Bæjarráð
382. fundur
14. apríl 2014 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Nýtingarleyfi og upplýsingar um boranir vegna vinnslu grunnvatns fyrir vatnsveitu í Fjarðabyggð
Jón Björn Hákonarson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu liðar og Guðmundur Þorgrímsson tók sæti hans.
Þennan lið dagskrár sat jafnframt Hilmar Gunnlaugsson lögmaður og fór yfir framlagðan úrskurður um gildi nýtingarleyfis á grunnvatni í Norðfirði.
Þennan lið dagskrár sat jafnframt Hilmar Gunnlaugsson lögmaður og fór yfir framlagðan úrskurður um gildi nýtingarleyfis á grunnvatni í Norðfirði.
2.
Klasasamtarf
Jóna Árný Þórðardóttir frá Gagnráð sat dagskrárlið og kynnt hugmyndir að klasasamstarfi fyrirtækja og einstaklinga í Neskaupstað.
3.
Beiðni um samþykki Fjarðabyggðar um sölu á landi - Efri Skálateigur
Framlagt bréf frá Lindarbrekkufrænkum ehf. fyrir hönd Vilbergs Einarssonar þar sem óskað er samþykkis fyrir sölu á 11,51 ha. spildu úr jörðinni Efri-Skálateigur 1.
Vísað til skipulags- og byggingarfulltrúa til umsagnar.
Vísað til skipulags- og byggingarfulltrúa til umsagnar.
4.
Beiðni um sólarhrings opnun líkamsræktarinnar á Eskifirði
Bæjarráð samþykkti á 380. fundi sínum að vísa málinu til frekari umfjöllunar. Fyrir liggur minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa. Stofn- og rekstrarkostnaður nemur um 500.000 kr. Fræðslu- og frístundanefnd hafði hafnað opnun.
Bæjarráð samþykkir að opnunartímar íþróttamiðstöðva- og sundlauga verðir skoðaðir í haust samhliða ósk bréfritara um sólahringsopnun líkamsræktarmiðstöðvarinnar á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir að opnunartímar íþróttamiðstöðva- og sundlauga verðir skoðaðir í haust samhliða ósk bréfritara um sólahringsopnun líkamsræktarmiðstöðvarinnar á Eskifirði.
5.
Innlausn lóðarinnar Fossgata 3
Fyrir liggur ósk frá Tandrabergi um innlausn á lóð.
Framlögð umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa um kaup á lóðinni Fossgata 3 Eskifirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við lóðarhafa á grundvelli þess að innlausnarverð renni til uppbyggingar í Naustahvammi í Neskaupstað.
Framlögð umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa um kaup á lóðinni Fossgata 3 Eskifirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við lóðarhafa á grundvelli þess að innlausnarverð renni til uppbyggingar í Naustahvammi í Neskaupstað.
6.
Mótmæli vegna ákvörðun bæjarráðs
Framlagt bréf starfsmanna leikskólans Kærabæjar um ákvörðun bæjarráðs um að skipa sameiginlegan stjórnenda yfir leik- og grunnskóla tímabundið til eins árs.
Bæjarráð bendir á að um sé að ræða tímabundna lausn til eins árs sem sé til reynslu og sé í takti við þá vinnu sem unnin hefur verið vegna skólamiðstöðvarinnar og sameiginlegs skólastarfs.
Bæjarráð bendir á að um sé að ræða tímabundna lausn til eins árs sem sé til reynslu og sé í takti við þá vinnu sem unnin hefur verið vegna skólamiðstöðvarinnar og sameiginlegs skólastarfs.
7.
Framtíðarfyrirkomulag alþjónustu um tengingu við almenna fjarskiptanetið
Framlögð gögn um fjarskiptaþjónustu í dreifðum byggðum og hlutverk Fjarskiptasjóðs og samlegð með öðrum veitufyrirtækjum vegna lagna.
8.
481.mál til umsagnar frumvarp til laga um örnefnefni(heildarlög)
Framlagt til kynningar frumvarp til laga um örnefni.
9.
Stjórnarfundir StarfA 2014
Framlögð til kynningar fundargerð Starfsendurhæfingar Austurlands frá 21. mars sl.
Vísað til félagsmálanefndar til kynningar.
Vísað til félagsmálanefndar til kynningar.
10.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 91
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 7. apríl lögð fram til kynningar.