Bæjarráð
378. fundur
21. mars 2014 kl. 08:30 - 12:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2013
TRÚNAÐARMÁL
Fjármálastjóri ásamt endurskoðanda sveitarfélagsins fóru yfir vinnu við ársreikningsgerðina.
Fjármálastjóri ásamt endurskoðanda sveitarfélagsins fóru yfir vinnu við ársreikningsgerðina.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2014 yfirferð
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Tekin umræða um framkvæmdir og fjármögnun í áætlun ársins 2014.
Tekin umræða um framkvæmdir og fjármögnun í áætlun ársins 2014.
3.
Endurskoðun á samþykktum SSA frá aðalfundi 2013
Fram lagt minnisblað stjórnsýslu- og þjónustusviðs um áhrif breytinga á samþykktum Sambands sveitarfélaga Austurlands.
Frekari umfjöllun um dagskrárliðinn frestað til næsta fundar.
Frekari umfjöllun um dagskrárliðinn frestað til næsta fundar.
4.
Tilnefning til aðalmanna og varamanna í fagráð Austurbrúar ses
Starfsháttanefnd Austurbrúar óskar eftir tilnefningu í fagráð Austurbrúar sem kosið er á ársfundi ár hvert. Óskað er tilnefningu fulltrúa beggja kynja.
Bæjarráð tilnefnir 8 fulltrúa, 4 karla og 4 konur og felur bæjarritara að koma tilnefningum til Austurbrúar.
Bæjarráð tilnefnir 8 fulltrúa, 4 karla og 4 konur og felur bæjarritara að koma tilnefningum til Austurbrúar.
5.
Uppfyllingar fyrir neðan Árdal, Eskifirði
Fram lagt bréf frá Íbúasamtökunum á Eskifirði um uppfyllingu neðan Dalshverfis á Eskifirði.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi íbúasamtakanna. Vísað til framkvæmdasviðs og eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til nánari skoðunar og viðræðna við samtökin um hugmyndirnar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi íbúasamtakanna. Vísað til framkvæmdasviðs og eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til nánari skoðunar og viðræðna við samtökin um hugmyndirnar.
6.
Tímabundin skerðing á jafnorku til húshitunar
Farið yfir skerðingar raforku og áhrif þeirra á sveitarfélagið.
7.
Kaup á snjótroðara
Tekin umræða um búnaðarmál í skíðamiðstöðinni í Oddsskarði og kaup á nýjum snjótroðara.
Bæjarráð Fjarðabyggðar skilur vel mikilvægi skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði og nauðsyn þess að tækjakostur sé góður. Í því ljósi hefur bæjarráð ákveðið að vísa kaupum á nýjum troðara til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2015 með það að markmiði að nýr troðari verði kominn til starfa í skíðamiðstöðinni í janúar það ár.
Einnig vill bæjarráð fagna þeirri vinnu sem hafin er í framtíðarhópi Skíðasvæðisins og hvernig við byggjum svæðið upp til framtíðar með það að markmiði að búa til eitt metnaðarfyllsta skíðasvæði á landinu.
Bæjarráð Fjarðabyggðar skilur vel mikilvægi skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði og nauðsyn þess að tækjakostur sé góður. Í því ljósi hefur bæjarráð ákveðið að vísa kaupum á nýjum troðara til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2015 með það að markmiði að nýr troðari verði kominn til starfa í skíðamiðstöðinni í janúar það ár.
Einnig vill bæjarráð fagna þeirri vinnu sem hafin er í framtíðarhópi Skíðasvæðisins og hvernig við byggjum svæðið upp til framtíðar með það að markmiði að búa til eitt metnaðarfyllsta skíðasvæði á landinu.
8.
Stuðningur varðandi Boðsundkeppni Grunnskólana í sundi.
Fram lögð beiðni fram Sundsambandi Íslands um styrk til boðsundskeppni grunnskóla.
Vísað til fræðslustjóra.
Vísað til fræðslustjóra.
9.
Beiðni um stuðning við fjölmiðlaverkefni
Fram lagt bréf Austurfréttar ehf. þar sem fjallað er um mikilvægi svæðisbundinna fjölmiðla fyrir lýðræði og samfélög. Óskað er eftir styrk til verkefnisins "hvað er að frétta" en það gerir ráð fyrir málþingi og fræðsluerindum auk kynningarátaks sem stendur yfir í mars og apríl.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 25.000 kr. Tekið af liðnum óráðstafað 21-69-
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 25.000 kr. Tekið af liðnum óráðstafað 21-69-
10.
Fundur með stjórnendum Alcoa Fjarðaáls
Fulltrúar Alcoa Fjarðaáls þau Magnús Þór Ásmundsson og Dagmar Ýr Stefánsdóttir sátu fundinn auk Guðmundar Bjarnasonar sem var í símasambandi og fóru yfir málefni fyrirtækisins.
11.
Húsnæðismál Golfklúbbs Byggðarholts
Fram lagt minnisblað um húsnæðismál Golfklúbbsins Byggðarholts.
Bæjarráð samþykkir að húsnæði Fjarðabyggðar að Byggðarholti á Eskifirði verði afsalað til klúbbsins. Til viðhaldsframkvæmda vegna húsnæðisins verði veitt á árinu 2014 1.250.000 kr. sem tekið er af liðnum óráðstafað 21-69-. Dagskrárliðnum jafnframt vísað til fjárhagsáætlunar 2015.
Bæjarstjóra falið að ganga frá afsali og undirrita samninga og gögn vegna þessa.
Bæjarráð samþykkir að húsnæði Fjarðabyggðar að Byggðarholti á Eskifirði verði afsalað til klúbbsins. Til viðhaldsframkvæmda vegna húsnæðisins verði veitt á árinu 2014 1.250.000 kr. sem tekið er af liðnum óráðstafað 21-69-. Dagskrárliðnum jafnframt vísað til fjárhagsáætlunar 2015.
Bæjarstjóra falið að ganga frá afsali og undirrita samninga og gögn vegna þessa.