Bæjarráð
379. fundur
31. mars 2014 kl. 09:30 - 12:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Almenningssamgöngur - samantekt 2013
Þennan lið fundarins sátu mannvirkjastjóri og umhverfisfulltrúi. Lagt fram endurbætt minnisblað um almenningssamgöngur. Bæjarráð vísar máli til áframhaldandi vinnslu á framkvæmdasviði og að það verði tekið upp að nýju við gerð fjárhagsáætlunar í haust. Jafnframt óskar bæjarráð eftir að framkvæmdasvið taki saman að nýju upplýsingar um aksturinn í ágúst nk.
Fulltrúi Fjarðalistans vill koma á framfæri að hún telur að efni minnisblaðs styrki það sjónarmið Fjarðalistans að Fjarðabyggð verði eitt gjaldsvæði fyrir notendur almenningssamgangna.
Fulltrúi Fjarðalistans vill koma á framfæri að hún telur að efni minnisblaðs styrki það sjónarmið Fjarðalistans að Fjarðabyggð verði eitt gjaldsvæði fyrir notendur almenningssamgangna.
2.
Gjaldskrá skipulagðra samgangna 2014
Framlagt minnisblað mannvirkjastjóra vegna afnota starfsmanna af almenningssamgöngum ásamt minnisblaði um kostnað vegna ferða. Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið muni greiða fyrir afnot starfsmanna Fjarðabyggðar með skipulögðum samgöngum SvAust, vegna ferða til og frá vinnu, frá 1.september nk., til að jafna ferðakostnað starfsmanna óháð búsetu. Bæjarritara falin nánari útfærsla málsins og leggja fram reglur. Málinu jafnframt vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2015. Horft verði til áframhaldandi vinnu við almenningssamgöngur við útfærslu reglna.
3.
Greinagerð um tekjur áætlunarbíls milli Norðfjarðar og Egilsstaða
Framlagt bréf Austfjarðaleiðar um akstur fyrirtækisins í samgöngukerfi skipulagðra samgangna milli Norðfjarðar og Egilsstaða og Breiðdalsvíkur og Egilsstaða. Erindi vísað til framkvæmdasviðs og því falið að taka saman greinargerð vegna erindis Austfjarðaleiðar.
4.
Endurskoðun á samþykktum SSA frá aðalfundi 2013
Farið yfir minnisblað um breytingar á samþykkktum SSA en málið var einnig á dagskrá síðasta fundar. Vísað til umfjöllunar í bæjarstjórn.
5.
FAB LAB
Minnisblað forstöðumanns stjórnsýslu um FAB-LAB (Fabrication Laboratory) en Verkmenntaskóli Austurlands vinnur að því í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Austurlands að setja upp FAB LAB smiðju í húsnæði skólans í Neskaupstað.
Bæjarráð samþykkir að leggja til 1,5 milljón til verkefnisins sem takist af liðnum óráðstafað 21-69.
Bæjarráð samþykkir að leggja til 1,5 milljón til verkefnisins sem takist af liðnum óráðstafað 21-69.
6.
Innlausn lóðarinnar Fossgata 3
Þennan lið fundarins sat fjármálastjóri. Til umfjöllunar bréf frá Tandraberg ehf. um innlausn lóðarinnar Fossgötu 3 á Eskifirði. Framlagt minnisblað fjármálastjóra. Vísað til skipulags- og byggingarfulltrúa með beiðni um umsögn.
7.
Sund og líkamsrækt fyrir framhaldsskólanema á meðan verkfalli stendur
Bæjarráð samþykkir tillögu í minnisblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa þar sem lagt er til að nemum framhaldskóla verði veittur endurgjaldslaus aðgangur að sundlaugum og líkamræktarstöðvum í Fjarðabyggð á meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur.
8.
735 Strandgata 122 - Umsókn um stækkun á lóð
Ferðaþjónustun á Mjóeyri ehf. hefur sótt um 623 m2 stækkun á lóðinni að Strandgötu 122 á Eskifirði þar sem fyrirhugað er að byggja þrjú sumarhús.
Fallið er frá fyrri umsókn um stækkun lóðarinnar og byggingu sex sumarhúsa.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt umsóknina fyrir sitt leyti. Bæjarráð samþykkir breytta umsókn.
Fallið er frá fyrri umsókn um stækkun lóðarinnar og byggingu sex sumarhúsa.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt umsóknina fyrir sitt leyti. Bæjarráð samþykkir breytta umsókn.
9.
Invitation to the Jyväskylä Housing Fair event and twin city programme on 22-24 July 2014
Framlagt boð frá vinabæ Fjarðabyggðar Jyväskylä í Finnlandi þar sem vinabæjum er boðið að vera viðstöddum viðburði tengdum skipulagsmálum. Bæjarritara falin afgreiðsla málsins.
10.
Lóðarframkvæmdir við nýju Hulduhlíð
Lagt fram til kynningar bréf framkvæmdastjóra Hulduhlíðar frá 19.mars, vegna lóðar nýs hjúkrunarheimilis á Eskifirði og frágangs við Bleiksá. Vísað til afgreiðslu mannvirkjastjóra og til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
11.
Útleiga félagsheimila Fjarðbyggðar
Rætt um rekstur félagsheimilanna í Fjarðabyggð. Vísað til framkvæmdasviðs.
12.
Þokustígar
Framlagt til kynningar bréf frá Þokusetri um uppbyggingu þokustíga í sveitarfélaginu. Vísað til afgreiðslu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar og til kynningar í atvinnu- og menningarnefnd.
13.
Nýtt nafn á Hafnargötu á Fáskrúðsfirði
Framlagt bréf Alberts Eiríkssonar um nýtt nafn á Hafnargötu á Fáskrúðsfirði. Vísað til afgreiðslu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar og til kynningar í atvinnu- og menningarnefnd.
14.
Veitur styrk til endurbyggingar steinsteyptrar fjárréttar í Norðfirði
Framlagður samningur við Minjastofnun um styrkveitingu og framkvæmdir vegna fjárréttar í Norðfirði. Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undiritun hans. Framkvæmdasviði falið eftirlit með framkvæmdunum.
15.
Veitur styrkur til viðgerðar á Lúðvíkshúsi
Framlagður samningur við Minjastofnun um styrkveitingu og framkvæmdir vegna viðgerðar á Lúðvíkshúsi. Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undiritun hans. Framkvæmdasviði falið eftirlit með framkvæmdunum.
16.
Veitur styrkur til viðgerðar á bragga/bröggum Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði
Framlagður samningur við Minjastofnun um styrkveitingu og framkvæmdir vegna hennar vegna viðgerðar á bröggum við Íslenska Stríðsárasafnið. Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undiritun hans. Forstöðumanni Safnastofnunar falið eftirlit með framkvæmdunum.
17.
Aðalfundarboð Sparisjóðs Norðfjarðar 8.apríl 2014
Framlagt fundarboð Sparisjóðs Norðfjarðar vegna aðalfundar sem haldinn verður þriðjudaginn 8. apríl nk. kl. 16:00 í Nesskóla.
Bæjarráð felur Jens Garðari Helgasyni að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
Bæjarráð felur Jens Garðari Helgasyni að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
18.
Aðalfundur Loðnuvinnslunar hf 11.apríl 2014
Aðalfundur Loðnuvinnslunnar hf. verður haldinn í Félagsheimilinu Skrúði Fáskrúðsfirði föstudaginn 11. apríl 2014 kl. 18.30. Bæjarráð felur Jens Garðari Helgasyni að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
19.
Ársskýrsla HAUST 2013
Framlögð til kynningar ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir árið 2013.
20.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2014
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 814 frá 21. mars sl.
21.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 89
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 24. mars lögð fram til kynningar.
22.
Hafnarstjórn - 129
Fundargerð hafnarstjórnar frá 25. mars lögð fram til kynningar.
23.
Atvinnu- og menningarnefnd - 56
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar frá 26. mars lögð fram til kynningar.