Bæjarráð
387. fundur
11. júní 2014 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Merking á Hótel Egilsbúð
Álit lögmanns vegna kröfu Trölla ehf. frá 13.maí sl. um notkun á nafninu Egilsbúð. Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfi Trölla ehf. og rita Einkaleyfastofu bréf vegna málsins.
2.
Þokusetur
Umsókn Þokuseturs í Vaxtarsamning Austurlands lögð fram til kynningar, en Fjarðabyggð er samtarfsaðili í umsókn. Bæjarráð samþykkir að vera samstarfsaðili að verkefninu.
3.
Útleiga félagsheimilanna í Fjarðabyggð
Samningur um útleigu Félagslundar lagður fram til samþykktar. Bæjarráð samþykkir samninginn. Jafnframt felur bæjarráð forstöðumanni stjórnsýslu, framvegis, að ganga frá samningum um félagsheimilin, samningar sem eru til skemmri tíma en eins árs, í samráði við framkvæmdasvið.
4.
Tilkynning um verðbreytingar. Hækkun á heildsöluverðskrá Landsvirkjunar
Tilkynning Landsvirkjunar um 2,3% hækkun á heilsölugjaldskrá fyrirtækisins. Vísað til framkvæmdasviðs til skoðunar.
5.
Ungt fólk í Fjarðabyggð - 8.-10.bekkur 2014
Niðurstöður í rannsókn á högum og líðan ungmenna í 8. - 10. bekk í grunnskólum Fjarðabyggðar. Lagt fram til kynningar.
6.
Vallarsamningar - Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar
Framlögð drög að auglýsingasamningi við Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar. Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn. Tekið af liðnum óráðstafað 21-69.
7.
Stjórnarfundir StarfA 2014
Fundargerð ársfundar StarfA frá 29.apríl sl. lögð fram til kynningar.
8.
Til umsagnar - umdæmamörk sýslumanna og lögreglustjóra
Tölvupóstur Sambandsins er varðar umdæmamörk sýslumanna og lögreglustjóra en frestur er veittur til 1.júlí til að gera athugasemdir. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn en felur bæjarstjóra að vera í sambandi við sýslumann vegna málsins.
9.
Kosning fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018
Bréf Sambandsins frá 6.júní er varðar kosningu fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018. Vísað til fyrsta fundar nýrrar bæjarstjórnar.
10.
740 Sæbakki 25 - byggingarlóð
Lögð fram lóðarumsókn Sigurjóns Kristinssonar f.h. Nýpukolls ehf. dagett 6. júní 2014 þar sem sótt er um lóðina Sæbakka 25 undir byggingu 492 m2 raðhúss.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
11.
Málefni tækjamiðstöðvar 2014
Minnisblað mannvirkjastjóra vegna tækjakaupa í tækjamiðstöð. Um er að ræða tækjakaup á árinu 2014 fyrir kr. 26.500.000 en gert er ráð fyrir allri fjárhæðinni á fjárhagsáætlun ársins. Bæjarráð samþykkir tækjakaup sbr. tillögu.
12.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2014
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 43 frá 27. maí sl. lögð fram til kynningar.
13.
Hafnarstjórn - 132
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 132 frá 2.júní 2014 lögð fram til kynningar.
14.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 95
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 95 frá 10.júní 2014 lögð fram til kynningar.