Bæjarráð
374. fundur
10. febrúar 2014 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2013 - TRÚNAÐARMÁL
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Lagt fram yfirlit um rekstur málaflokka og stofnana ásamt sundurliðun launakostnaðar, skatttekna og fjárfestingarverkefna, 12 mánuði 2013. Yfirlit lagt fram sem trúnaðarmál.
Lagt fram yfirlit um rekstur málaflokka og stofnana ásamt sundurliðun launakostnaðar, skatttekna og fjárfestingarverkefna, 12 mánuði 2013. Yfirlit lagt fram sem trúnaðarmál.
2.
Beiðni um samstarf í innheimtu
Lagt fram bréf Innkasso um innheimtumál.
Vísað til kynningar hjá fjármálastjóra.
Vísað til kynningar hjá fjármálastjóra.
3.
Egilsbúð - skemmdir á sviði
Fram lagt bréf Guðmundar Rafnkels Gíslasonar vegna sviðs í Egilsbúð.
Erindi vísað til framkvæmdasviðs og því falið að svara erindi Guðmundar og skoða lausnir á málinu til framtíðar en bæjarráð vill nota tækifærið og fagnar auknu leiklistar- og tónlistarhaldi í Egilsbúð í Neskaupstað.
Erindi vísað til framkvæmdasviðs og því falið að svara erindi Guðmundar og skoða lausnir á málinu til framtíðar en bæjarráð vill nota tækifærið og fagnar auknu leiklistar- og tónlistarhaldi í Egilsbúð í Neskaupstað.
4.
Endurskoðun á samþykktum SSA frá aðalfundi 2013
Fram lögð drög að tillögu og gögn vegna endurskoðunar samþykkta Sambands sveitarfélaga Austurlandi.
Vísað til skoðunar hjá stjórnsýslu- og þjónustusviði sem greini áhrif tillögunnar. Málið verður tekið fyrir að nýju í bæjarráði þegar greinargerð sviðsins liggur fyrir.
Vísað til skoðunar hjá stjórnsýslu- og þjónustusviði sem greini áhrif tillögunnar. Málið verður tekið fyrir að nýju í bæjarráði þegar greinargerð sviðsins liggur fyrir.
5.
Frumvarp til laga um lögreglulög
Til umræðu frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum (fækkun umdæma o.fl.) 251. mál.
Vísað til umræðu í bæjarstjórn.
Vísað til umræðu í bæjarstjórn.
6.
Frumvarp til laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði.
Til umræðu frumvarp til laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkis í héraði (sýslumannsembætti) 250. mál.
Vísað til umræðu í bæjarstjórn.
Vísað til umræðu í bæjarstjórn.
7.
Sameiginleg markaðssetning skíðasvæðanna á Austurlandi
Þennan lið dagskrár sat markaðs- og upplýsingafulltrúi.
Lögð fram tillaga um samstarf um sameiginlegan skíðapassi fyrir ferðaþjónustuaðila fyrir bæði skíðasvæðin Oddsskarð og Stafdal. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti samstarf um markaðssetningu og sameiginlegan skíðapassa.
Lögð fram tillaga um samstarf um sameiginlegan skíðapassi fyrir ferðaþjónustuaðila fyrir bæði skíðasvæðin Oddsskarð og Stafdal. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti samstarf um markaðssetningu og sameiginlegan skíðapassa.
8.
Uppsetning kjörskrár og skráning kjördeilda
Fram lagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þjóðskrár þar sem kynnt er breytt verklag við uppsetningu á kjörskrá og skráningu í kjördeildir.
Vísað til bæjarritara til skoðunar.
Vísað til bæjarritara til skoðunar.
9.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2014
Fram lögð fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 812 frá 31. janúar s.l.