Bæjarráð
389. fundur
30. júní 2014 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Mögulegt ólögmæti lána LS frá 2006
Hilmar Gunnlaugsson lögmaður og Snorri Styrkársson fjármálastjóri sátu þennan lið fundarins. Hilmar fór yfir niðurstöðu í dómi í máli Fjarðabyggðar gegn Lánasjóði sveitarfélaga en Fjarðabyggð tapaði málinu.
Hilmar og bæjarstjóra falið að fara yfir niðurstöðu dómsins og skoða framhaldið. Málið tekið fyrir að nýju í bæjarráði lok ágúst og þá verður tekin ákvörðun um mögulega áfrýjun.
Hilmar og bæjarstjóra falið að fara yfir niðurstöðu dómsins og skoða framhaldið. Málið tekið fyrir að nýju í bæjarráði lok ágúst og þá verður tekin ákvörðun um mögulega áfrýjun.
2.
Endurgreiðsla á VSK fyrir Hitaveitu Fjarðabyggðar
Hilmar Gunnlaugsson lögmaður og Snorri Styrkársson fjármálastjóri sátu þennan lið fundarins. Hilmar fór yfir forsendur í dómi í máli Hitaveitu Fjarðabyggðar gegn Íslenska ríkinu, vegna endurgreiðslu á virðisaukaskatti, en Hitaveitan tapaði málinu. Málskostnaður var felldur niður. Bæjarráð er sammála um að áfrýja málinu til Hæstaréttar og felur Hilmari Gunnlaugssyni umsjón þess.
3.
Krafa slökkviliðsmanna um greiðslu vangoldinna launa
Hilmar Gunnlaugsson og Snorri Styrkársson fjármálastjóri sátu þennan lið fundarins. Framlagður dómur í mál stefnanda Gísla Þór Briem gagnvart Fjarðabyggð vegna þrekálagsgreiðslna til slökkviliðsmanna. Fjarðabyggð var sýknað af kröfu stefnanda. Lagt fram til kynningar og bæjarritara falið að fylgja málinu eftir.
4.
Greiðslur af skuldabréfi útg. 21.2.1998 nr. 13636
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Framlagt samkomulag Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga og Fjarðabyggðar, frá 10.júní sl., um leiðréttingu á skuldabréfi Fjarðabyggðar við Eftirlaunasjóð starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar frá 1998. Bæjarráð samþykkir samkomulag og felur fjármálastjóra frágang þess.
5.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2014 - 2018
Umræða um skipan formanna fastanefnda samkvæmt 48.gr. samþykkta um stjórn Fjarðabyggðar í tengslum við umræðu á bæjarstjórnarfundi 26.júni sl. Haft hefur verið samband við Guðjón Bragason hjá Sambandinu um túlkun á 48.gr. og staðfesti hann túlkun forseta bæjarstjórnar á skipan formanna í fastanefndum.
6.
Samþykktir Atvinnuþróunarsjóðs og framlag 2014
Jón Björn gerði grein fyrir efni síðasta fund í stjórn sjóðsins og hver næstu skref eru við endurskoðun á samþykktum sjóðsins. Næsti fundur í stjórn verður haldinn í ágúst. Samþykktir verða til afgreiðslu á aðalfundi í haust. Bæjarráð samþykkir greiðslu á framlagi ársins 2014, en óskar eftir að fjármálastjóri gangi frá viðauka við fjárhagsáætlun og leggi fyrir næsta fund bæjarráðs.
7.
OECD - nýsköpun í opinberum rekstri - Observatory of Public Sector Innovation
Opnuð hefur verið heimasíða OECD um nýsköpun í opinberum rekstri. Lagt fram til kynningar.
8.
Dreifikerfi Landsnets - Orkuflutningar
Áskorun bæjarráðs Fljótsdalshéraðs er varðar nauðsynlegar úrbætur á dreifikerfi Landsnets lögð fram til kynningar.
Bæjarráð Fjarðabyggðar telur mikilvægt að dreifikerfi Landsnets verði þannig uppbyggt að það geti þjónað íbúum og atvinnulífi á Austurlandi með fullnægjandi hætti. Bæjarráð telur jafnframt æskilegt að sveitarfélög í norðausturkjördæmi taki sig saman um að þrýsta á úrbætur í þessum málum.
Bæjarráð Fjarðabyggðar telur mikilvægt að dreifikerfi Landsnets verði þannig uppbyggt að það geti þjónað íbúum og atvinnulífi á Austurlandi með fullnægjandi hætti. Bæjarráð telur jafnframt æskilegt að sveitarfélög í norðausturkjördæmi taki sig saman um að þrýsta á úrbætur í þessum málum.
9.
Lenging ferðamannatímabils í Fjarðabyggð
Markaðs- og upplýsingafulltrúi sat þennan lið fundarins. Bréf Tanna Travel frá 20.júní, er varðar eflingu ferðaþjónustu í Fjarðabyggð, en í bréfinu er m.a. óskað eftir fundi með bæjarráði. Bæjarráð felur forstöðumanni stjórnsýslu að boða bréfritara á fund bæjarráðs.