Fara í efni

Bæjarráð

369. fundur
6. janúar 2014 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun 2013 - viðauki 8
Málsnúmer 1401001
Fram lagður viðauki nr.8 við fjárhagsáætlun 2013 vegna símenntunar, námsstyrkja, veikindapotts og liðsstyrksverkefnis.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu hans til bæjarstjórnar.
2.
Breyting á reglum um afskriftanefnd viðskiptakrafna
Málsnúmer 1110166
Fram lagðar til staðfestingar breyttar reglur um afskriftarnefnd viðskiptakrafna til afgreiðslu bæjarráðs og staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar staðfestingu þeirra til bæjarstjórnar.
3.
Reglur um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts
Málsnúmer 1312097
Fram lagðar endurskoðaðar reglur um styrki vegna fasteignaskatts m.t.t. endurgerðar húsa til afgreiðslu bæjarráðs og staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð leggur til afmarkaðar breytingar á drögunum varðandi afsláttarhlutfall og tímalengd.
Bæjarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum fyrir sitt leyti og vísar staðfestingu þeirra til bæjarstjórnar.
4.
Reglur um ferðakostnað starfsmanna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1312079
Núverandi leiðbeiningar/fyrirmæli um greiðslu ferðakostnaðar eru hér settar fram í einni reglu til afgreiðslu bæjarráðs og staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð leggur til afmarkaðar breytingar á drögunum.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar staðfestingu þeirra til bæjarstjórnar.
5.
Reglur um upplýsingatæknimál
Málsnúmer 1310150
Fram lagðar reglur í upplýsingatæknimálum fyrir Fjarðabyggð til afgreiðslu bæjarráðs og staðfestingar bæjarstjórnar.
a) Reglur um tölvupóst og netnotkun
b) Regla um almenna tölvunotkun starfsmanna upplýsingatæknikerfa.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar staðfestingu þeirra til bæjarstjórnar.
6.
Starfsleyfi fyrir Gámaþjónustu Austurlands vegna starfseminnar að Hafnargötu 6 á Reyðarfirði.
Málsnúmer 1306116
Fram lögð til kynningar kæra frá Ásmundi Ásmundssyni, Ragnari Sigurðssyni og Samúel K Sigurðssyni til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindanefndar vegna starfsleyfis Gámaþjónustu Austurlands að Hafnargötu 6 á Reyðarfirði.
7.
Fjarskiptamál í Mjóafirði
Málsnúmer 1305135
Fram lagt minnisblað um stöðu fjarskiptamála Mjófirðinga en endurteknar truflanir hafa verið á síma- og gagnasambandi við Mjóafjörð. Ísingarvandamál undanfarið hafa gert það að verkum að allt fjarskiptasamband við Mjóafjörð liggur niðri.
Bæjarráð telur óásættanlegt að fjarskiptasamband sé ekki tryggt við Mjóafjörð og felur bæjarstjóra að leita lausna með Mílu hf og Símanum hf þannig að fjarskiptasamband við byggðina sé öruggt samanber bréf forstjóra Símans síðasta sumar.
8.
NORA - Experience exchange project
Málsnúmer 1307034
Fram lagt til kynningar minnisblað bæjarritara vegna stöðu NAPLN verkefnisins.
Vísað til hafnarstjórnar og bæjarritara falið að fylgja verkefninu eftir.
9.
Sameining lífeyrissjóða sveitarfélaga
Málsnúmer 1204044
Fram lögð til kynningar fundargerð síðasta stjórnarfundar Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar en stjórn sjóðsins hefur lokið sínum störfum og sjóðurinn sameinaðist Lífeyrissjóði sveitarfélaga 1. júlí s.l. Bæjarritari gerir grein fyrir lokaniðurstöðu sameiningar sjóðanna. Gögn um verðmat lögð fram á fundi sem trúnaðarmál.
Hlutdeild Fjarðabyggðar í sameiginlegu eignasafni B-deildar LSS 12,390%
Bæjarráð samþykkir hlutdeildina í safninu fyrir sitt leyti.
10.
Endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri lífeyrisþega í fyrrum Lífeyrissjóði Neskaupstaðar
Málsnúmer 1401029
Fram lagt bréf frá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall vegna eftirlaunaskuldbindinga sveitarfélagsins vegna b-deildar LSS verði óbreytt árið 2014 eða 66%.
Bæjarráð samþykkir tillögu um endurgreiðsluhlutfall fyrir árið 2014, 66%.
11.
Veittur styrkur til viðgerðar á Lúðvíkshúsi
Málsnúmer 1401003
Fram lagt bréf Forsætisráðuneytisins þar sem tilkynnt er um styrkveitingu til endurgerðar Lúðvíkshússins á Norðfirði að fjárhæð 10 milljónir kr.
Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
Bæjarráð Fjarðabyggðar þakkar Forsætisráðuneytinu fyrir veittan stuðning við mikilvægt verkefni.
12.
Veittur styrkur til viðgerðar á bragga/bröggum Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði
Málsnúmer 1401004
Fram lagt bréf Forsætisráðuneytisins þar sem tilkynnt er um styrkveitingu til endurgerðar bragga við Stríðsárasafnið á Reyðarfirði að fjárhæð 6 milljónir kr.
Vísað til atvinnu- og menningarnefndar.
Bæjarráð Fjarðabyggðar þakkar Forsætisráðuneytinu fyrir veittan stuðning við mikilvægt verkefni.
13.
Veitur styrk til endurbyggingar steinsteyptrar fjárréttar í Norðfirði
Málsnúmer 1401002
Fram lagt bréf Forsætisráðuneytisins þar sem tilkynnt er um styrkveitingu til endurgerðar fjárréttar í Norðfirði að fjárhæð 2 milljónir kr.
Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og til úrvinnslu framkvæmdasviðs.
Bæjarráð Fjarðabyggðar þakkar Forsætisráðuneytinu fyrir veittan stuðning við mikilvægt verkefni.
14.
Nýir íbúar og brottfluttir í Fjarðabyggð 2013
Málsnúmer 1302044
Fram lagt yfirlit yfir íbúaþróun í Fjarðabyggð.
Bæjarráð fagnar þeirri þróun að íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað talsvert á árinu og eru um 4.670 í lok ársins.
Vísað til atvinnu- og menningarnefndar.
15.
Ársreikningur 2012 - Veturhús
Málsnúmer 1312092
Fram lagður ársreikningur Veturhúsa ehf fyrir árið 2012 ásamt minnisblaði um stöðu félagsins.
16.
Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2013
Málsnúmer 1310153
Fram lögð ársskýrsla Skólaskrifstofu Austurlands fyrir árið 2012 ásamt ársreikningi og skýrslu stjórnarformanns.
Vísað til fræðslu- og frístundanefndar.
17.
Aðalfundur - Sjóminjasafn Austurlands 12. september 2013
Málsnúmer 1309037
Fram lagður til kynningar ársreikningur Sjóminjasafns Austurlands fyrir árið 2012 ásamt fundargerð aðalfundar.
Vísað til atvinnu- og menningarnefndar.
18.
Fundargerðir stjórnar SSA - 2013
Málsnúmer 1301160
Fram lögð til kynningar 3. fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 10. desember s.l.
19.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2013
Málsnúmer 1301338
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 811 frá 13. desember s.l. lögð fram til kynningar.