Bæjarráð
385. fundur
19. maí 2014 kl. 08:30 - 12:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fundur með bæjarráði Fjarðabyggðar
Þennan dagskrárlið fundar sat Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdastjóri Austurbrúar.
Farið yfir málefna stofnunarinnar og samstarfsverkefni.
Farið yfir málefna stofnunarinnar og samstarfsverkefni.
2.
Rekstur málaflokka 2014 - TRÚNAÐARMÁL
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlagt yfirlit yfir rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrstu þrjá mánuði ársins 2014.
Fjármálastjóri kynnir yfirlit. Yfirlit lagt fram sem trúnaðarmál.
Framlagt yfirlit yfir rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrstu þrjá mánuði ársins 2014.
Fjármálastjóri kynnir yfirlit. Yfirlit lagt fram sem trúnaðarmál.
3.
Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar 2013
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar fyrir árið 2013 lagður fram til áritunar.
Bæjarráð staðfestir ársreikning með undirritun sinni.
Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar fyrir árið 2013 lagður fram til áritunar.
Bæjarráð staðfestir ársreikning með undirritun sinni.
4.
Ársreikningur Rafveitu Reyðarfjarðar 2013
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Ársreikningur Rafveitu Reyðarfjarðar fyrir árið 2013 lagður fram til áritunar.
Bæjarráð staðfestir ársreikning með undirritun sinni.
Ársreikningur Rafveitu Reyðarfjarðar fyrir árið 2013 lagður fram til áritunar.
Bæjarráð staðfestir ársreikning með undirritun sinni.
5.
Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf 2013
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Ársreikningur Eignarhaldsfélagins Hrauns ehf. fyrir árið 2013 lagður fram til áritunar.
Bæjarráð staðfestir ársreikning með undirritun sinni.
Ársreikningur Eignarhaldsfélagins Hrauns ehf. fyrir árið 2013 lagður fram til áritunar.
Bæjarráð staðfestir ársreikning með undirritun sinni.
6.
Ársreikningur Náttúrustofu Austurlands 2013
Framlagður til kynningar ársreikningur Náttúrustofu Austurlands fyrir árið 2013.
7.
Sameining bekkja í Nesskóla
Framlagt bréf foreldra í 4. bekk Nesskóla og foreldrafélags Nesskóla um sameiningu bekkjardeilda við skólann á komandi skólaári, ásamt minnisblaði fræðslustjóra fram lagt.
Fræðslu- og frístundanefnd hefur þegar úthlutað heildarkennslutímamagni.
Fræðslustjóra falið að vinna með skólastjóra að lausn málsins.
Fræðslu- og frístundanefnd hefur þegar úthlutað heildarkennslutímamagni.
Fræðslustjóra falið að vinna með skólastjóra að lausn málsins.
8.
Gjaldskrá skipulagðra samgangna 2014
Tillögur frá 154. fundi bæjarstjórnar vísað til bæjarráðs.
Tillaga Fjarðalistans: "Fjarðabyggð verði gert að einu gjaldsvæði fyrir notendur almenningssamgangna, svo allir greiði sömu upphæð fyrir ferðir innan Fjarðabyggðar óháð áfangastað, áður en vetraráætlun tekur gildi í haust." Bæjarstjórn samþykkti að vísa tillögu Fjarðalistans til næsta fundar í bæjarráði.
Fram lögð tillaga sem staðfest er með 2 atkvæðum.
Fulltrúar B og D lista í bæjarráði samþykkja að vísa tillögu Fjarðalistans til fjárhagsáætlunargerðar á hausti komanda. Er það í takt við vinnu bæjarráðs vegna almenningssamgangna líkt og samþykkt var á 379 fundi þess enda verið að safna saman upplýsingum um kerfið í ljósi reynslunnar sem komið er á það nú.
Eydís ítrekar afstöðu Fjarðalistans um málið og situr hjá.
Tillaga Fjarðalistans: "Fjarðabyggð verði gert að einu gjaldsvæði fyrir notendur almenningssamgangna, svo allir greiði sömu upphæð fyrir ferðir innan Fjarðabyggðar óháð áfangastað, áður en vetraráætlun tekur gildi í haust." Bæjarstjórn samþykkti að vísa tillögu Fjarðalistans til næsta fundar í bæjarráði.
Fram lögð tillaga sem staðfest er með 2 atkvæðum.
Fulltrúar B og D lista í bæjarráði samþykkja að vísa tillögu Fjarðalistans til fjárhagsáætlunargerðar á hausti komanda. Er það í takt við vinnu bæjarráðs vegna almenningssamgangna líkt og samþykkt var á 379 fundi þess enda verið að safna saman upplýsingum um kerfið í ljósi reynslunnar sem komið er á það nú.
Eydís ítrekar afstöðu Fjarðalistans um málið og situr hjá.
9.
Útleiga félagsheimilanna í Fjarðabyggð
Framlagt bréf frá Heimi Arnfinnssyni og Árna Geir Bergssyni, ásamt minnisblaði framkvæmdasviðs, vegna beiðni um leigu á Félagslundi til lengri tíma sem veitingastað í samstarfi við Leikfélag Reyðarfjarðar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarritara og eigna- og framkvæmdafulltrúa að ræða við umsækjendur.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarritara og eigna- og framkvæmdafulltrúa að ræða við umsækjendur.
10.
Aðalfundarboð Fiskiræktar- og veiðifélags Norðfjarðar 15. maí 2014
Farið yfir aðalfund í Fiskiræktar- og veiðifélagi Norðfjarðar sem haldinn var 15. maí n.k. en Jón Björn Hákonarson sat fundinn fyrir hönd Fjarðabyggðar.
11.
Öldungamót í blaki á Norðfirði 2015
Framlagt minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa um Öldungamót í blaki 2015 en Þróttur Neskaupstað mun halda mótið.
Bæjarráð fagnar því að mótið verður haldið á næsta ári í Fjarðabyggð og sveitarfélagið mun leggja til húsnæði í sinni eigu auk þess að aðstoða við skipulagningu mótsins.
Bæjarráð fagnar því að mótið verður haldið á næsta ári í Fjarðabyggð og sveitarfélagið mun leggja til húsnæði í sinni eigu auk þess að aðstoða við skipulagningu mótsins.
12.
Menningarsamningur sveitarfélaga á Austurlandi og ríkisins 2014
Tekin umræða um framlengingu menningarsamnings sveitarfélaganna á Austurlandi og ríkisins um eitt ár.
Vísað til atvinnu- og menningarnefndar.
Vísað til atvinnu- og menningarnefndar.
13.
Stofnun vinabæjartengsla við Andøy
Formaður bæjarráðs fór yfir málið og gerði grein fyrir heimsókn bæjarstjóra sveitarfélagsins Andøy þann 26. júní n.k..
Á grundvelli fyrri umræðna um vinabæjartengsl sveitarfélaganna Andøy og Fjarðabyggðar samþykkir bæjarráð að unnið verði að formgerð tengslanna.
Vísað til forseta bæjarstjórnar og bæjarritara sem gangi frá tillögu og greinargerð fyrir fund bæjarstjórnar.
Á grundvelli fyrri umræðna um vinabæjartengsl sveitarfélaganna Andøy og Fjarðabyggðar samþykkir bæjarráð að unnið verði að formgerð tengslanna.
Vísað til forseta bæjarstjórnar og bæjarritara sem gangi frá tillögu og greinargerð fyrir fund bæjarstjórnar.
14.
Breiðablik 2014
Fram lagt minnisblað bæjarstjóra vegna málefna Breiðabliks.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og felur honum ásamt félagsmálastjóra að ljúka málinu í samvinnu við íbúa Breiðabliks.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og felur honum ásamt félagsmálastjóra að ljúka málinu í samvinnu við íbúa Breiðabliks.
15.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2014
Framlögð fundargerð stjórnar Náttúrustofu Austurlands frá 25. apríl sl.
16.
Varðar umhverfi félagsheimilisins Skrúðs,Fáskrúðsfirði
Fram lagt bréf undirbúningshóps Franskra Daga þar sem óskað er eftir að umhverfi miðbæjarins á Fáskrúðsfirði verði lagfært.
Erindi vísað til mannvirkjastjóra til vinnslu.
Erindi vísað til mannvirkjastjóra til vinnslu.
17.
Snjóruðningur af Vöðlavíkurheiði
Fram lögð ósk um ruðning Vöðlavíkurheiðar fyrir 30. maí n.k. en minnisvarði verður afhjúpaður 30. maí n.k.
Bæjarstjóra falið að ræða við Vegagerð um ruðning vegarins.
Bæjarstjóra falið að ræða við Vegagerð um ruðning vegarins.
18.
Afhjúpun minnisvarða um björgunarafrekin í Vöðlavík
Fram lagt boð á afhjúpun minnisvarða um björgunarafrekið í Vöðlavík.
Bæjarfulltrúum er boðið á athöfnina.
Bæjarfulltrúum er boðið á athöfnina.
19.
508.mál frumvarp til laga um opinber fjármál - til umsagnar
Umsögn um frumvarp til laga um opinber fjármál, óskast send fyrir 23.maí nk.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
20.
Fundargerðir stjórnar SSA 2014
Fundargerð stjórnar SSA frá 6.maí 2014 lögð fram til kynningar.
21.
Fundagerðir yfir- og undirkjörnefnda vegna sveitarstjórnarkostninga 2014
Fundargerð yfirkjörstjórnar Fjarðabyggðar frá 11.maí lögð fram til kynningar.
22.
Nýtt hjúkrunarheimili á Eskifirði
Vísað til bæjarráðs frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
Kynning á stöðu framkvæmda.
Bæjarstjóra og fjármálastjóra í samráði við framkvæmdasvið falið að fara ítarlega yfir málið og leggja greinargerð fyrir bæjarráð.
Kynning á stöðu framkvæmda.
Bæjarstjóra og fjármálastjóra í samráði við framkvæmdasvið falið að fara ítarlega yfir málið og leggja greinargerð fyrir bæjarráð.
23.
Hátún 17, trjágróur ofan girðinga
Fram lagt bréf Þóru Sólveigar Jónsdóttur er varðar trjágróður ofan Hátúns 17. Bréfið er lagt fram sem trúnaðarmál.
Vísað til bæjarstjóra.
Vísað til bæjarstjóra.
24.
Sumarlokun bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar 2010-2013
Tillaga um sumarlokun bæjarskrifstofu með sama hætti og undanfarin ár.
Bæjarráð samþykkir lokun bæjarskrifstofu sbr. tillögu og hún verði lokuð vikurnar fyrir og eftir verslunarmannahelgi.
Bæjarráð samþykkir lokun bæjarskrifstofu sbr. tillögu og hún verði lokuð vikurnar fyrir og eftir verslunarmannahelgi.
25.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2014
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 53 frá 6. maí 2014 lögð fram til kynningar.
26.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2014
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 42 frá 13.maí 2014, lögð fram til kynningar.
27.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 93
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 93 frá 12.maí 2014, lögð fram til kynningar.
28.
Hafnarstjórn - 130
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 130 frá 13.maí 2014, lögð fram til kynningar.