Bæjarráð
386. fundur
27. maí 2014 kl. 08:30 - 10:30
í Egilsbraut 1, Neskaupstað
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Mat á leigusamningum við Reiti II
Framlagt svar frá framkvæmdastjóra Reita frá 19.maí sl., vegna umræðu um kaup á Fjarðabyggðarhöllinni. Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að vinna málið áfram með það að markmiði að sveitarfélagið taki yfir eignina ef samningar nást.
2.
Menningarsamningur sveitarfélaga á Austurlandi og ríkisins 2014
SSA hefur lagt til að samningur milli sveitarfélaganna um menningarmál á Austurlandi, verði framlengdur um eitt ár. Gengið verður frá samningi við ríkið á næstunni. Atvinnu- og menningarnefnd fjallaði um málið á fundi 21.maí og var sammála um að framlengja samning við ríkið um eitt ár. Samkvæmt upplýsingum frá settum framkvæmastjóra Austurbrúar mun framlag Fjarðabyggðar til samningsins ekki breytast við endurnýjun til eins árs og vera óbreytt á árinu 2014. Bæjarráð samþykkir, fyrir sitt leyti, að framlengja samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans f.h. Fjarðabyggðar.
3.
Viðurkenning Sjóminjasafns Austurlands
Bréf Sjóminjasafns Austurlands frá 20.maí, til mennta-og menningarmálaráðuneytisins, er varðar framlög til safnsins, en safnið var fellt út af fjárlögum á árinu. Bæjarráð furðar sig á þessari þróun mála og hvetur mennta- og menningarmálaráðherra að verða við beiðni safnsins.
4.
Vigtar- og upplýsingahús á Stöðvarfjörð og Eskifjörð
Samningur við Launafl, sem var næstlægstbjóðandi í verkið, lagður fram til samþykktar. Minnisblað framkvæmdastjóra hafnanna. Vísað frá hafnarstjórn. Bæjarráð samþykkir samninginn.
5.
Þjónusta Vátryggingafélags Íslands hf.
Kynningarbréf VÍS, um þjónustu fyrirtækisins, lagt fram til kynningar.
6.
Endurskoðun á umferðarsamþykkt
Vísað til bæjarráðs frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Framlögð umsögn sýslumannsins á Eskifirði þar sem fram kemur að ekki eru gerðar athugasemdir við breytingar á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir breytingar á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar en vill bæta við eftirfarandi:
Hámarkshraði verði 30 km. við Leikskólann Dalborg á Eskifirði og frá gatnamótum Þiljuvalla og Mýrargötu og út Miðstræti á Norðfirði. Ástæða þessara breytinga er mikil umferð barna og barnafólks um þessar götur.
Vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir breytingar á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar en vill bæta við eftirfarandi:
Hámarkshraði verði 30 km. við Leikskólann Dalborg á Eskifirði og frá gatnamótum Þiljuvalla og Mýrargötu og út Miðstræti á Norðfirði. Ástæða þessara breytinga er mikil umferð barna og barnafólks um þessar götur.
Vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn.
7.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2014
Fundargerð stjórnar sambandsins frá 16.maí 2014 lögð fram til kynningar.
8.
Sumarstörf hjá Þjónustumiðstöð Fjarðabyggðar
Minnisblað mannvirkjastjóra frá 26.maí, um fjölda unglinga sem ekki hafa fengið sumarstörf hjá bænum. Bæjarráð er sammála að gera átak í vinnumálum ungs fólks og heimilar því ráðningu þeirra ungmenna sem fædd eru 1996 og 1997 og eru enn án atvinnu. Ráðningartími er til tveggja mánaða. Bæjarráð heimilar framkvæmdasviði að eyða allt að 5 milljónum aukalega vegna þessara ráðninga. Fjármálastjóra falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2014 og leggja fyrir bæjarstjórn.
9.
Samningur um sjúkraflutninga 2012
Viðauki um framlengingu á samningi um sjúkraflutninga við HSA sem rann út um áramótin. Bæjarráð samþykkir viðauka og að samningur verði óbreyttur út árið 2014. Bæjarstjóra falin undirritun samningsins.
10.
750- umsókn um lóð, Hafnargata 11
Framlagt bréf Þorsteins Bergssonar f.h. Minjaverndar hf., dagsett 7. mars 2014, þar sem óskað er eftir lóðinni að Hafnargötu 11 á Fáskrúðsfirði undir byggingu tengdri Franska spítalanum. Samþykki nágranna liggur fyrir. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta Minjavernd hf. lóðinni og vísaði umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
11.
Ársreikningur Sparisjóðs Norðfjarðar
Framlögð til kynningar gögn og ársreikningur frá aðalfundi Sparisjóðs Norðfjarðar sem haldinn var 10. apríl 2014.
12.
Ársfundur Menningarráðs Austurlands 2014
Framlagður ársreikningur ásamt ársskýrslu fyrir Menningarráð Austurlands sem lögð var fram á aðalfundi menningarráðsins 5. maí 2014.
13.
Gjaldskrá félagsheimila 2014
Tillaga um breytingu á gjaldskrá félagsheimila. Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá félagsheimilanna en jafnframt að starfsemi félagsheimilanna og gjaldskráin verði tekin til nánari skoðunar í tengslum við fjárhagsáætlun 2015. Forstöðumanni stjórnsýslu falið að vinna málið áfram.
14.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2014
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 54, frá 20.maí 2014, lögð fram til kynningar.
15.
Atvinnu- og menningarnefnd - 58
Fundargerð atvinnu- og menningarnefndar, nr. 58 frá 21.maí 2014, lögð fram til kynningar.
16.
Fræðslu- og frístundanefnd - 53
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar, nr. 53 frá 21.maí 2014, lögð fram til kynningar.
17.
Hafnarstjórn - 131
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 131 frá 16.maí 2014, lögð fram til kynningar.
18.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 94
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 94 frá 26.maí 2014, lögð fram til kynningar.
Bókun Eydísar Ásbjörnsdóttur vegna liðar 18.4. í fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 26.maí.
Ég geri ekki athugasemd við tiltekna breytingu á deiliskipulagi Neseyrar, en er ekki samþykk skipulaginu í heild sinni.
Bókun Eydísar Ásbjörnsdóttur vegna liðar 18.4. í fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 26.maí.
Ég geri ekki athugasemd við tiltekna breytingu á deiliskipulagi Neseyrar, en er ekki samþykk skipulaginu í heild sinni.