúmer 1312044
Framlagðar til kynningar ályktanir sveitarstjórnarvettvangs EFTA um endurskoðun evrópskra reglna um úrgangsmál og tilskipunar um endurnýtingu opinberra upplýsinga.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og stjórnsýslusviðs.
15.
Fundagerðir 2013 - Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum
Málsnúmer 1308100
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnarfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum sem haldinn var 10. desember 2013.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
16.
Samgöngunefnd SSA - Fundargerðir 2013
Málsnúmer 1305097
Framlögð til kynningar 1. fundargerð samgöngunefndar Sambands sveitarfélaga Austurlandi frá 28. nóvember s.l.
17.
Stjórnarfundir StarfA 2013
Málsnúmer 1302097
Framlagðar til kynningar fundargerðir stjórnar Starfa frá 1. nóvember og 3. desember.
Vísað til félagsmálanefndar.
18.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2013
Málsnúmer 1301074
Framlögð til kynningar fundargerð félagsmálanefndar nr. 49. frá 3. desember.
19.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 82
Málsnúmer 1312002F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 82. frá 9. desember lögð fram til kynningar.
20.
Hafnarstjórn - 125
Málsnúmer 1312003F
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 125 frá 10. desember lögð fram til kynningar
21.
Fræðslu- og frístundanefnd - 47
Málsnúmer 1311021F
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 47. frá 11. desember lögð fram til kynningar.
22.
Atvinnu- og menningarnefnd - 52
Málsnúmer 1311019F
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 52 frá 11. desember lögð fram til kynningar.