Fara í efni

Bæjarráð

384. fundur
5. maí 2014 kl. 08:30 - 12:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2013
Málsnúmer 1403085
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Umræða um ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2013, milli fyrri og síðari umræðu í bæjarstjórn. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við reikninginn og því er ekki þörf á breytingum á reikningnum á milli umræðna. Ársreikningi vísað til annarrar umræðu í bæjarstjórn.
2.
Verkfallsboðun grunnskólakennara
Málsnúmer 1404138
Framlagt bréf Félags Grunnskólakennara þar sem boðaðar eru vinnustöðvanir 15. 21. og 27. maí nk. Vísað til fræðslustjóra og til kynningar í fræðslu- og frístundanefnd.
3.
Hugmyndir um samrekstur leik- og grunnskóla á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1305028
Bæjarráð vísaði á fundi sínum þann 28.apríl sl. hugmyndum um samrekstur leik- og grunnskóla á Fáskrúðsfirði, til umsagnar fræðslu- og frístundanefndar. Fræðslu og frístundanefnd tók málið fyrir á fundi 30.apríl sl. og mælir nefndin með því að fallið verði frá samrekstri af þeirri ástæðu að ekki er næg sátt og eindrægni til staðar meðal starfsfólks og foreldra að fara þessa vegferð. Aftur á móti verði skólastjórnendum leik- og grunnskólans á Fáskrúðsfirði falið það verkefni á næsta skólaári að fara yfir alla enn ónýtta samlegðarkosti í skólamiðstöðinni.
Bæjarráð tekur undir bókun nefndarinnar þó umsögnin hafi fyrst og fremst átt að beinast að faglegum kostum og göllum samreksturs eftir yfirferð málsins, samráðsferil og greinargerð fræðslustjóra. Bæjarráð leggur áherslu á að skólastjórnendum leik- og grunnskóla á Fáskrúðsfirði verði falið það verkefni nú þegar, að fara yfir alla enn ónýtta samlegðarkosti í skólamiðstöðunni. Þá verði fenginn utankomandi aðili til að skoða áfram með skólastjórnendum og fræðslustjóra, í samráði við starfsfólk, kosti og galla samreksturs leik- og grunnskóla og er bæjarstjóra falið að fylgja þeirri vinnu eftir, þ.m.t. að fá slíkan utankomandi aðila til starfa. Bókun bæjarráðs vísað til fræðslu- og frístundanefndar.
4.
Opnun sundlaugar á Reyðarfirði
Málsnúmer 1404129
Framlagt bréf frá heilsuteymi Grunnskóla Reyðarfjarðar þar sem óskað er eftir því að sundlaugin á Reyðarfirði verði opin almenningi meðan á skólasundi stendur. Ekki er gert ráð opnun sundlaugar á Reyðarfirði fyrir almenning í fjárhags- og starfsáætlun 2014. Bæjarráð vísar erindi til kynningar í fræðslu- og frístundanefnd og til fjárhagsáætlunargerðar 2015.
5.
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á veiðleyfagjöldum.
Málsnúmer 1405002
Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum með fyrirhuguð veiðigjöld, samráðsleysi og þann stutta fyrirvara sem gefinn er til umsagnar um frumvarpið. Í ljósi þeirrar staðreyndar að veiðigjöld og skerðingar á sjávarútvegsfyrirtækin í sveitarfélaginu eru gríðarleg, stendur bæjarráð við fyrri umsagnir. Því til stuðnings er bent á úttektir á áhrifum á sveitarfélagið sem unnar voru af KPMG og sendar voru atvinnuveganefnd, m.a. í apríl 2012. Frumvarpið, í óbreyttri mynd, felur í sér þungar álögur á sjávarútvegsfyrirtækin í Fjarðabyggð og kemur til með að hafa veruleg áhrif á rekstur sveitarfélagsins líkt og áðurgreind fyrirtæki.
Í Fjarðabyggð eru þrjú stór fyrirtæki í sjávarútvegi, ásamt ótal fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa atvinnu af því að þjónusta viðkomandi fyrirtæki. Að leggja á svo há veiðigjöld, ásamt skerðingu í potta, hefur mikil áhrif á tekjur sveitarsjóðs í formi skerts útsvars og skertra tekna af hafnargjöldum.
Bæjarráð hefur miklar áhyggjur af því að veiðigjöldin muni hafa veruleg áhrif á fjárfestingar og framkvæmdir á vegum greinarinnar hér í sveitarfélaginu, ásamt tilflutningi á störfum milli landssvæða.
Þessu fyrirkomulagi mótmælir bæjarráð Fjarðabyggðar og hvetur núverandi stjórnvöld til að endurskoða fyrirhuguð veiðigjöld með það að markmiði að jafnræði sé gætt milli fyrirtækja og samsetningu aflategunda.
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur á liðnum árum hvatt til þess að farin verði sáttaleið milli stjórnvalda og sjávarútvegsins og komið á hóflegu veiðigjaldi sem taki mið af afkomu atvinnuvegarins hverju sinni. Með því sé sjávarútvegi á íslandi sköpuð skilyrði til að vaxa og dafna landi og þjóð til heilla.
6.
Endurnýjun á gamla leikfimisal í Glaðheimum
Málsnúmer 1404116
Framlagt bréf Félags eldri borgara á Fáskrúðsfirði varðandi endurbætur og aðstöðu í leikfimisal að Glaðheimum á Fáskrúðsfirði. Vísað til framkvæmdasviðs með ósk um að farið verði í nauðsynlegt viðhald sem fyrst, en öðrum atriðum í bréfi er vísað til fjárhagsáætlunar 2015.
7.
Aðstaða í leikfimisal
Málsnúmer 1404117
Framlögð beiðni frá Fjólu Þorsteinsdóttur um afnot af leikfimisal í Glaðheimum á Fáskrúðsfirði. Bæjarráð tekur vel í erindi og vísar því til afgreiðslu íþrótta- og tómstundafulltrúa.
8.
Erindi frá Yrkjusjóði - ósk um stuðning
Málsnúmer 1404147
Framlagt bréf Yrkjusjóðs þar sem óskað er fjárframlaga til kaupa á plöntum en þrengt hefur að sjóðnum þannig að hann getur ekki lagt grunnskólum til umbeðin fjölda plantna. Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni.
9.
Heimildarmynd - Háski í Vöðlavík
Málsnúmer 1404139
Framlagt bréf Þórarins Hávarðssonar um gerð heimildarmyndar um strand Bergvíkur og þegar Goðinn fórst í Vöðlavík veturinn 1993 til 1994. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og er tilbúið að styrkja verkefnið um 300.000 á árinu 2015 en þó þannig að styrkur verði greiddur við lokavinnslu myndarinnar. Vísað til atvinnu- og menningarnefndar til afgreiðslu.
10.
Leiga íbúðarhúsnæðis
Málsnúmer 1405003
Framlagt minnisblað bæjarritara um Leigufélagið Klett ehf. en það býður íbúðarhúsnæði til leigu í Fjarðabyggð. Lagt fram til kynningar og vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
11.
Ársfundur Austurbrúar ses. 9.maí 2014
Málsnúmer 1404114
Framlagt ársfundarboð Austurbrúar sem haldinn verður 9. maí nk. kl 15:00 á Hótel Héraði, Egilsstöðum. Ráðgert er að fresta hluta hefðbundinna ársfundarstarfa til framhaldsársfundar í haust.
Samþykkt að bæjarráð sæki ársfundinn og Jón Björn Hákonarson fari með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
12.
Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands
Málsnúmer 1404092
Framlagður ársreikningur fyrir árið 2013.
Lagt er til að Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri taki sæti Gunnars Jónssonar bæjarritara sem aðalmaður í stjórn Starfa. Gunnar Jónsson verður varamaður.
13.
Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs 21.maí
Málsnúmer 1404113
Framlagt til kynningar ársfundarboð Stapa lífeyrissjóðs sem haldinn verður 21. maí nk. í Hofi á Akureyri.
14.
Sveitarstjórnakosningar 2014
Málsnúmer 1403134
Ástdís Valdimarsdóttir hefur beðist lausnar frá störfum í yfirkjörstjórn Fjarðabyggðar sem varamaður. Tilnefna þarf nýjan varafulltrúa í stað hennar.
Bæjarráð samþykkir að Kristjana Mekkín Guðnadóttir taki sæti Ástdísar Valdimarsdóttur sem varamaður í yfirkjörstjórn Fjarðabyggðar.
15.
Sveitarstjórnarkosningar 2014
Málsnúmer 1403134
Samkvæmt 46.gr. Samþykkta um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar, annast bæjarráð í umboði bæjarstjórnar, gerð kjörskrár, fjallar um athugasemdir við kjörskrár, gerir nauðsynlegar leiðréttingar og afgreiðir ágreiningsmál í samræmi við ákvæði laga um kosningar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna 31.maí 2014. Jafnframt veitir bæjarráð bæjarstjóra, fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.
Bæjarstjóri getur ávallt vísað úrskurðum um ágreiningsmál til bæjarráðs.
16.
Sveitarstjórnarkosningar 2014
Málsnúmer 1403134
Bæjarráð óskar eftir við Sýslumanninn á Eskifirði að boðið verði upp á utankjörfundaratkvæðegreiðslu á Fáskrúðsfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31.maí.
17.
Framlög til stjórnmálaflokka
Málsnúmer 1404124
Bæjarráð felur bæjarritara að yfirfara styrki til stjórnmálaflokka á kjörtímabilinu sbr. reglur þar að lútandi.
18.
Vélsmiðja á Neseyri.
Málsnúmer 1402084
Bæjarráð samþykkir í tengslum við rif gamla vélaverkstækisins á eyrinni í Neskaupstað að framkvæmdasvið auglýsi húsið til umsóknar, stuðst verði við samningskaupalýsingu og skilyrði sett um endurgerð hússins strax í byrjun og takmarkanir settar á starfsemi sem getur verið í því skv. núverandi deiliskipulagi.
19.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 92
Málsnúmer 1404014F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 28. apríl lögð fram til kynningar.
20.
730 Hafnargata 5, beiðni um umsögn vegna starfsemi
Málsnúmer 1404069
Vegna bókunar eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 28.apríl sl., felur bæjarráð bæjarstjóra að eiga samræður við eiganda húseignarinnar að Hafnargötu 5 Reyðarfirði, en óskað hefur verið eftir viðhorfi bæjarins gagnvart því að starfrækt verði flutningastarfsemi í húseigninni. Bæjarráðið telur afar mikilvægt að fá fram framtíðarsýn flutningsfyrirtækjanna og eiganda eignarinnar að Hafnargötu 5, varðandi starfsemi sína í Fjarðabyggð sérstaklega í ljósi þess að nú stendur fyrir dyrum að gera deiliskipulag miðbæjanna, bæði á Eskifirði og Reyðarfirði, sem unnið verður á grunni aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027.
21.
Atvinnu- og menningarnefnd - 57
Málsnúmer 1404010F
Framlögð til kynningar fundargerð atvinnu- og menningarnefndar nr. 57 frá 30. apríl.
22.
Fræðslu- og frístundanefnd - 52
Málsnúmer 1404012F
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar nr. 52 frá 30. apríl lögð fram til kynningar.