Fara í efni

Bæjarráð

391. fundur
25. júlí 2014 kl. 09:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
740 - Deiliskipulag Miðbær Norðfjarðar
Málsnúmer 1302169
Bæjarstjóri fylgdi deiliskipulagstillögunni úr hlaði.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir tillögu að deiliskipulagi Miðbæjar Norðfjarðar til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti, greinargerð og tveimur skýringaruppdráttum dags. 9. júlí 2014. Skipulagssvæðið nær til allrar byggðar á miðsvæði Norðfjarðar ásamt aðliggjandi byggð. Tillagan felur meðal annars í sér að skilgreindar eru núverandi lóðir og lóðarstærðir á svæðinu, að bæta aðgengi að skrúðgarði og sundlaug, að skilgreina miðbæjargötu og torg og að skilgreina öruggar umferðarleiðir fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
2.
Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
Málsnúmer 1103025
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Fjarðabyggðar um tillögu um matsáætlun fyrir 10 þúsund tonna viðbótarframleiðslu á laxi í Reyðarfirði.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórna hafa samþykkt umsögn dagsett 14. júlí 2014.
Bæjarráð leggst gegn viðbótareldi í Reyðarfirði, nema tryggt sé, að slíkt eldi
hamli ekki fyrirhugaðri uppbyggingu á hafnsækinni þjónustu í firðinum.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir drög að umsögn að öðru leyti og felur bæjarstjóra að koma henni á framfæri.
3.
Umsögn um 24.000 tonna framleiðsla á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði og Berufirði.
Málsnúmer 1407037
Skipulagsstofnun óskar eftur umsögn um tillögu að matsáætlun vegna aukinnar framleiðslu á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði og Berufirði.
Drög að umsögn lögð fram.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir að aukið fiskeldi í Fáskrúðsfirði samræmist áætlunum Fjarðabyggðar og eru þær hugmyndir sem fram koma í tillögu að matsáætlun því í samræmi við stefnu sveitarfélagsins með ábendingum um tímalengd starfsleyfa, trygginga og að hún rúmist með annarri starfssemi.
Bæjarráð samþykkir umsögn og felur bæjarstjóra að koma henni á framfæri.
4.
Geymslusvæði fyrir gáma í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1402076
Lögð fram tillaga að reglum og gjaldskrá vegna stöðuleyfa og gámavalla í Fjarðabyggð. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir reglurnar samhljóða með þeim breytingum að skýrt komi fram í reglunum viðurlög vegna slæmrar umgengni í gr. 7 og samræmi sé við auglýsingu. Bæjarrítar og mannvirkjastjóra falið að ganga endanlega frá reglum og tengdum gögnum.
Gjaldskrá staðfest samhljóða.
5.
Mjóifjörður - Endurnýjun þekju
Málsnúmer 1402032
Tvö tilboð bárust í verkið. Lægra boðið átti Ársverk ehf. upp á 11.927.223 kr eða 115,3% af kostnaðaráætlun sem var 10.343.600 kr.
Hafnarstjórn hefur samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Bæjarráð staðfestir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
6.
Breytingar í Stöðvarfjarðarskóla
Málsnúmer 1407075
Þennan dagskrárlið sat mannvirkjastjóri.
Fram lagt til kynningar minnisblað um framkvæmdir við Stöðvarfjarðarskóla en þær stefna framúr áætlunum þar sem umfang verksins reynist meira en ætlað var m.a. vegna brunavarna og viðhaldsþátta.
Mannvirkjastjóra falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu um forgangsröðun framkvæmda til að mæta aukakostnaði vegna verksins.
7.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015
Málsnúmer 1407033
Fram lagðar til staðfestingar reglur um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 - 2018 og fjárhagsáætlunarferlið.
Bæjarráð samþykkir reglurnar.
8.
735 Ofanflóðvarnir í Hlíðarendaá
Málsnúmer 1406056
Þennan lið dagskrár sat mannvirkjastjóri.
Fram lagðar tillögur að útfærslu á ofanflóðavörnum í Hlíðarendaá á Eskifirði. Bæjarráð samþykkir að kynning verði fyrir bæjarstjórn á fyrsta fundi eftir sumarleyfi og í framhaldi verði kynningarfundur fyrir íbúa.
Bæjarráð er hlynt framkvæmdinni og vísar hönnun hennar til umfjöllunar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og til kynningar á bæjarstjórnarfundi 21. ágúst n.k. og kynningarfundar íbúa.
9.
Gjaldskrá rafveitu Fjarðabyggðar 2014
Málsnúmer 1310056
Þennan dagskrárlið fundar sat mannvirkjastjóri.
Lögð er fram tillaga frá mannvirkjastjóra og rafveitustjóra, dagsett 14. júlí 2014, varðandi hækkun á sölugjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar frá og með 1. ágúst 2014. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillöguna fyrir sitt leyti. Bæjarráð samþykkir tillögu samhljóða.
10.
Ósk um afslátt af gatnagerðargjöldum við Naustahvamm 60
Málsnúmer 1407039
Fram lögð beiðni Tandrabergs frá 3.júlí er varðar afslátt af gatnagerðargjöldum vegna lóðar í Neskaupstað.
Bæjarritara og mannvirkjastjóra falið að skoða málið og leggja fyrir bæjarráð drög að svari.
11.
Upplýsingatæknimál grunnskóla, uppfærsla Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði
Málsnúmer 1405123
Fram lagt minnisblað um stækkun samnings um altækan rekstur upplýsingatæknikerfa grunnskóla Fjarðabyggðar vegna Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðarskóla.
Bæjarráð samþykkir að samningar við Nýherja um altæka rekstrarþjónustu fyrir skóla og stjórnsýslu verði framlengdir um eitt ár til viðbótar þegar umsömdum gildistíma.
12.
Ný lög um opinber skjalasöfn
Málsnúmer 1407054
Forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga vekur athygli á að lög um Opinber skjalasöfn nr. 77/2014, hafa tekið gildi. Vísað til menningar- og safnanefndar og forstöðumanns safnastofnunar.
13.
Málþing sveitarfélaga um þjónustu við nýja íbúa af erlendum uppruna 14.nóvemeber 2014 og ósk um tengilið
Málsnúmer 1407068
Fyrirhugað málþing 14.nóvember 2014, um þjónustu við nýja íbúa af erlendum uppruna. Óskað er eftir tengilið hjá sveitarfélaginu vegna undirbúnings málþingsins.
Vísað til félagsmálanefndar.
14.
Umsókn Parkinsonssamtakanna um styrk til að halda félagsfund í heimabyggð
Málsnúmer 1407071
Bréf formanns Parkinsonssamtakanna um styrk til að halda félagsfundi í heimabyggð.
Vísað til félagsmálanefndar.
15.
Ályktanir 9.fundar sveitarstjórnarvettvangs EFTA um loftslags- og orkumál og málefni norðurslóða
Málsnúmer 1407058
Ályktanir 9. fundar sveitarstjórnarvettvangs EFTA um loftlags- og orkumál og málefni norðurslóða lagðar fram til kynningar.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
16.
Aðalfundur Veiðifélags Dalsárs 16. júlí 2014
Málsnúmer 1407015
Fundargerð aðalfundar Veiðifélags Dalsár 16. júlí 2014 lögð fram til kynningar.
17.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 97
Málsnúmer 1407005F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 97 frá 14.júlí 2014, lögð fram og samþykkt, í umboði bæjarstjórnar.
18.
Hafnarstjórn - 134
Málsnúmer 1407006F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 134 frá 17. júlí 2014, lögð fram og samþykkt, í umboði bæjarstjórnar.