Fara í efni

Bæjarráð

373. fundur
3. febrúar 2014 kl. 08:30 - 12:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Kaupvangur - beiðni um styrk vegna endurgerðar hússins
Málsnúmer 1311094
Framlögð beiðni um styrk vegna endurgerðar Kaupvangs að Hafnargötu 15 á Fáskrúðsfirði. Jafnframt lagt fram minnisblað frá skipulags- og byggingarfulltrúa. Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni og felur fjármálasviði að ganga frá styrk m.v. fyrirliggjandi reglur.
2.
735 Strandgata 120 - byggingarleyfi - smáhýsi
Málsnúmer 1401189
Ferðaþjónustan á Móeyri hefur sótt um að byggja sex smáhýsi á Mjóeyri ásamt því að stækka lóð um 1.844 m2.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt umsóknina fyrir sitt leyti. Bæjarráð samþykkir stækkun lóðar og byggingu smáhýsa.
3.
Húsnæðismál Tónskóla Neskaupstaðar
Málsnúmer 1311161
Framlagt minnisblað eigna- og framkvæmdafulltrúa vegna beiðni um aukafjárveitingu vegna framkvæmda við húsnæði Tónskóla Neskaupstaðar. Bæjarráð felur fjármálastjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna framkvæmdanna. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
4.
Kaup á fasteigninni að Túngötu 13 Eskifirði
Málsnúmer 1306060
Framlögð matsgerð og kaupsamningur vegna uppkaupa á fasteigninni að Túngötu 13 á Eskifirði vegna ofanflóðavarna en fasteignin er á skilgreindu hættu/framkvæmdasvæði við Lambeyrará. Ofanflóðasjóður greiðir 90% kaupverðs. Bæjarráð staðfestir kaupverð kr. 22.500.000 og felur bæjarstjóra afgreiðslu málsins.
5.
Atvinnumál á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1401116
Upplýsingar um íbúafund sem haldinn verður á Stöðvarfirði miðvikudaginn 5.febrúar kl. 17:30. Á dagskrá fundarins er kynning á hugmyndum um Þokusetur auk þess sem rætt verður um atvinnumál á Stöðvarfirði. Fulltrúar Austurbrúar og Fjarðabyggðar verða á fundinum.
6.
Rammasamningur vegna kaupa á tölvubúnaði
Málsnúmer 1401282
Framlagt minnisblað bæjarritara þar sem lagt er til að Fjarðabyggð semji við IBM Danmark um fjármögnun á tölvubúnaði fyrir 600.000 DKK til þriggja ára. Bæjarráð samþykkir tillögu í minnisblaði en gert er ráð fyrir útgjöldum í fjárhagsáætlun 2014.
7.
Krafa slökkviliðsmanna um greiðslu vangoldin launa
Málsnúmer 1306112
Gerð grein fyrir stefnu á hendur sveitarfélaginu vegna greiðslu sérstaks þrekálags til slökkviliðsmanna.
8.
Spurningar til bæjarráðs um ýmis mál
Málsnúmer 1401126
Lagt fram svar bæjarritara vegna svara við fyrirspurnum Ásmundar Ásmundssonar í sjö liðum. Bæjarritara falið að svara bréfritara.
9.
Stefna vegna jarðarinnar Stuðla
Málsnúmer 1401250
Framlögð til kynningar stefna landeigenda Stuðla vegna landamerkja jarðarinnar og Sléttu. Fjarðabyggð á ekki beina aðild að málinu. Vísað til vinnslu hjá forstöðumanni stjórnsýslu og til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
10.
Svínaskálahlíð - hitaveituvatn
Málsnúmer 1401274
Framlagt bréf Öglu Hauksdóttur vegna hitaveitu á Eskifirði. Framkvæmdasviði falið að finna úrlausn á málinu og því vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
11.
Kynningarfundur EBÍ 2014
Málsnúmer 1401242
Bæjarstjóri gerði grein fyrir kynningarfundi um starfsemi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands.
12.
Tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar
Málsnúmer 1401251
Framlagt bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um tilraunaverkefni vegna rafrænna íbúakosninga. Þjóðskrá Íslands mun halda sérstakan kynningarfund fyrir sveitarfélögin 5. febrúar nk. kl 13:30 og verður bein útsending af fundinum.
13.
Sala íbúða í eigu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1402003
Umræða um reglur varðandi sölu íbúða í eigu Fjarðabyggðar. Máli vísað til framkvæmdasviðs og eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
14.
Málefni Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1303138
Kristín Björg Albertsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands sat þennan lið fundarins. Kristín gerði m.a. grein fyrir fjárlögum heilbrigðisstofnunar fyrir árið 2014, ræddi uppsafnaðan halla síðastu ára og helstu aðgerðir til að takast á við rekstrarvanda stofnunarinnar.
15.
Sumarlokun leikskólanna í Fjarðabyggð sumarið 2014
Málsnúmer 1401138
Þennan lið fundarins sat fræðslustjóri. Rætt um fyrirkomulag sumarlokunar á leikskólum Fjarðabyggðar sumarið 2014. Bæjarráð er sammála um að sumarlokun taki mið af starfsáætlun 2014 en þar er horft til hagsmuna stærri fyrirtækja sem sækja vinnuafl til fleiri en eins bæjarhluta.
16.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 85
Málsnúmer 1401014F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar nr. 85 frá 27. janúar lögð fram til kynningar.