Fara í efni

Bæjarráð

370. fundur
13. janúar 2014 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Gjaldskrár Fjarðabyggðar 2014 breytingar
Málsnúmer 1401094
Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkir að eftirfarandi gjaldskrár sem snúa að barnafólki, taki breytingum sem hér segir frá 1. janúar 2014. Jafnframt felur bæjarráð fjármálastjóra að semja viðauki við fjárhagsáætlun 2014 og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Gjaldskrár leikskóla, skóladagheimila og tónskóla. Áður samþykkt hækkun fyrrgreindra gjaldskráa um 3 til 10 % frá 1. janúar 2014 er dregin til baka og verða gjaldskrár þær sömu og voru á árinu 2013. Hafa ofangreindar gjaldskrár því ekki hækkað frá 1.janúar 2012 en hækkun verðlags á tímabilinu er 8,5%.

Ekki var gert ráð fyrir hækkun á gjaldskrám í mötuneytum, íþróttamiðstöðvum og skíðamiðstöð sem lítur að börnum og unglingum að 18 ára aldri og stendur sú ákvörðun. Þá er aldursviðmið hækkað úr 16 í 18 ár í gjaldskrám íþróttamiðstöðva og skíðamiðstöðvar sem lækkar gjald í aldursbilinu umtalsvert.

Áætlaður kostnaður þessara breytinga er um 5 millj. kr. Til að mæta tillögu um að falla frá samþykkt um gjaldskrárbreytingar er gert ráð fyrir að afgangur ársins og handbært fé lækki um sömu upphæð.

Greinargerð. Sveitarfélagið Fjarðabyggð vill stuðla eins og nokkur kostur er að stöðugu verðlagi í landinu og afturkallar því hækkanir á gjaldskrám sínum eins og tillagan gerir ráð fyrir. Sveitarfélagið hefur undanfarin ár stillt gjaldskrárhækkunum í hóf og leitað fremur hagræðingar í starfsemi sinni og aukið tekjur með auknum atvinnutækifærum í sveitarfélaginu.
2.
740 Blómsturvellir 41 - Hlaða
Málsnúmer 1205104
Fram lagt minnisblað fjármálastjóra vegna viðræðna við Guðmund F. Pálsson um kaup Fjarðabyggðar á fasteign að Blómsturvöllum 41 (Hlaðan).
Bæjarráð samþykkir að kaupa fasteignina fyrir 1,5 milljón kr. Kostnaði mætt af liðnum óráðstafað 21-69-
Bæjarstjóra falið að ganga frá kaupunum.
3.
169. mál.til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs
Málsnúmer 1401066
Tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs. Alþingi ályktar að fela umhverfis- og auðlindaráðherra að vinna að því, í samvinnu við skipulagsyfirvöld og hugsanlega rétthafa, að stofna Hofsjökulsþjóðgarð sem hafi innan sinna marka Hofsjökul og aðliggjandi svæði.
4.
202. mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra
Málsnúmer 1401038
Tillaga til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra til hreindýraráðs. Alþingi ályktar að fela umhverfis- og auðlindaráðherra að hefja undirbúning að flutningi stjórnsýslu um málefni hreindýra til hreindýraráðs.
Bæjarráð fagnar framkominni þingsályktunartillögu og telur að málefni hreindýra eigi að hafa aðsetur sitt á Austfjörðum.
5.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 83
Málsnúmer 1401002F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 6. janúar s.l. lögð fram til kynningar.