Bæjarráð
390. fundur
4. júlí 2014 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Beiðni um samstarf umbætta aðstöðu við íþróttahúsið á Fáskrúðsfirði
Bréf áhugahóps um bætta aðstöðu við Íþróttahúsið á Fáskrúðsfirði dagsett 21.júní sl. Hópurinn hyggst koma upp heitum potti við íþróttahúsið og fjármagna kaupin að fullu. Hópurinn leitar eftir framlagi Fjarðabyggðar í formi uppsetningar á girðingu, vinnu við lagnir, rafmagn o.fl. og rekstur pottsins að uppsetningu lokinni. Erindi vísað til framkvæmdasviðs með ósk um gerð kostnaðaráætlunar og að því loknu til umfjöllunar og afgreiðslu í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
2.
Starfshópur um stefnumörkun fyrir Skíðamiðstöð Austurlands í Oddsskarði
Lokaskýrsla starfshóps um stefnumörkun fyrir Skíðamiðstöð Austurlands í Oddsskarði. Skýrslan er lögð fram með beiðni um skoðun og afgreiðslu en á fundi 1.júlí sl. lýsti íþrótta- og tómstundanefnd yfir ánægju með störf starfshópsins og vísaði lokaskýrslu til kynningar í bæjarráði og til fjárhagsáætlunargerðar 2015. Bæjarráð vísar skýrslu til áframhaldandi umfjöllunar í bæjarráði og eigna- skipulags- og umhverfisnefndar vegna vinnu við gerð fjárhags- og starfsáætlunar sveitarfélagsins.
3.
Starfsleyfi fyrir Samskip að Hafnargötu 5
Bæjarráð hefur farið yfir málið og endurskoðað þær tillögur sem settar voru fram af eigna- skipulags- og umhverfisnefnd, á fundi 30. júní 2014. Niðurstaða bæjarráðs er sú að sett verði eftirfarandi skilyrði við leyfisveitingu fyrir starfsleyfi fyrir flutninga- og vöruflutningamiðstöð að Hafnargötu 5.
* Skjólveggur verði settur upp á lóðarmörkum að Hafnargötu til að takmarka sýn inn á lóð og önnur áhrif starfseminnar út fyrir lóðina.
* Að starfsemi starfsleyfishafa fari fram innan lóðarmarka að Hafnargötu 5.
Jafnframt mælist bæjarráð til þess að umferð á vegum starfsleyfishafa verði með þeim hætti að eknar séu styðstu umferðarleiðir frá Hafnargötu 5 og að Ægisgötu.
Samhliða umfjöllun um starfsleyfismálið beinir bæjarráð því til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar að samþykkt Fjarðabyggðar um forkaupsrétt sveitarstjórnar að fasteignum, sbr. 49. gr. skipulagsslaga, verði endurskoðuð, m.a. þannig að forkaupsréttur nái til Hafnargötu 5.
* Skjólveggur verði settur upp á lóðarmörkum að Hafnargötu til að takmarka sýn inn á lóð og önnur áhrif starfseminnar út fyrir lóðina.
* Að starfsemi starfsleyfishafa fari fram innan lóðarmarka að Hafnargötu 5.
Jafnframt mælist bæjarráð til þess að umferð á vegum starfsleyfishafa verði með þeim hætti að eknar séu styðstu umferðarleiðir frá Hafnargötu 5 og að Ægisgötu.
Samhliða umfjöllun um starfsleyfismálið beinir bæjarráð því til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar að samþykkt Fjarðabyggðar um forkaupsrétt sveitarstjórnar að fasteignum, sbr. 49. gr. skipulagsslaga, verði endurskoðuð, m.a. þannig að forkaupsréttur nái til Hafnargötu 5.
4.
Greinagerð um tekjur áætlunarbíls milli Norðfjarðar og Egilsstaða - Trúnaðarmál
Lögð fram umbeðin greinargerð sem svar við bréfi Austfjarðaleiðar frá því í mars. Bæjarráð felur mannvirkjastjóra að svara bréfinu á grundvelli greinargerðar og funda, ásamt bæjarstjóra, með fulltrúa Austfjarðaleiðar.
5.
Samstarf skóla á Austurlandi um bættan námsárangur nemenda í læsi og stærðfræði
Minnisblað fræðslustjóra Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs og forstöðumanns Skólaskrifstofu Austurlands, vegna hugsanlegs samstarfs skóla á Austurlandi um bættan námsárangur nemenda í læsi og stærðfræði. Óskað er eftir að ráðinn verði kennsluráðgjafi við Skólaskrifstofu Austurlands frá hausti 2014. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til skoðunar hjá bæjarstjóra í tengslum við fund í stjórn Skólaskrifstofu Austurlands í næstu viku.
6.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2014
Fundargerð stjórnar Sambandsins frá 27.júní sl. lögð fram til kynningar.
7.
730 Óseyri 3 - umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Sigurðar Eiríkssonar, f.h. Íslenskt eldsneyti ehf dagett 26. júní 2014, þar sem sótt er um lóðina Óseyri 3 á Reyðarfirði undir lífeldsneytis afgreiðslustöð, hleðslu fyrir rafmagnsbíla ásamt tengdri mannvirkjagerð og bílaþvottastöð. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
8.
730 Stekkjarbrekka 15 - byggingarleyfi - bílskúr
Lögð fram ódagsett byggingarleyfisumsókn Elíasar Jónssonar, Stekkjarbrekku 5 á Reyðarfirði ásamt teikningum, þar sem óskað er eftir heimild til að byggja bílskúr við hús hans ásamt stækkun lóðar.
Stækkun lóðar er 2,145 m til austurs eða um 75,1 m2.
Bæjarráð samþykkir stækkun lóðar.
Stækkun lóðar er 2,145 m til austurs eða um 75,1 m2.
Bæjarráð samþykkir stækkun lóðar.
9.
Verkefnastjóri í atvinnumálum í Fjarðabyggð
Lögð fram tillaga og greinargerð bæjarstjóra vegna ráðningar í starf verkefnastjóra í atvinnumálum í Fjarðasbyggð. Bæjarráð samþykkir að ráða Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur í starfið til eins árs.
Greinargerð: Á undanförnum misserum hefur verið rætt um nauðsyn þess innan stjórnkerfis Fjarðabyggðar að ráða verkefnastjóra atvinnumála í Fjarðabyggð m.a. til þess vinna að stefnumótun og fylgja eftir þróun á uppbyggingu miðstöðvar fyrir olíuleit og þjónustu við slíkan iðnað. Þá þarf að vinna áfram að skipulagsmálum hvað þessi mál snertir, tengslauppbyggingu, mótun samninga o.fl. Þá er nauðsynlegt að kortleggja innviði sveitarfélagsins enn frerkar og hvaða þarfir þarf að leysa í þeim efnum við frekari uppbyggingu atvinnulífs í sveitarfélaginu.
Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við Ástu Kristínu.
Fulltrúi Fjarðalistan situr hjá við ráðningu og bókar eftirfarandi: "Fulltrúi Fjarðalistans telur eðlilegt að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sjái um ráðningu verkefnastjóra í atvinnumálum í Fjarðabyggð, enda ákvörðun þessi hluti af meirihlutasáttmála flokkanna. Undirritaðri finnst æskilegt að stöður sem þessar hjá sveitarfélaginu séu auglýstar til umsóknar. Undirrituð vill taka fram að Fjarðalistinn styður að öðru leyti að farið sé í stefnumótunarvinnu við hafnsækna starfsemí í Fjarðabyggð."
Greinargerð: Á undanförnum misserum hefur verið rætt um nauðsyn þess innan stjórnkerfis Fjarðabyggðar að ráða verkefnastjóra atvinnumála í Fjarðabyggð m.a. til þess vinna að stefnumótun og fylgja eftir þróun á uppbyggingu miðstöðvar fyrir olíuleit og þjónustu við slíkan iðnað. Þá þarf að vinna áfram að skipulagsmálum hvað þessi mál snertir, tengslauppbyggingu, mótun samninga o.fl. Þá er nauðsynlegt að kortleggja innviði sveitarfélagsins enn frerkar og hvaða þarfir þarf að leysa í þeim efnum við frekari uppbyggingu atvinnulífs í sveitarfélaginu.
Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við Ástu Kristínu.
Fulltrúi Fjarðalistan situr hjá við ráðningu og bókar eftirfarandi: "Fulltrúi Fjarðalistans telur eðlilegt að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sjái um ráðningu verkefnastjóra í atvinnumálum í Fjarðabyggð, enda ákvörðun þessi hluti af meirihlutasáttmála flokkanna. Undirritaðri finnst æskilegt að stöður sem þessar hjá sveitarfélaginu séu auglýstar til umsóknar. Undirrituð vill taka fram að Fjarðalistinn styður að öðru leyti að farið sé í stefnumótunarvinnu við hafnsækna starfsemí í Fjarðabyggð."
10.
Fjárhagsáætlun 2014 - viðauki 6
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr.6 við fjárhagsáætlun 2014, vegna framlags til Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands kr. 3.840.000.
11.
Rekstur málaflokka 2014 - TRÚNAÐARMÁL
Yfirlit yfir rekstur málaflokka lagt fram til kynningar.
12.
Skipulag og staðsetning gáma til bráðabirgða á lóð Launafls
Beiðni frá Launafli um heimild, til eins árs, til að staðsetja gámaeiningar á lóð fyrirtækisins að Hrauni 3. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
13.
Umsókn Salthússmarkaðarins á Stöðvarfirði um styrk vegna gerð bæklings
Umsókn Salthússmarkaðarins á Stöðvarfirði um styrk vegna gerðar bæklings. Bæjarráð samþykkir að styrkja útgáfuna um 100.000 kr. með því skilyrði að merki sveitarfélagins verði í bæklingnum.
14.
730 - br. á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna br. á landnotkun við Eyri í Reyðarfirði
Forseti bæjarstjórnar fylgdi tillögunni úr hlaði.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir samhljóða að breyta tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna breyttrar landnotkunar við Eyri í Reyðarfirði í samræmi við athugasemdir umsagnaraðila og Skipulagsstofnunar. Að teknu tilliti til athugasemda vill bæjarráð árétta að landnotkun vegna hafnsækinnar starfsemi í Reyðarfirði eigi að hafa forgang gagnvart annarri starfsemi í firðinum eins og t.d fiskeldi. Tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.
Eydís Ásbjörnsdóttir vill ítreka fyrri bókun frá 5.maí 2011, að fulltrúar Fjarðalistans telja byggingu olíubirgðastöðvar í Reyðarfirði vera mál sem nauðsynlegt er að íbúar fái að kjósa um á einhverjum stigum.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir samhljóða að breyta tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna breyttrar landnotkunar við Eyri í Reyðarfirði í samræmi við athugasemdir umsagnaraðila og Skipulagsstofnunar. Að teknu tilliti til athugasemda vill bæjarráð árétta að landnotkun vegna hafnsækinnar starfsemi í Reyðarfirði eigi að hafa forgang gagnvart annarri starfsemi í firðinum eins og t.d fiskeldi. Tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.
Eydís Ásbjörnsdóttir vill ítreka fyrri bókun frá 5.maí 2011, að fulltrúar Fjarðalistans telja byggingu olíubirgðastöðvar í Reyðarfirði vera mál sem nauðsynlegt er að íbúar fái að kjósa um á einhverjum stigum.
15.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2014
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 44 frá 1. júlí 2014, lögð fram og samþykkt, í umboði bæjarstjórnar.
16.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2014
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 55 frá 30. júní 2014, lögð fram og samþykkt, í umboði bæjarstjórnar.
17.
Fræðslunefnd - 1
Fundargerð 1.fundar fræðslunefndar, frá 1.júlí 2014, lögð fram og samþykkt, í umboði bæjarstjórnar.
18.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 1
Fundargerð 1.fundar íþrótta- og tómstundanefndar, frá 1.júlí 2014, lögð fram og samþykkt, í umboði bæjarstjórnar.
19.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 96
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefnd nr.96 frá 30.júní 2014 lögð fram og samþykkt.
20.
Hafnarstjórn - 133
Fundargerð hafnarstjórnar ,nr. 133 frá 1.júlí 2014, lögð fram og samþykkt, í umboði bæjarstjórnar.
21.
Meningar- og safnanefnd - 1
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 1 frá 3.júlí 2014, lögð fram og samþykkt, í umboði bæjarstjórnar.