Bæjarráð
377. fundur
17. mars 2014 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2014 - TRÚNAÐARMÁL
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Lagt fram yfirlit um rekstur málaflokka og stofnana í janúar 2014.
Yfirlit lagt fram sem trúnaðarmál.
Lagt fram yfirlit um rekstur málaflokka og stofnana í janúar 2014.
Yfirlit lagt fram sem trúnaðarmál.
2.
Beiðni um niðurfellingu gatnagerðargjalda
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Ferðaþjónustan á Mjóeyri hefur lagt fram ósk um niðurfellingu á gatnagerðargjöldum með vísan til 6. gr. laga nr. 153/2006.
Framlagt minnisblað fjármálastjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa.
Bæjarráð hafnar erindinu þar sem ekki eru forsendur fyrir lækkuninni.
Ferðaþjónustan á Mjóeyri hefur lagt fram ósk um niðurfellingu á gatnagerðargjöldum með vísan til 6. gr. laga nr. 153/2006.
Framlagt minnisblað fjármálastjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa.
Bæjarráð hafnar erindinu þar sem ekki eru forsendur fyrir lækkuninni.
3.
Hugsanleg helgaropnun í Skíðamiðstöð Austurlands í Oddsskarði í maí/júní 2014
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Fram lagt minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa. Lögð er til opnun og gert ráð fyrir að hafa lyftu 1 og topplyftu opna föstudag til sunnudags í 9 helgar. Viðbótarkostnaður er áætlaður 3,6 milljónir en viðbótartekjur um 1,8 milljónir. Ástæðan fyrir því að verið er að skoða helgaropnun er óvenjumikið snjómagn á skíðasvæðinu og erfiður vetur bæði hvað varðar veðurfar og bilanir í snjótroðara.
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að farið verði í þessa tilraun og óskar eftir því við bæjarráð að rammi skíðamiðstöðvar verði hækkaður sem nemur nettókostnaði af þessari viðbótarþjónustu. Í minnisblaðinu er áætlaður nettókostnaður við helgaropnun í maí og júní 2014, u.þ.b. 1.8 milljónir.
Bæjarráð samþykkir tillöguna. Veitt er af liðnum óráðstafað 21-69- 1,5 milljón kr. til verkefnisins.
Fram lagt minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa. Lögð er til opnun og gert ráð fyrir að hafa lyftu 1 og topplyftu opna föstudag til sunnudags í 9 helgar. Viðbótarkostnaður er áætlaður 3,6 milljónir en viðbótartekjur um 1,8 milljónir. Ástæðan fyrir því að verið er að skoða helgaropnun er óvenjumikið snjómagn á skíðasvæðinu og erfiður vetur bæði hvað varðar veðurfar og bilanir í snjótroðara.
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að farið verði í þessa tilraun og óskar eftir því við bæjarráð að rammi skíðamiðstöðvar verði hækkaður sem nemur nettókostnaði af þessari viðbótarþjónustu. Í minnisblaðinu er áætlaður nettókostnaður við helgaropnun í maí og júní 2014, u.þ.b. 1.8 milljónir.
Bæjarráð samþykkir tillöguna. Veitt er af liðnum óráðstafað 21-69- 1,5 milljón kr. til verkefnisins.
4.
Viðbótarkostnaður fyrir sundlaugina á Norðfirði vegna olíukyndingar
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Fram lagt minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa þar sem gerð er grein fyrir viðbótarkostnaði fyrir sundlaugina á Norðfirði vegna olíukyndingar vegna skerðingar á raforku en fjarvarmaveitan á Norðfirði er nú kynnt með olíu. Útlit er fyrir að þessi staða vari út mars og apríl. Heildarkostnaðaraukning fyrir sundlaugina gæti því numið 6 og ½ milljón á umræddu tímabili.
Fram lagt til kynningar.
Mannvirkjastjóra og fjármálastjóra falið að fylgjast með þróun útgjalda og leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun 2014 þegar fyrir liggur endanlegur kostnaður fjarvarmaveitunnar vegna skerðingarinnar.
Fram lagt minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa þar sem gerð er grein fyrir viðbótarkostnaði fyrir sundlaugina á Norðfirði vegna olíukyndingar vegna skerðingar á raforku en fjarvarmaveitan á Norðfirði er nú kynnt með olíu. Útlit er fyrir að þessi staða vari út mars og apríl. Heildarkostnaðaraukning fyrir sundlaugina gæti því numið 6 og ½ milljón á umræddu tímabili.
Fram lagt til kynningar.
Mannvirkjastjóra og fjármálastjóra falið að fylgjast með þróun útgjalda og leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun 2014 þegar fyrir liggur endanlegur kostnaður fjarvarmaveitunnar vegna skerðingarinnar.
5.
Kauptilboð í Nesbakka 9 101
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Lagt fram minnisblað frá eigna- og framkvæmdafulltrúa, dagsett 7. mars 2014, varðandi kauptilboð í Nesbakka 9 (íbúð 03-101) Norðfirði að upphæð 7,4 milljónir kr. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tilboðið og vísar afgreiðslunni til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að selja íbúðina, samþykkir kauptilboðið og felur bæjarstjóra að undirrita gögn tengd sölunni.
Lagt fram minnisblað frá eigna- og framkvæmdafulltrúa, dagsett 7. mars 2014, varðandi kauptilboð í Nesbakka 9 (íbúð 03-101) Norðfirði að upphæð 7,4 milljónir kr. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tilboðið og vísar afgreiðslunni til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að selja íbúðina, samþykkir kauptilboðið og felur bæjarstjóra að undirrita gögn tengd sölunni.
6.
Sala á íbúð á Nesbakka 3 740 - fastanúmer 216-9504
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Lagt fram minnisblað frá eigna- og framkvæmdafulltrúa, dagsett 7. mars 2014, varðandi kauptilboð í Nesbakka 3 (íbúð 01-102) Norðfirði að upphæð 7,5 milljónir kr. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tilboðið og vísar afgreiðslunni til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að selja íbúðina, samþykkir kauptilboðið og felur bæjarstjóra að undirrita gögn tengd sölunni.
Lagt fram minnisblað frá eigna- og framkvæmdafulltrúa, dagsett 7. mars 2014, varðandi kauptilboð í Nesbakka 3 (íbúð 01-102) Norðfirði að upphæð 7,5 milljónir kr. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tilboðið og vísar afgreiðslunni til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að selja íbúðina, samþykkir kauptilboðið og felur bæjarstjóra að undirrita gögn tengd sölunni.
7.
Kaup/leiga á húsnæði Fjarðabyggðar, Egilsbraut 4 740 Nesk.
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Fram lagt bréf G.V. Hljóðkerfaleigu þar sem óskað er eftir húsnæðinu að Egilsbraut 4 á Norðfirði til leigu til 6 mánaða.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um leigu á húsnæðinu þar sem það er ekki komið í eigu sveitarfélagsins.
Fram lagt bréf G.V. Hljóðkerfaleigu þar sem óskað er eftir húsnæðinu að Egilsbraut 4 á Norðfirði til leigu til 6 mánaða.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um leigu á húsnæðinu þar sem það er ekki komið í eigu sveitarfélagsins.
8.
Almenningssamgöngur - samantekt 2013
Þennan lið dagskrár sátu mannvirkjastjóri og umhverfisfulltrúi á framkvæmdasviði.
Fram lagt minnisblað um stöðu almenningssamgangna. Úr fyrra máli 1310045.
Máli vísað til áframhaldandi umræðu í bæjarráði og frekari vinnslu milli umræðna hjá umverfisfulltrúa.
Fram lagt minnisblað um stöðu almenningssamgangna. Úr fyrra máli 1310045.
Máli vísað til áframhaldandi umræðu í bæjarráði og frekari vinnslu milli umræðna hjá umverfisfulltrúa.
9.
Tímabundin skerðing á jafnorku til húshitunar
Lagt fram minnisblað frá mannvirkjastjóra, dagsett 7. mars 2014, varðandi tímabundna skerðingu á jafnorku til húshitunar. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomið minnisblað og leggur til við bæjarráð að kannað verði með orkukaup frá öðrum aðilum vegna tíðra orkuskerðinga og mikis kostnaðarauka.
Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir því við eigna-, skipulag- og umhverfisnefnd að leita nýrra samninga um orkukaup sem verndi fjarvarmaveituna betur fyrir áföllum af þessu tagi.
Bæjarráð felur mannvirkjastjóra í samráði við fjármálastjóra að skoða önnur form á innkaupum orku til lækkunar á kostnaði.
Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir því við eigna-, skipulag- og umhverfisnefnd að leita nýrra samninga um orkukaup sem verndi fjarvarmaveituna betur fyrir áföllum af þessu tagi.
Bæjarráð felur mannvirkjastjóra í samráði við fjármálastjóra að skoða önnur form á innkaupum orku til lækkunar á kostnaði.
10.
Endurnýjun samnings við björgunarsveitirnar í Fjarðabyggð 2012
Fram lögð drög að samningi við Björgvunarsveitirnar í Fjarðabyggð sem gerir ráð fyrir framlengingu á eldri samningi þar til gerður hefur verið nýr samstarfssamningur.
Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
11.
755 Bólsvör 2 - umsókn um lóð
Lögð fram byggingarlóðarumsókn Skútuklappar ehf dagsett 3. mars 2014 þar sem sótt er um lóðina Bólsvör 2 á Stöðvarfirði til að byggja 2-400 m2 iðnaðarhúsnæði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Skútuklöpp ehf lóðinni.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Skútuklöpp ehf lóðinni.
12.
Útboð - Safnahúsið í Neskaupstað
Fram lagt bréf Félags eldri borgara Norðfirði sem fjallar um útboð á rekstri safnahússins í Neskaupstað.
Í samningskaupalýsingu er gert ráð fyrir því að rekstraraðili hafi umsjón með yfirsetu á söfnum í húsinu en kanni möguleika á samstarfi við Félag eldri borgara í Neskaupstað vegna yfirsetu.
Bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Félags eldri borgara í Neskaupstað. Vísað til safnaráðs Neskaupstaðar til kynningar.
Í samningskaupalýsingu er gert ráð fyrir því að rekstraraðili hafi umsjón með yfirsetu á söfnum í húsinu en kanni möguleika á samstarfi við Félag eldri borgara í Neskaupstað vegna yfirsetu.
Bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Félags eldri borgara í Neskaupstað. Vísað til safnaráðs Neskaupstaðar til kynningar.
13.
Tilnefning til aðalmanna og varamanna í fagráð Austurbrúar ses
Starfsháttanefnd Austurbrúar óskar eftir tilnefningu í fagráð Austurbrúar sem kosið er á ársfundi ár hvert. Óskað er tilnefningu eins karls og einnar konu.
Festað til næsta fundar.
Festað til næsta fundar.
14.
Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2014
Fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga 27.3. 2014.
Bæjarráð felur Páli Björgvin Guðmundssyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
Bæjarráð felur Páli Björgvin Guðmundssyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
15.
Leiga á snjóbíl
Fram lögð drög að samning um snjóbíl til afnota fyrir almannavarnir Fjarðabyggðar vegna samgangna yfir Oddsskarð.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
16.
Stjórnarfundir Skólaskrifstofu Austurlands 2014
Fundargerð framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands frá 6.mars lögð fram til kynningar.
Vísað til félagsmálanefndar og fræðslu- og frístundanefndar til kynningar.
Vísað til félagsmálanefndar og fræðslu- og frístundanefndar til kynningar.
17.
Stjórnarfundir StarfA 2014
Fram lögð fundargerð stjórnar Starfa frá 28. febrúar s.l. til kynningar.
Vísað til félagsmálanefndar til kynningar.
Vísað til félagsmálanefndar til kynningar.
18.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2014
Fram lögð til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 813 frá 28. febrúar.
19.
Hafnarstjórn - 128
Fundargerð hafnarstjórnar frá 4. mars lögð fram til kynningar.
20.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 88
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 10. mars lögð fram til kynningar.
21.
Fræðslu- og frístundanefnd - 50
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar frá 12. mars lögð fram til kynningar.