Bæjarráð
375. fundur
17. febrúar 2014 kl. 08:30 - 10:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Kynning á vinnu við eflingu millilandaflugs um Egilsstaðaflugvöll
María Hjálmarsdóttir, fulltrúi Austurbrúar, sat þennan lið fundarins og kynnti vinnu vegna eflingar millilandaflugs um Egilsstaðaflugvöll.
Bæjarráð fagnar verkefninu og ítrekar mikilvægi þess fyrir fjórðunginn.
Bæjarráð fagnar verkefninu og ítrekar mikilvægi þess fyrir fjórðunginn.
2.
Ósk um kaup á Naustahvammi 52 Norðfirði
Beiðni Hákonar Guðröðarsonar f.h. Menningarfjelagsins ehf. um kaup Fjarðabyggðar á fasteigninni að Naustahvammi 52 Norðfirði. Einnig ósk um frestun innheimtuaðgerða, vegna ógreiddra fasteignagjalda, á meðan að viðræður um framtíð hússins standa yfir.
Bæjarráð samþykkir að kaupa húsið til niðurrifs á upphæð sem nemur álögðum fasteignagjöldum með kostnaði.
Bæjarráð samþykkir að kaupa húsið til niðurrifs á upphæð sem nemur álögðum fasteignagjöldum með kostnaði.
3.
730 Fagradalsbraut 2 - umsókn um byggingarlóð
Guðgeir Einarsson sækir um lóðina Fagradalsbraut 2 á Reyðarfirði til að byggja hesthús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti fyrir sitt leyti að úthluta lóðinni og vísaði umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti fyrir sitt leyti að úthluta lóðinni og vísaði umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
4.
Málefni Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði - Troðari
Þennan lið dagskrár sat mannvirkjastjóri.
Minnisblað mannvirkjastjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa er varðar viðhaldsmál á snjótroðara í Oddsskarði.
Bæjarráð samþykkir tillögu sem er lögð fram um viðhald á troðaranum. Kostnaður er allt að 9 milljónum kr. við viðgerð og endurnýjun belta sbr minnisblaðið. Viðauki verður fram lagður á næsta fundi bæjarstjórnar með nákvæmri kostnaðargreining. Fjármálastjóra falið að útfæra viðauka á þessum forsendum og fjármögnun verði með lækkun á handbæru fé í Aðalsjóði.
Minnisblað mannvirkjastjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa er varðar viðhaldsmál á snjótroðara í Oddsskarði.
Bæjarráð samþykkir tillögu sem er lögð fram um viðhald á troðaranum. Kostnaður er allt að 9 milljónum kr. við viðgerð og endurnýjun belta sbr minnisblaðið. Viðauki verður fram lagður á næsta fundi bæjarstjórnar með nákvæmri kostnaðargreining. Fjármálastjóra falið að útfæra viðauka á þessum forsendum og fjármögnun verði með lækkun á handbæru fé í Aðalsjóði.
5.
Beiðni um styrk fyrir endurhæfingahópa á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
Beiðni um að einstaklingar í lífsstílshópi, á endurhæfingardeild Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, fái ókeypis aðgang í sundlaugina í Neskaupstað á meðan á meðferð stendur.
Bæjarráð samþykkir að einstaklingar í endurhæfingu hjá Fjórðungssjúkrahúsinu fá endurgjaldslaus afnot af sundlauginni meðan á meðferð stendur. Styrkveiting nemur 10 árskortum. Kostnaði mætt af liðnum óráðstafað 21-69.
Bæjarráð samþykkir að einstaklingar í endurhæfingu hjá Fjórðungssjúkrahúsinu fá endurgjaldslaus afnot af sundlauginni meðan á meðferð stendur. Styrkveiting nemur 10 árskortum. Kostnaði mætt af liðnum óráðstafað 21-69.
6.
Beiðni um styrk til að mæta álögðum fasteignaskatti árið 2014
Tillaga fræðslustjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa um styrkgreiðslu á móti álögðum fasteignaskatti ársins 2014 hjá fjórum félagasamtökum.
Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslustjóra og niðurfelling nemi 100% af álögðum fasteignaskatti.
Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslustjóra og niðurfelling nemi 100% af álögðum fasteignaskatti.
7.
Sala íbúða í eigu Fjarðabyggðar
Þennan lið dagskrár sat mannvirkjastjóri.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra um nýjar reglur varðandi sölu íbúða í eigu Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar staðfestingu þeirra til bæjarstjórnar.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra um nýjar reglur varðandi sölu íbúða í eigu Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar staðfestingu þeirra til bæjarstjórnar.
8.
Tilkynning um breytingu á regluverði
Samkvæmt samningi við Kauphöllina (Nasdaq QMX) skulu skráðir viðskiptaaðilar á verðbréfaþingi hafa regluverði og staðgengil regluvarðar. Fjármálastjóri Snorri Styrkársson var skipaður regluvörður 2013. Vegna breytinga í starfsmannamálum á fjármálasviði þarf að skipa staðgengil regluvarðar. Gerð er tillaga um að Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu verði staðgengill regluvarðar gagnvart Kauphöll.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti skipan regluvarðar og vísar staðfestingu til bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti skipan regluvarðar og vísar staðfestingu til bæjarstjórnar.
9.
Umsókn að rammasamningum Ríkiskaupa 2014
Árleg endurnýjun á aðild Fjarðabyggðar að rammasamningum Ríkiskaupa.
Bæjarráð samþykkir aðild Fjarðabyggðar að rammasamningum Ríkiskaupa
Bæjarráð samþykkir aðild Fjarðabyggðar að rammasamningum Ríkiskaupa
10.
Ferðaþjónusta fatlaðs fólks 2014
Þennan lið dagskrár sat mannvirkjastjóri.
Greinargerð félagsmálastjóra vegna verðkönnunar á akstursþjónustu fatlaðs fólks, lögð fram til umfjöllunar.
Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálastjóra um kaup á bifreið sem sinnir akstursþjónustu fatlaðs fólks samanber greinargerðina. Fjárheimild er til staðar í fjárhagsáætlun 2014. Mannvirkjastjóra falið að festa kaup á nýrri bifreið og leysa úr ábyrgðarmálum sem tengjast eldri bifreið.
Greinargerð félagsmálastjóra vegna verðkönnunar á akstursþjónustu fatlaðs fólks, lögð fram til umfjöllunar.
Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálastjóra um kaup á bifreið sem sinnir akstursþjónustu fatlaðs fólks samanber greinargerðina. Fjárheimild er til staðar í fjárhagsáætlun 2014. Mannvirkjastjóra falið að festa kaup á nýrri bifreið og leysa úr ábyrgðarmálum sem tengjast eldri bifreið.
11.
Rekstrar- og uppbyggingarsamningar við íþróttafélög í Fjarðabyggð sem reka eigin íþróttaaðstöðu
Þennan lið dagskrár sat fræðslustjóri.
Fræðslu- og frístundanefnd hefur samþykkt drög að samningum til þriggja ára, við þau sjö íþróttafélög sem reka eigin íþróttaaðstöðu. Vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir samningana sem eru til þriggja ára og felur bæjarstjóra undirritun þeirra.
Fræðslu- og frístundanefnd hefur samþykkt drög að samningum til þriggja ára, við þau sjö íþróttafélög sem reka eigin íþróttaaðstöðu. Vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir samningana sem eru til þriggja ára og felur bæjarstjóra undirritun þeirra.
12.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2014
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 40 frá 11. febrúar sl. lögð fram til kynningar.
13.
Hafnarstjórn - 127
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 127 frá 11.febrúar 2014 lögð fram til kynningar.
14.
Fræðslu- og frístundanefnd - 49
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 49 frá 12.febrúar 2014 lögð fram til kynningar.
15.
Atvinnu- og menningarnefnd - 54
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 54, frá 12.febrúar 2014, lögð fram til kynningar.
16.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 86
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 86 frá 13.febrúar 2014, lögð fram til kynningar.