Fara í efni

Bæjarráð

380. fundur
7. apríl 2014 kl. 08:30 - 12:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2013
Málsnúmer 1403085
Trúnaðarmál.
Þennan dagskrárlið sátu fjármálastjóri og endurskoðandi sveitarfélagsins auk Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur bæjarfulltrúa.
Kynnt drög að ársreikningi ásamt endurskoðunarskýrslu.
Bæjarráð vísar ársreikningi fyrir Fjarðabyggð og stofnanir til fyrri umræðu í bæjarstjórn 10. apríl nk. Ársreikningur verður undirritaður á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 10. apríl fyrir bæjarstjórnarfund.
2.
Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2014
Málsnúmer 1402185
Fram lögð til kynningar gögn frá aðalfundi sem haldinn var 27. mars s.l.
3.
Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.vegna 2013
Málsnúmer 1404005
Fram lagt til kynningar bréf Lánasjóðs sveitarfélaga um arðgreiðslu vegna ársins 2013.
Arðgreiðsla til Fjarðabyggðar nemur 10.722.100 kr.
4.
Bygging leikskóla á Neseyri
Málsnúmer 1402081
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar til bæjarráðs ákvörðun um hönnun og útboð á nýjum leikskóla í Neskaupstað. Nefndin leggur til að lokið verði við hönnun og boðin út 8 deilda leikskóli í Neskaupstað. Með tillögunni er tryggt að byggður sé leikskóli útfrá núverandi þörf og væntingum um stækkandi samfélag á Norðfirði. Þá er einnig lagt til að P-ark og verkfræðistofan Mannvit vinni áfram að útboðsgögnum og stefnt verði á að bjóða verkið út eins fljótt og kostur er.
Bæjarráð samþykkir tillögu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
5.
Hugmyndir um samstarf/sameiningu leik- og grunnskóla á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði
Málsnúmer 1305028
Fram lagt minnisblað fræðslustjóra um samreksturs leik- og grunnskóla á Fáskrúðsfirði undir stjórn skólastjóra Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar meðan á leyfi leikskólastjóra stendur.
Bæjarráð samþykkir tillögu um samrekstur til eins árs.
6.
Lausaganga hunda á Eskifirði
Málsnúmer 1404004
Fram lagt bréf Kristins J Ragnarssonar um lausagöngu hunda á Eskifirði.
Bæjarráð telur ólíðandi að hundar gangi lausir í þéttbýli í sveitarfélaginu þrátt fyrir skýr ákvæði samþykktar um að lausaganga hunda sé bönnuðu og vísar málinu til bæjarstjóra til vinnslu.
7.
Nýtt starfsmat hlutastarfandi starfsmanna slökkviliðs.
Málsnúmer 1403151
Fram lagt minnisblað um hækkanir launa hlutastarfandi starfsmanna slökkviliðs Fjarðabyggðar vegna starfsmats.
Kostnaður vegna breytinga verður tekin til afgreiðslu samhliða breytingum á kjarasamningum.
8.
Sveitarstjórnakosningar 2014
Málsnúmer 1403134
Fram lagt minnisblað vegna skipunar í kjörstjórnir í tengslum við sveitarstjórnarkosninga laugardaginn 31.maí 2014 og ákvörðun um kjörstaði og opnunartíma þeirra.
Bæjarráð samþykkir að kjörstaðir í Fjarðabyggð vegna sveitarstjórnakosningar 2014 verði.
Grunnskóli Stöðvarfjarðar á Stöðvarfirði
Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar á Fáskrúðsfirði
Safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju á Reyðarfirði
Kirkju- og menningarmiðstöðin á Eskifirði
Nesskóli á Norðfirði
Sólbrekka í Mjóafirði.
Kjörstaðir opna kl 09:00 og loka 22:00 nema í Mjóafirði þar sem kjörstaður er opnaður kl. 09:00 og hann lokar strax og lagaskilyrði verða til, í síðasta lagi kl. 17:00.
Bæjarráð vísar tilnefningu í undirkjörstjórnir til afgreiðslu næsta bæjarstjórnarfundar.
9.
Yfirlit yfir mál Fjarðabyggðar hjá lögmanni
Málsnúmer 1404011
Fram lögð greinargerð frá Sókn lögmannsstofu um stöðu mála sem stofan er að vinna að fyrir Fjarðabyggð.
10.
Bókun frá ferða- og menningarmálanefnd Seyðisfjarðarkaupstað um ferjusiglingar.
Málsnúmer 1311180
Fram lögð bókun frá ferða- og menningarmálanefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna ferjusiglinga Norrænu og samþykkt hafnarstjórnar Fjarðabyggðar um að málið.
Bæjarráð vísar til bókunar sinnar vegna málsins sem m.a. hefur verið birt á heimasíðu sveitarfélagsins.
11.
Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1404018
Fram lagt bréf frá Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar um framlög sveitarfélagsins til félagsins vegna vallarumsjónar og annarra þátta.
Bæjarstjóra falið að taka saman gögn um málið og leggja fyrir bæjarráð.
12.
335.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu
Málsnúmer 1404017
Fram lögð tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu.
Vísað til félagsmálanefndar.
13.
Fundargerðir stjórnar SSA 2014
Málsnúmer 1402146
Fram lögð fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 25. mars s.l.
14.
Fræðslu- og frístundanefnd - 51
Málsnúmer 1403011F
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar frá 1. apríl lögð fram til kynningar.
15.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 90
Málsnúmer 1404001F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 3. apríl lögð fram til kynningar.