Bæjarráð
383. fundur
28. apríl 2014 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2014 - TRÚNAÐARMÁL
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Fram lagt yfirlit yfir rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrstu 2 mánuði ársins 2014.
Fjármálastjóri kynnir yfirlit. Yfirlit lagt fram sem trúnaðarmál.
Fram lagt yfirlit yfir rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrstu 2 mánuði ársins 2014.
Fjármálastjóri kynnir yfirlit. Yfirlit lagt fram sem trúnaðarmál.
2.
Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2014
Þenna lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlögð umsókn fjármálastjóra um lán úr Ofanflóðasjóði vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir á árinu 2013. Lántakan er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins og nemur 40 milljónum kr. vegna ofanflóðavarna.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti lántöku og vísar endanlegri staðfestingu til bæjarstjórnar.
Framlögð umsókn fjármálastjóra um lán úr Ofanflóðasjóði vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir á árinu 2013. Lántakan er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins og nemur 40 milljónum kr. vegna ofanflóðavarna.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti lántöku og vísar endanlegri staðfestingu til bæjarstjórnar.
3.
Mat á leigusamningum við Reiti II
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Tekin umræða um fjármögnun Fjarðabyggðarhallarinnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinna að málinu.
Tekin umræða um fjármögnun Fjarðabyggðarhallarinnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinna að málinu.
4.
Kjarasamningar 2014
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Þann 30. mars sl. undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og 12 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna samkomulag um breytingu og framlenginu á kjarasamningum aðila.
Bæjarritari kynnti nýgerðan kjarasamning.
Þann 30. mars sl. undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og 12 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna samkomulag um breytingu og framlenginu á kjarasamningum aðila.
Bæjarritari kynnti nýgerðan kjarasamning.
5.
Vallarsamningar - Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar
Þennan lið dagskrár sat fræðslustjóri.
Fram lagt minnisblað vegna bréfs frá Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar um framlög sveitarfélagsins til félagsins vegna vallarumsjónar og annarra þátta. Jafnframt fram lagt minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslustjóra.
Bæjarráð samþykkir að auka greiðslur vegna umsjónar með knattspyrnuvöllum um 800.000 kr. Samningurinn við Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar verði hækkaður 600.000 kr. og Knattspyrnufélag Leiknis um 200.000 kr. á árinu 2014.
Bæjarstjóra falið að skoða auglýsingastyrki til félagasamtaka sem keppa eða koma fram undir merkjum Fjarðabyggðar.
Fram lagt minnisblað vegna bréfs frá Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar um framlög sveitarfélagsins til félagsins vegna vallarumsjónar og annarra þátta. Jafnframt fram lagt minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslustjóra.
Bæjarráð samþykkir að auka greiðslur vegna umsjónar með knattspyrnuvöllum um 800.000 kr. Samningurinn við Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar verði hækkaður 600.000 kr. og Knattspyrnufélag Leiknis um 200.000 kr. á árinu 2014.
Bæjarstjóra falið að skoða auglýsingastyrki til félagasamtaka sem keppa eða koma fram undir merkjum Fjarðabyggðar.
6.
Mótmæli vegna sameiningar á stjórn grunn- og leikskóla á Fáskrúðsfirði tímabundið til eins árs
Þennan lið dagskrár sat fræðslustjóri.
Fram lagðir undirskriftarlistar foreldrafélags Kærabæjar og starfsmanna Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar vegna tímabundins samreksturs grunn- og leikskóla á Fáskrúðsfirði til eins árs. Jafnframt lagt fram bréf frá Kennarasambandi Íslands um sama efni.
Bæjarráð óskar umsagnar fræðslu- og frístundanefndar á tillögu um tímabundinn samrekstur grunn- og leikskóla í Skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði.
Fram lagðir undirskriftarlistar foreldrafélags Kærabæjar og starfsmanna Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar vegna tímabundins samreksturs grunn- og leikskóla á Fáskrúðsfirði til eins árs. Jafnframt lagt fram bréf frá Kennarasambandi Íslands um sama efni.
Bæjarráð óskar umsagnar fræðslu- og frístundanefndar á tillögu um tímabundinn samrekstur grunn- og leikskóla í Skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði.
7.
Ósk um eyðingu meindýra í Fólkvangi Neskaupstaðar - Nípan 2014
Fram lagt bréf Atla Rúnars Eysteinsonar þar sem farið er fram á heimild til eyðingar refs í fólkvanginum í Neskaupstað.
Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar henni til afgreiðslu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar henni til afgreiðslu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
8.
Ársfundur Byggðastofnunar 28.4 2014
Fram lagt til kynningar fundarboð ársfundar Byggðastofnunar mánudaginn 28. apríl 2014 kl 13:00 í Miðgarði í Skagafirði.
9.
Ársfundur Menningarráðs Austurlands 2014
Fram lagt fundarboð ársfundar Menningarráðs Austurlands haldinn á Eskifirði 5. maí n.k. í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði kl 13:00.
Tilnefningu fulltrúa vísað til atvinnu- og menningarnefndar.
Tilnefningu fulltrúa vísað til atvinnu- og menningarnefndar.
10.
Ársfundur Sjálfbærniverkefnis á Austurlandi
Boðað er til ársfundar Sjálfbærniverkefnis á Austurlandi, sem haldinn verður á Hótel Héraði,
Egilsstöðum þriðjudaginn 29. apríl kl. 14:30 til 18:30.
Lagt fram til kynningar.
Egilsstöðum þriðjudaginn 29. apríl kl. 14:30 til 18:30.
Lagt fram til kynningar.
11.
Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands
Boðað er til ársfundar Starfsendurhæfingar Austurlands þriðjudaginn 29. apríl n.k. kl 14:00 í Námsveri að Búðareyri 1 á Reyðarfirði.
Bæjarráð felur bæjarritara og forstöðumanni stjórnsýslu að fara með umboð á fundinn.
Bæjarráð felur bæjarritara og forstöðumanni stjórnsýslu að fara með umboð á fundinn.
12.
Beiðni um styrk til Blús-rokk og jazzklúbbsins á Nesi
Fram lagt bréf frá Blús-, rokk- og djassklúbbnum á Nesk þar sem óskað er eftir styrk vegna fasteignagjalda á húsnæði félagsins að Nesgötu 7 í Neskaupstað.
Bæjarráð samþykkir að klúbbnum sé veittur 50.000 kr. styrkur til að standast straum af rekstri húsnæðisins. Tekið af liðnum óráðstafað 21-69. Vísað til fjármálastjóra til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir að klúbbnum sé veittur 50.000 kr. styrkur til að standast straum af rekstri húsnæðisins. Tekið af liðnum óráðstafað 21-69. Vísað til fjármálastjóra til afgreiðslu.
13.
Átak til nauðsynlegra framkvæmda á ferðamannastöðum
Fram lagður tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna átaks til nauðsynlegra framkvæmd á ferðamannastöðum en um er að ræða aukið fjármagni til lagfæringa á ferðamannastöðum og verður veitt sérstaklega fjármagni til brýnna verkefna án þess að mótframlag sveitarfélag eða stofnana verður vænst.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og til kynningar í atvinnu- og menningarnefnd.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og til kynningar í atvinnu- og menningarnefnd.
14.
Bókun frá ferða- og menningarmálanefnd Seyðisfjarðarkaupstað um ferjusiglingar
Fram lagt bréf Seyðisfjarðarkaupstaðar þar sem gerð er grein fyrir bókun bæjarstjórnar í tengslum við fyrri samþykktir ferða- og menningarnefndar sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
15.
Sumarstörf námsmanna - samstarf við Vinnumálastofnun
Fram lagt bréf Vinnumálastofnunar um að verja eigi 150 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til að standa straum af átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Sveitarfélögum stendur til boða að sækja um fjármagn sem mótframlag sem nemur atvinnuleysisbótum og auglýsa störf.
Samþykkt að sótt verði í átaksverkefnið og málinu vísað til mannvirkjastjóra og bæjarritara til úrvinnslu.
Samþykkt að sótt verði í átaksverkefnið og málinu vísað til mannvirkjastjóra og bæjarritara til úrvinnslu.
16.
Æfingaaðstaða fyrir hljómsveitir í Fjarðabyggð
Umræða tekin um aðstöðu til æfinga fyrir hljómsveitir á Eskifirði. Rædd hugmynd um að nýta bílskúr að Túngötu 13 á Eskifirði sem æfingaaðstöðu.
Vísað til atvinnu- og menningarnefndar til kynningar og framkvæmdasviðs.
Vísað til atvinnu- og menningarnefndar til kynningar og framkvæmdasviðs.
17.
495.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2013?2016
Fram lögð tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2013 - 2016.
Bæjarráð ítrekar þá kröfu sína að Suðurfjarðavegi verði flýtt í samgönguáætlun vegna umferðaröryggis og hann verði settur inn á 4 ára samgönguáætlun 2013 til 2016. Jafnframt vill bæjarráð ítreka ósk sína og með vísan í samþykktir Sambands sveitarfélag á Austurlandi um að faglegt mat verði lagt á legu þjóðvegar 1 á Austurlandi.
Bæjarráð ítrekar þá kröfu sína að Suðurfjarðavegi verði flýtt í samgönguáætlun vegna umferðaröryggis og hann verði settur inn á 4 ára samgönguáætlun 2013 til 2016. Jafnframt vill bæjarráð ítreka ósk sína og með vísan í samþykktir Sambands sveitarfélag á Austurlandi um að faglegt mat verði lagt á legu þjóðvegar 1 á Austurlandi.
18.
488.mál frumvarp til laga um ríkisendurskoðanda og ríkisendurskoðun,umsögn
Fram lagt til kynningar frumvarp til laga um ríkisendurskoðanda og ríkisendurskoðun.
19.
Stjórnarfundir StarfA 2014
Fram lögð fundargerð Starfsendurhæfingar Austurlands frá 11.apríl 2014.
Vísað til félagsmálanefndar.
Vísað til félagsmálanefndar.
20.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2014
Fram lögð til kynningar 815. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. apríl s.l.
21.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2014
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 52 frá 15. apríl lögð fram til kynningar