Fara í efni

Bæjarráð

372. fundur
27. janúar 2014 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Hafnsækin starfsemi í Reyðarfirði
Málsnúmer 2009-02-13-215
Fram lögð gögn um skipulagsferli vegna endurskoðunar aðalskipulags í tengslum við hafnsækna starfsemi í Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að hafinn verði aðalskipulagsferill þar sem aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007 til 2027 verði endurskoðað með tilliti til uppbyggingar á hafnsækinni starfsemi á Reyðarfirði. Vinnu vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
2.
Framtíð gömlu Hulduhlíðar 2013
Málsnúmer 1302140
Fram lögð greinargerð frá Gagnráð ehf um fasteignina að Bleiksárhlíð 56 á Eskifirði.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
3.
Gjaldskrá skipulagðra samgangna 2014
Málsnúmer 1310045
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 17. október 2013 að vísa gjaldskrá skipulagðra almenningssamgangna til frekari skoðunar í bæjarráði.
Um leið og bæjarstjórn Fjarðabyggðar staðfestir þá ákvörðun bæjarráðs að halda gjaldskrá almenningssamgangna óbreyttri milli ára þá árétta bæjarfulltrúar að framtíðarsýnin sé sú að Fjarðabyggð sé eitt gjaldsvæði. Mikilvægt er nú að skjóta styrkum stoðum undir almenningssamgöngur í Fjarðabyggð og gera þær fjölbreyttari en um leið halda áfram vinnu á næsta ári við að tryggja fjárhagslegan grundvöll þeirra með það að leiðarljósi að jafna út fargjöld innan Fjarðabyggðar. Því felur bæjarstjórn bæjarráði að vinna áfram að málinu nú í vetur og fara yfir alla þætti almenningssamgangna innan Fjarðabyggðar og skila bæjarstjórn greinagerð um stöðu þeirra fyrir 1.febrúar nk. Þá mun bæjarstjórn meta málið að nýju á grundvelli þeirrar greinagerðar. Jafnframt lögð fram til umræðu tillaga um endurgjaldslaus afnot eða afslætti til starfsmann Fjarðabyggðar vegna skipulagðra samgangna.
Bæjarstjóra falið að láta vinna greinargerð um almenna stöðu skipulagðra samgangna, nýtingu einstaklinga og fyrirtækja á ferðum, fjárhagslegri stöðu þeirra ofl.
4.
Breyting á opnunartíma skíðamiðstöðvarinnar
Málsnúmer 1401235
Fram lagt minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa þar sem óskað er eftir breytingu á starfsáætlun í íþrótta- og æskulýðsmálum. Um er að ræða breyttan opnunartíma Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði á virkum dögum.
Bæjarráð samþykkir breytingu á starfsáætlun enda hefur hún ekki í för með sér breytingu á fjárhagslegum forsendum fjárhagsáætlunar.
5.
Málefni Lyfju í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1104026
Fram lagður tölvupóstur Önnu Margrétar Sigurðardóttur er varðar fyrirhugaðar breytingar á skilgreiningu lyfjaútibús í Neskaupstað.
Bæjarstjóra falið að ræða við forráðamenn Lyfju þar sem þess er óskað að sérstakur lyfsali verði í Fjarðabyggð.
6.
Beiðni um styrk - nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda - 2014
Málsnúmer 1401203
Fram lagt bréf frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NKG) er verkefni sem hvetur til nýsköpunarkennslu í grunnskólum landsins. Nú þegar taka um 50 grunnskólar þátt að jafnaði með um 3000 umsóknir á landsvísu. Starfið fer fram allt árið um kring, með uppskeru í lok skólaárs. Tilgangur NKG er að gera einstaklingnum grein fyrir sköpunargáfu sinni og þroska hana í gegnum vinnu með eigin hugmyndir. Tillaga NKG að upphæð styrks eru 35 til 250 þúsund kr. eftir stærð sveitarfélaga.
Vísað til fræðslu- og frístundanefndar.
7.
NAPLN - Experience exchange project
Málsnúmer 1307034
Fram lagt til kynningar minnisblað bæjarritara um stöðu Napln verkefnisins en sótt hefur verið um styrk til Barents 2020 þar sem ekki fékkst úthlutun úr NORA sjóðnum.
Vísað til hafnarstjórnar.
8.
249.mál til umsagnar um frumvarp til laga um útlendinga (EES-reglur og kærunefnd), 249. mál.
Málsnúmer 1401188
Fram lagt til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 96/2002, um útlendinga, með síðari breytingum (EES-reglur, innleiðing, kærunefnd, hælismál).
9.
Tillaga um gerð minningarreits um snjóflóðin sem féllu 1974
Málsnúmer 1005214
Bæjarráð samþykkir að starfshóp um minningarreit vegna snjóflóðanna í Neskaupstað 1974 skipi Jón Björn Hákonarson formaður, Gunnar Larsson, Árni Þorsteinsson, Alfreð Alfreðsson, Berglind Þorbergsdóttir og Guðmundur Elíasson.